Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 44

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 44
.» H E I Ð A — Framhaldsaga í myndum. 1. SAGA þessi gerist í Iandi, sem heitir Sviss. Þar á heima litil fimm ára stúlka. Hún heiti* Heiða og er alin upp hjá frænku sinni, sem heitir Dídí. Heiða er einstæðingur, hafði bæði mi8g*; föður sinn og móður. Dídí frænka hefur fengið góða atvinnu í borginni Frankfurt í Þýzk8' landi, svo að nú verða þær að skilja. Þannig stendur á, þegar þær lcggja upp til afa, sem 8 heima hátt upp til fjalia. — 2. LEIÐ þeirra liggur fram hjá húsi Barbelu, en hún var góð vi*' kona Dídiar frænku. Þegar hún sér þær Dídí og Heiðu fara fram hjá, hrópar hún út til þeirra: „Dídi, hvert ert þú að fara með hana Heiðu?“ „Upp til hans frænda, nú verður hann að taka viS henni,“ svarar Dídí. „Þú ert ekki með réttu ráði, til gamla vandræðamannsins. Bíddu andartak. ég ætla að ganga með þér spöIkorn,“ segir Barbela, sem er forvitnin sjálf uppmáluð. 3. HEIÐA er mjög þreytt, og henni er líka mjög heitt, svo að hún sezt niður í skrúð dásamlc£r8 fjallablóma og kastar mæðinni. Engan skyldi undra, þó að Heiðu sé of heitt á þessari stund8’ því Dídí frænka hefur klætt hana í hvern kjólinn utan yfir annan, og svo er hún líka i þykku!” sokkum og sterkum, járnslegnum skóm. Þannig komst Dídí frænka undan því að bera 1 hennar Heiðu. — 4 DÍDÍ frænka segir Barbelu frá Fjallafrænda, en svo er afi Heiðu nefndur' JOLABLAÐ ÆSKUNNAR Þeir, sem eiga eflir að greiða ÆSKUNA árið 1965, eru vinsartl lega beðnir að minnast þess, að þelta er síðasla blað, setn serl verður til skuldugra kaupenda. Gjalddagi ÆSKUNNAR ^ 1. apríl síðastliðinn. Jólablaðið er ncesta blað, og verður Pa mjög fjölbreytt að efni, en það fá aðeins skilvisir kaupend^' Munið þvi að senda blaðgjaldið sem allra fyrst. 348

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.