Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 21
Grein sú, sem hér birtist, er eftir Agnar
Kofoed-Hansen, flugmálastjóra, og er skrif-
uð á þeim tíma, er hann stundaði fram-
haldsnám í flugi í Danmörku árið 1936.
Þótt greinin sé skrifuð fyrir 30 árum, er
hún enn í fullu gildi og á erindi til allra
drengja, sem áhuga hafa á flugmálum.
Æskan færir höfundi þakkir fyrir að fá
að birta greinina hér í blaðinu og vonast
eftir fleiri slíkum greinum frá hendi höf-
undar.
Agnar Kofoed-Hansen er fæddur 3. ágúst
1915 í Reykjavík. Hann hóf nám við ,,Sö-
værnets Flyveskole" í Danmörku og lauk
þar prófi sem flugliðsforingi í desember
1935. Síðan stundaði hann framhaldsnám
í Danmörku, Noregi og Þýzkalandi og hlaut
alþjóðlegt flugstjórnarskírteini í desember
1937. Hann varð flugmálaráðunautur ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar 1936 og var það til
1945. Lögreglustjóri í Reykjavík varð hann
1. janúar 1940 og gegndi því embætti til
1. ágúst 1947. Flugvallastjóri ríkisins var
hann 1947—1951 og flugmálastjóri frá 1.
janúar 1951 og síðan. Formaður flugráðs
hefur hann verið frá 1947 og fulltrúi ís-
lands á flestum flugmálaráðstefnum, er sótt-
ar hafa verið af íslands hálfu. Stofnandi
Flugmálafélags íslands 1936 og Svifflug-
félags íslands sama ár. Aðalhvatamaður að
stofnun Flugfélags íslands 1937, fyrsti flug-
maður þess og framkvæmdastjóri til 1939.
Agnar Kofoed-Hansen mun vera sá ís-
lendingur, sem hvað mest hefur lagt fram
til að skipuleggja flugmál íslendinga.
X
sætið er opið, í því situr kennarinn, sem til að byrja
með kennir og leiðréttir og síðan situr í til þess að grípa
inn í e£ hætta er á ferðum. Af'tara sætið er lokað með
dökku tjaldi, sem spennt er yfir sætisopið, þannig að
nemandanum er ómögulegt að sjá út fyrir vélina. Nem-
andinn hefur því ekki annað til að rétta sig eftir en hin
ýmsu blindflug-, loftsiglinga- og hreyfil-áhöld. Nemandi
°g kennari hafa fullkomlega eins útbúnað, bæði hvað
snertir stýrisútbúnað og ílugáhöld, þannig að kennarinn
getur fylgzt með nemandanum í öllu og einu.
Byrjað er á að skýra nemandanum frá starfi áhaldanna
og frá þeim öflum, sem áhöldin eru undirorpin.
Að lokinni kennslu á jörðinni er nemandinn tekinn
npp í loftið, og hann situr nú innilokaður undir tjald-
inu og á nú að fljúga eftir áhöldunum. Fyrst er nem-
andinn látinn gæta hliðarstýrisins og þar til heyrandi
beygjumæli, það er mælir sem sýnir hinar minnstu hreyf-
ingar til hliðanna. Þar næst fær hann hæðarstýrið með
tilheyrandi langskipshallamæli og að lokum hallastýrið
nieð þar til heyrandi þverskipshallamæli.
Þetta eru þrjú aðal-áhöldin og þeirra á nemandinn að
gæta samtímis, þess utan hraðamælir, hæðarmælir, hreyf-
ilsnúningsmælir og fleiri áhöld. í í'yrstu þjóta vísarnir
alla vegu og nemandinn hel'ur enga stjórn á vélinni og
honum dettur ósjálfrátt í hug að þetta læri hann aldrei
:
og á þeirri skoðun getur hann verið lengi, en þolinmæði
þrautir vinnur allar.
Fyrsti tíminn er erfiður, nemandinn er tekinn upp í
alls konar veðri, þó mest í órólegu veðri, vélin kastast
til og frá, veltur eða steypist niður með feikihraða og
nemandinn á í harðri baráttu til þess að halda vélinni
í réttu horfi, en oftast er það til einskis og þegar nem-
andinn er orðinn uppgefinn, er lent aftur og nemandinn
er reynslunni ríkari. Venjulega er flogið í 20 mínútur.
Oft er erfitt fyrir nemandann að venjast hinum ýmsu
tilfinningum, sem gera vart við sig, t. d. finnst honum
oft sem vélin hallist eða beygi, þótt áhöldin sýni rétt flug,
og það tekur tíma fyrir nemandann að trúa áhöldunum
betur en sjálfum sér, en það á hann að gera, og það
heiur hann lært.
Að lokum fer nemandinn að hefja sig til flugs frá
vellinum án hjálpar kennara og eftir 8—9 tíma kennslu
er nemandinn að mestu leyti búinn að fá fullt vald yfir
vélinni.
í lok hverrar blindflugæfingar á nemandinn að setja
vélina í „spinn", spinna ca. 500 metra og rétta vélina við
aftur, allt eftir áhöldum. Rétt áður en nemandinn á að
lenda er tjaldið spennt frá og nemandinn lendir á venju-
legan hátt. Ennþá er ekki hægt að blindl'luglenda nema
á stærri farþegaflugstöðvum, þar sem öll hugsanleg hjálp-
artæki eru fyrir hendi.
429