Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 35

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 35
Þetta eru óskiljanleg og skrít- in tákn í okkar augum, en börnin í Sýrlandi skilja þetta ábyggilega, því að á þessuni táknum læra þau að lesa. Stafrófskverið lo Liule Blaek Pig. ‘ Oli, Kangaroo, YOU can hop!” Ein síða úr barnalesbók frá Astralíu. I>ar er heimaland kengúrunnar, og það dýr sést °ft í skólahókum barnanna. 1. Bristol Blenheim. — Blenheim-sprengju- flugvélin var framleidd í ýmsum útgáfum og mikið notuð af Brezka flughernum i byrjun slríðsins 1939—1945. Blenheim, sem kom fram 1936, var miðvængja úr málmi. Hreyflarnir voru tveir 900 ha. Bristol Mercury XVT. Áhöfnin var 3 menn. Blen- lieim var vel vopnuð, hafði m. a. skotturn, og undir nefinu voru tvær vélbyssur, sem sneru aftur. Fulllilaðin vó flugvélin 6.130 kg og mesti hraði var 425 km/t. 2. Avro Lancaster. — Lancaster-sprengju- flugvélin var afarmikið notuð af Bret- um í 2. heimsstyrjöldinni. Hún var mið- vængja. Hreyflarnir voru fjórir 1280 lia. Bolls-Royce Merlin XX (eða 1600 ha. Bristol Hercules). Lancaster var vopnuð 10 vélbyssum og hafði skotturna, tvo á miðjum skrokk, einn í nefi og einn i stéli. Hún gat flutt allt að 10 tonn af sprengj- uin. Fulllilaðin vó liún 28.600 kg, mesti hraði var 440 km/t. og flugdrægi var um 4.800 lcm. 3. Boeing B-17. — í stríðinu 1939—45 gekk sprengjuflugvélin B-17 venjulega undir nafninu „fijúgandi virki“. Nafnið lilaut liún vegna þess, hve óvenju vel vopnuð hún var, en hún hafði 13 vélbyssur. Skot- turnar voru margir, sumir fjarstýrðir, og byssur sem sagt i öllum hliðum. Sprengju- farmurinn var yfirleitt um 2.800 kg en gal verið allt að 7.000 kg. Mótorar voru fjórir, áhöfnin 6—10 menn, og flugliraðinn var 480 km/t. 4. De Havilland Mosquito. — De Havilland Mosquito var liklega fjölliæfasta flugvél Brezka flugliersins i 2. heimsstyrjöldinni. Fyrstu Moskítóurnar voru afhentar flug- liernum í júli 1941. Mosquilo var mið- vængja smíðuö úr tré og klædd krossviði. Hún liafði tvo 1280 ha. hreyfla. Úthúnað- ur og innrétting fór alveg eftir þvi til livers nota átti flugvélina. Hún var notuð sem orustuflugvél, sprengjuflugvél, þetta livort tveggja samtimis, og svo var húii lika notiið til könnunarflugs og gegn kaf- hátum. Áhöfnin var 2 menn. 5. Junkers Ju 87. •— í upphafi stríðsins 1939—45 notaði Þýzki flugherinn sérstak- lega byggða steypiflugvél. Þetta var Junli- ers Ju 87, tveggja sæta lágvængja með einn 1300 lia. Junkers Jumo 211, 12-strolrka, vökvakældan mótor. Hún var vopnuð 4 vélbyssum, en einnig bar hún 500 kg sprengjufarm. Fullhlaðin vó Ju 87 4.255 kg, flughraðinn var 280 km/t, og flug- drægið var 590—1400 km. Sprengjan undir húknum var látin siga nokkuð niður, áð- ur en henni var sleppt, svo að hún lenti ekki i skrúfunni. 247

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.