Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 19

Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 19
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIII "TXTú í haust gaf Bókaútgáfa Æsk- ^ unnar út aðra bók eftir dönsku skáldkonuna Tove Ditlevsen, og nefn- ist hún „Annalísa í erfiðleikum". Er þessi bók framhald bókarinnar „Anna- lísa 13 ára“, sem forlagið gaf út á síðastliðnu ári og hlaut þá strax niikl- ar vinsældir. Tove Ditlevsen er sú skáldkona dönsk, sem getið heíur sér mestan orðstír á undanförnum áratug. Hún er fædd árið 1918 í Istedgötu í Kaup- mannahöfn og alin þar upp. Sjálf seg- ir hún, að sterk einmanakennd hafi verið ríkjandi hjá sér í bernsku, enda lýsir hún átakanlega einstæðingsskap barna og fullorðinna í bókunr sínum. Reyndar var ekki sárasta fátækt á heimilinu, en atvinnuleysið vofði sí- fellt yfir og öryggisleysið, og telur Tove, að þetta öryggisleysi hafi haft í för með sér ævarandi ótta, sem til dæmis gerir vart við sig, livenær sem á að gefa út nýja bók eftir hana. Á einum stað segist lrenni þannig frá æsku sinni: „Þegar ég var fjórtán ára, fór ég í vist, og upp frá því hef ég staðið á eigin fótum. Ég fór að yrkja kvæði, en fyrirvarð mig satt að segja dálítið fyrir það. Félaga mínum, sem ég sýndi þau, íannst þau „undarleg“, en að öðru leyti bara sæmileg. Og þessi viðurkenning gaf mér svolítinn kjark, þótt hún væri liálfvolg. Smám saman eignaðist ég nýja íélaga og nýja tilveru og varð smám saman full- orðin. Það var reiðarslag fyrir for- eldra mína, þegar ég sagði upp staríi mínu á skrifstofu og hugðist hafa ol- an af fyrir mér með ritstörfum, en mér var ljóst, að ég varð að vera frjáls, eins frjáls og orðið getur, þegar alltaf eru l'járhagsáhyggjur fyrir dyrum.“ Bernskan hefur nrótað Tove svo sterkt, að segja má, að hún fari sjald- an út fyrir „götu bernskunnar", enda ber ein bóka hennar jiað heiti. í þeirri bók hefur hún dregið upp ó- gleymanlega mynd af þessari götu, Tove Ditlevsen, er hún var 13 ára að aldri. sem getur verið samnefnari margra slíkra gatna í Kaupmannahöfn og öðrum stórborgum heims. Hafi menn lesið lýsingar Tove á þessum fátækra- hverfunr, er næstum eins og menn liafi sjálfir lilað bernsku sína ]iar. Hún lýsir götunni á sunnudögum, þegar karlmennirnir koma út með mjólkurbrúsana, í inniskóm og flibba- lausir, staldra við í portum og rabba við nábúana. Stelpurnar í upplituð- um silkikjólum, með borða í liárinu, eru að kaupa gamlar rjómakökur, sem seldar eru lækkuðu verði í brauð- búðunum. Eða þá á kvöldin, þegar allir unglingarnir flýja þröngu íbúð- irnar og öll litlu systkinin og leita á náðir hinna mörgu uppljómuðu kaffi- húsa. Það er hvíslað og pískrað í stiga- göngum, og á götunni heyrist reikult fótatak. í bókunr Tove úir og grúir af þeim ljóslifandi myndum, sem sýna lesendum, hvernig lífið er raunveru- lega í þessu umhverfi. Hennar raun- sæi er ekki fólgið i því að prédika eða benda, þess þarf ekki, því að þau áhrif, sem lýsingarnar skilja eftir, eru auðskilin. En þó að liún sýni, hversu dimmt, þröngt og hættulegt þetta um- hverf'i er, sér hún það samt í ljónra bernskunnar. Þetta er heimili hennar, og jarðvegur hennar er steinstrætið. Þó að hún viti, að slíkt umhverfi er ekki mannsæmandi, þykir lienni samt vænt um það og fólkið þar. Tove kom fyrst fram sem ljóðskáld með bókinni „Meyjarhugur" árið 1939, en hún vakti ekki almenna at- hygli fyrr en tveimur árum síðar, er út kom skáldsagan „Barni var unnið mein“. Alls mun skáldkonan hafa skrifað á milli 10 og 20 bækur, sem flestar hafa lilotið metsölu í heima- landi liennar. Aðeins tvær unglinga- bækur hefur luin skrifað til þessa, og eru það „Annalísa 13 ára“ og „Annalísa í erfiðleikum", og hefur Æskan rétt á útgáíu þeirra hér á landi. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.