Alþýðublaðið - 05.04.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.04.1923, Blaðsíða 1
Góður félagi er ná fállinn í valinn — í orðsins bezta skiln- ingi góður og efnilegur drengur, aðalsmaður. JÞair eru margir, sem hárma Jónas heitinn Steinsson, er lézt í gær eftir margra mánáða dauða- stríð. Ég hatði að eins þekt hann persónulega nokkra mán- uði áður en hann lagðist bana- leguna, en af afspurn Iengt áð- ur. Hann varð að eins rúmlega tvítugur, 'en skjöldur hans var fágaður og hreinn, er hann lézt. Þótt kunningsskapur okkar yrði svo stuttur, þótti mér vænt um Jónas, því hjá honum fann ég margt gott og heilbrigt, — meira en hjá flestum ungum mönnum sem ég hefi kynst. Ærlegur og ábyggilegur drengur, fámáll, en fylginn sér. Hann var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og í alla staði hinn gervilegasti, afburðamaður að afli. Snemma á síðastliðnu hausti lagðist hann í lífhimnubólgu. Lá hann fyrst heima mjög þungt haldinn. Síðan var hann fluttur á Landákotsspítala. Um tíma hrestist hann, og var von um, að hann myndi verða albata, en nú hefir sú von að engu orðið. Það er hart að sjá á bak góðum drengjum. Jónas var í hóp hinna beztu. Hann var meðlimur í Iðn- nemafélaginu, í stjórn þess og meðlimur Jafnaðarmannafélags- ins. Ég minnist sérstaklega skemti- farar þess félags til Vífilsstaða síðastliðið sumar. Á heimleiðinni vorum við í fararbroddi, Jónas heitinn og ég, og bárum tvo rauða fána. Mátti þá segja, að. sópaði að honum, Jónasi vini mínum, er hann bar hátt fána alþýðunnar. Foreldrar hans eru þau Steinn Jónsson sjómaður og kona hans Þorbjörg Þorbjarnardóttir, en systkini Ingibjörg (kona Ingólfs Jónssonar) og Steinþór. Hefir mér þótt mest allra eiginleiká bera á drengskap hjá þeim syst- kinum. Eitt mega ástvinir Jónasar heitins vita og gleðjast af, að vinir hans munu ávalt hata í hávegum minningu hans. Þökk fyrir vináttu mér sýnda, Jónas Steinsson! 31. marz. Rendrilc J? S. Ottósson. Eríenð sínskejtL Khöfn, 2. apríl. Bannið í Tyrklandi. Frá Mikiagarði er símað: Fullnaðaráfengisbannið er gengið í gildi frá í dag. Refsiákvæði laganna eru mjög harðvítug. Þannig er hegnt fyrir drykkju- skap með 30 stafshöggum. Krupps-siniðjiiraar hertcknar. Frá Berlín er sínmð: Allar verksmiðjur Kiupps voru her- teknar í gær af miklu liði frönsku. Verkamennirnir hafa lýst yfir 24 tíma mótmæiaverkfalli. Pantið Evenhatarann í síma 200 eða 1269. UrWllfOSS fór frá Kaupmannahöfn í gær- kveldi, 4. ápríl, Lagarfoss er í Kaupmannahöfn, fer þaðan 10. apríl austur og norður um land til Reykjavíkur. Goðafoss fer héðan í fyrra málið kl. 10 vestur og norður um land til útlanda. Esja fer væntanlega frá Kaupmanna- höfn 13. apríl til Reykjavíkur, byrjar ferðir sínar 24. aprílvestur og norður kringum land. ? illemoes fer héðan að forfallalausu 25. apríl til Hull og Leith (í staðicn fyrir Lagarfoss 11. ferð) og tekur fi3k til útflutnings til þessara staða, eins og líka til seDdingar áfrám > til Miðjarðar- hafsins. Gefid út f&f Alþýdnfiokkanm 1923 Fimtudaginn 5. apríl. 75. tölubláð. Jónas Steinsson. Spanskar nætur verða leiknar vegna fjölda margra áskorana á fiistu- dagiim 6. þ. m. kl. 8 stundvfslega. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó fimtudag og föstudag kl. 10— 1 og eftir 3 báða dagana. ímsar breytin'garl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.