Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 7

Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 7
um sínum, batt stóreflis klút um höf- uðið og flýtti sér síðan út í bílinn. Hún hafði ekki beðið þar lengi, þegar læknirinn kom til gistihússins. Þaðan urðu þeir Níels samferða út í bílinn. Á leiðinni sagði læknirinn honum frá því, að barninu liði vel og væri úr allri hættu. Níels varð eins og gefur að skilja mjög feginn að fá þessar fréttir, en gleymdi þó ekki að segja lækninum frá ókunnu konunni, sem hann hafði boðið að vera með þeim áleiðis til Allerup. Læknirinn kvað sjálfsagt að leyfa konunni að sitja í. Þegar þeir stigu upp í bílinn, bauð læknirinn konunni gott kvöld, en svo hátt lét í óveðrinu, að hún heyrði varla kveðju hans, enda var hún svo dúðuð, að hún gat ekki litið við. Nú var haldið af stað. Töluverðir skaflar voru á veginum á stöku stað, en með gætilegum akstri komst bíllinn klakk- laust yfir jrá og miðaði sæmilega áfram. Það var ómögulegt að tala neitt saman í bílnum vegna óveðurs- ins. Læknirinn sat hugsi aftur í bíln- um, honum var minnisstætt þakklæti og gleði ungu hjónanna, sem heimt höfðu barn sitt úr greipum heljar. Allt í einu stanzaði bíllinn. Læknir- inn leit út. Var nú bíllinn bilaður? Sér til undrunar sá læknirinn, að hann var kominn heim. Hann flýtti sér út úr bílnum og gekk hröðum skrefum yfir götuna. „Verið þið sæl,“ kallaði hann til Níelsar og konunnar. „Níels, keyrðu konuna til gistihúss- ins í Allerup, þar hittir hún ef til vill kunningjafólk sitt.“ Að svo mæltu opnaði hann útidyrnar á húsi sínu. Breið ljósrák skein út á götuna og fagnaðaróp barnanna bárust út: „Pabbi, pabbi!“ En nú virtist konan einnig þurfa að flýta sér. Hún tók af sér sjalið, steig út úr bílnum, þakkaði Níelsi fyrir og kvaðst mundi ganga það sem eftir væri leiðarinnar. Um leið og hún kvaddi Níels, rétti hún honum peningaseðil. Hann undraðist gjaf- mildi ókunnu konunnar, sem hljóp nú við fót áleiðis til Allerup, að Jrví er hann hélt. Á læknisheimilinu var glatt álrjalla. „En hvað Jrað er gott að Jrú komst,“ sögðu börnin hvert í kapp við annað. „Það var líka gott, að ég skyldi fara,“ svaraði pabbi þeirra. „Guð hjálpaði mér til að bjarga lífi litla drengsins, og foreldrar hans njóta nú óskertrar jólagleði. En vont var veðrið, á gisti- húsinu var allt fullt af fólki, senr ekki komst leiðar sinnar. Fátæk kona, sem ætlaði til Allerup, kom með okk- ur þaðan. Vonandi kemst hún heim til sín í kvöld fyrir vikið." „Hér er fátæka konan,“ var þá sagt í stofudyrunum. Börnin litu við. Mamma Jreirra var komin! Kápuna sína og stóra sjalið hafði hún skilið eftir frammi í anddyrinu, og nú stóð hún þarna með opnum örmum. Börn- in hlupu upp um hálsinn á lrenni og læknirinn og Stína fengu sinn hvorn jólakossinn. „En góða kona, hvernig hefur þetta gengið til, og hver gætir nú ömmu?“ spurði læknirinn. „Það gerir Anna systir. Þegar for- stöðukonan á barnaheimilinu heyrði, að amma væri veik, gaf liún Onnu frí alla helgidagana, til þess að hún gæti verið hjá mömmu. Anna kom í morgun, og ég tók mér Jrá far með áætlunarbílnum til að geta komizt sem fyrst heim til ykkar. En veðrið hamlaði Jrví að hann kæmist lengra en til gistihússins. Þar stóð ég alveg ráðalaus, Jrar til ókunnur maður bauð mér að sitja í bíl áleiðis til Allerup. En það sem allra skringilegast var, er Jtað, að við pabbi ykkar skulum liafa setið í sama bíl, án Jress að Jrekkja hvort annað. Nú er ég komin heim, og heima er bezt að vera.“ Bráðlega fóru læknishjónin að skreyta jólatréð og taka í'ram jóla- gjafirnar. Börnin heyrðu sífellt marr í hurðinni á stóra skápnum og biðu með eftirvæntingu eftir því, að á þau yrði kallað. Loks opnaði pabbi þeirra dyrnar, en lokaði Jró hurðinni á eftir sér. „Áður en Jhð fáið að sjá jólatréð, skulurn við rifja upp fyrir okkur, hvers vegna við erum eiginlega að halda upp á jólin," mælti læknirinn. „Jesús fæddist á jólunum," mæltu öll börnin einum rómi. „Já, Jrað er rétt, Jesús kom liingað li! jarðarinnar til Jress að við gætum síðar rneir komizt til hans á himnurn. En til Jress verðum við að vera góð og reyna að líkjast honum sem mest og trúa á hann.“ Nú var sunginn jólasálmurinn „í Betlehem er barn oss fætt“, og loks fengu börnin að sjá jólatréð. Það stóð á miðju gólfi, allt uppljómað. Augna- blik stóðu börnin agndofa af hrifn- ingu, en innan skamms hófst gleð- skapurinn. Var nú gengið í kringum jólatréð og sungið. Svo var jólagjöfunum skipt á milli heimilisfólksins, börnin léku við hvern sinn fingur, Jrar til Jrau voru loks orðin svo Jrreytt, að Jrau voru fegin að komast í rúrnið. Brátt fór einnig fullorðna fólkið að hvíla sig. Úti var allt hljótt og kyrrt. Veðrið hafði smám sarnan lægt, hætt var að snjóa og kornið blæjalogn. Svo langt sem augað eygði lá snjórinn eins og hvít og hrein ábreiða yfir umhverf- inu. Alls staðar var ró og kyrrð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.