Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1965, Blaðsíða 24

Æskan - 01.04.1965, Blaðsíða 24
 •ixVíjJ ; ;7 :; iiiiiiSillllBI Bátum bjargað á Iand undan ísnum, sem fyllti firðina. íimmtán mílur suður af landinu. Pen- ingsfellir og manndauði. Við Norður- iand voru hafþök af ís frá því á góu, og losaði ísinn þar frá landi ekki fyrr en á miðju sumri. Hafísinn hefur varnað kaupskipum að ná höfnum, enda var fyrst nú um höfuðdag, að hann rak frá landi. Árið 1791: Hafís fyrir Suðúrlandi að Reykjanesi. í febrúar sáust hafþök af ís fyrir Norð- urlandi, og á útmánuðum lagðist ís að Vestur- og Austurlandi og fyllti alla firði. Spennti ísinn að lokum allt landið frá Látrabjargi til Reykjaness og jakar bárust jafnvel inn á Faxa- flóa. Með hafísnum komu livítabirn- ir sem oft áður. Árið 1810: Vondur vetur með hafís og frosthörkum mikl- um og öllum þeim hörmungum, sem því fylgdu, og var sá vetur nefndur Klaki og var lengi í minnum hafður. Þannig vitjar hinn forni fjandi landsins öðru hverju með ára milli- bili, allt til ársins 1881. Um það ár hefur samtíð okkar orðið tíðrætt, enda skammt um liðið. Sá vetur var eins og 1810, kallaður Klaki. Haf- ísinn fyllti hvern fjörð og hverja vík og íraus allur saman í eina hellu, því frostharkan var rnikil og grimm. Gekk ekki á öðru dögum saman en rofalausum byljum og stórhríðum, frostið komst upp í 30 stig. Um miðj- an janúar var Faxaflói orðinn lagður langt út fyrir eyjar, var þá gengið frá Akranesi til Reykjavíkur. Mikil ofsa- veður gengu víða um land. Þá ríkti hallæri um land allt og í annálum er sagt, að þessi tvö ár hafi verið tvi- mælalaust hin erfiðustu, sem yfir ís" land hafi gengið á 19. öld. Enn lifir fólk, sem man þessi árin, 1881 og 1882, en það er orðið fátt. Við, sem vorum börn 1918, þegar hafisinn kom, munum seint gleytna þeim miklu frosthörkum, því þá vaf engin hitaveita til að hlýja sér við, en alls staðar kolakynding í svörtuin ofnum og eldavélum, og lítið var un1 eldsneyti, því tilfinnanlegur kola- skortur var í Reykjavík og víða un1 land. Þann 5. janúar gerði hörkuveð- ur af norðri með frosti og fannkotnn- Rak þá ísinn að landinu á Vestfjörð- um, Norðurlandi og allt til Austu1' lands. í Reykjavík varð frostið fflill1 20 og 30 stig og á Grímsstöðum :l Fjöllum 36 stig. Á Reykjavíkurhöf11 var ísinn svo þykkur, að skip frusu föst. Allur Kollafjörður var ein lS' hella, gengið var í eyjarnar Engey °S Viðey. Þó að okkur krökkunum í þ:l daga væri olt kalt, þá er eins og m'S minni, að okkur þætti þetta allt da' lítið æsandi. Það var spennandi geta gengið út á sjóinn og eins ^ horfa á flutninga út um allan sjó a sleðahestum. En harðindin urðu mörgum þung í skauti. ísbirnir vor11 þá á ferðinni, sérstaklega fyrir notð an, og minnir mig, að einir sjö þeir1'1 liafi verið unnir. Vonandi verður ísinn horfinn át 1 hafsauga, þegar þið lesið þetta, bör11 in góð, og vor i lofti. 152

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.