Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 26

Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 26
TJTrói höttur varð bæði hryggur og reiður, er hann varð þess vís, að Vilhjálmur skarlat hafði verið tek-v inn htindum og fluttur burt. Hann stefndi öllum mönn- um sinum saman og lét þá sverja, að þeir skyldu frelsa fóstbróður sinn eða falla að öðrum kosti. Vilhjálmur ofurhugi var fyrst sendur af stað til að komast eftir, hvert nafni hans hafði verið fluttur. Hann fór því í flýti til Nottingham. Þar varð hann þess skjótt var, að fréttin um hinn mannskæða bardaga og hrakfarir bæjarfógetans hafði meðal annars komizt á kreik meðal fólks í borginni. Af því fékk hann að vita, að ræninginn sæti i fangelsi og ætti að hengjast næsta morgun í dögun. Vilhjálmur skundaði nú aftur til Hróa hattar með þessi tíðindi. Foringinn kallaði menn sína saman, og unnu þeir aftur eið að því, að þeir skyldu koma Vilhjálmi skarlat aftur til Barnesdalsins eða hefna grimmilega dauða hans. Snemma morguns daginn eftir var Vilhjálmur dreginn úr dýflissunni, fjötraður á höndum og fótum, og fluttur til gálgans, er stóð á sléttum völlum fyrir utan borgar- hliðið. Vörðum var skipað þétt umhverfis. Vilhjálmur renndi augunum allt í kring og litaðist um, hvort hvergi væri hjálpar von, en sá engin tnerki þess, að félagar hans væru í nánd. Því næst sneri hann sér að fógetanum, sem sjálfur ætlaði að vera viðstaddur líflát skógarmannsins. Vilhjálmur ávarpaði hann og mælti: „Ég bið þig veita mér eina bón. Aldrei hefur neinn af mönnum Hróa hattar þofað þjófsdauða, lát mig ekki verða hinn fyrsta. Sel mér í hendur sverð mitt, og skjótið svo á mig allir í senn, þá dey ég sem manni sæmir.“ „Ég hef heitið því að hengja þig á hæsta gálga í Nott- ingham,“ svaraði fógetinn, „og jafnskjótt og ég fæ hand- samað hinn harðsvíraða níðing, hann Hróa, skal hann fá að hanga við hliðina á þér.“ j „Þrælmennið þitt!“ æpti Vilhjálmur skarlat í bræðt, “^„það veit hin heilaga mær, að ef þú, vesalmennið, nokkru sinni hittir hetjuna Hróa hött, mun hann maklega gjalda þér verk það, er þú fremur nú. Hann brýzt gegn þér og fyrirlítur þig og allt Jútt hyski, sem ekki megnar fremur að handtaka öðlinginn hann Hróa hött en Hinrik konung sjálfan," og skógarmaðurinn hló hátt og hæðnis- lega framan í fógetann. Eftir boði fógetans tók böðullinn í handlegg Vilhjálms og leiddi hann að gálganum. En rétt í Jrví er hann ætlaði að bregða snörunni um háls honum, spratt allt í einu maður einn hár vexti fram úr runna einum Jtar í nánd og hjó böðulinn banahögg. „Ég er kominn hingað til að kveðja Jng, Vilhjálmur, fyrir andlát þitt,“ mælti komumaður, „og þú, fógeti góð- ur, J)ú verður að hlífa honum fyrir mig ofurlitla stund.‘ „Svo sannarlega sem ég lifi,“ æpti fógetinn til manna sinna, „Jrá er bófinn sá arna ræningi og einn af mönnura Hróa hattar, — takið hann — fimmtíu pund í boði — dauðan eða lifandi!" En í sömu svipan skar Litli Jón — Jtví að Jrað var hann — fjötrana af félaga sínurn, þreif sverð af einum borgarmanna, fékk Vilhjálmi og mælti: „Nú er að berjast, Vilbjálmur! Verðu þig, bróðir — hjálpin er í nánd. Til frelsis — til frelsis!" Sneru Jieir svo bökum sarnan og vörðust hraustlega mönnum fógetans. „Til írelsis — til frelsis!" heyrðust ótal raddir kalla i skóginum þar í kring, og Hrói höttur geystist fram með menn sína. Örvadrífan stóð af bogunt Jieirra á borgar- menn, og fleiri en ein ör þaut í gegnum klæði fógetans. „Burt, burt!“ æpti hann og flýði til borgarinnar. „Það er Hrói höttur sjálfur!" og fór nú sem hraðast, Jtví að hann J)óttist vita, að skógarforinginn mundi öðrum frenr- ur velja hann að skotspæni. Menn hans létu ekki á sér ^f-r&lóun ^^OiLUjáLmó óh&rlató 434
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.