Alþýðublaðið - 06.04.1923, Page 2

Alþýðublaðið - 06.04.1923, Page 2
2 A L E> Y Ð U B LA ÐIÐ Smásölu v e r ö á I ó b a k i * má ekki rera hærra ea Ixér segir: Reybtóbak: Gaprick Míxture x/4 lbs. dós á kr. 4,60 Waverley 99 V* - - > — 3-45 Glasgow 99 V* — — * “ 345 do. 99 Vs — — > — i,8o Capstan v* — — > ~ 3.30 do. 99 Vs — - > — 1.75 do. Navy Cut — V* — - » — 3.6o , Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutnings- kostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, þó ekki yflr 2%. Laridsverzlun. Ágóðinn. Ailra virðingar verðir eru þeir, bannmennirnir á Alþingi. Þeir hafa afnumið bannlögin, en þeir fóru svo undur-gætiíega að því, að fáa hneykslaði það afnám, Þjóðinni var ánt um lögin, og hefði líklega tekið sér nærri, ef þau hefðu horfið skyndiiega. En þingmennirnir létu sig ekki henda þaun ósómá. Þeir létu bannlögin fá hægt andlát og rólegt, Og að því loknu tilkyntu þeir þjóðinni það, — ekki hranalega, — held- ur vægilega, eins og prestur til- kynnir góðri móður lát ástfólg- ins sonar. Svo er í ráði að reisa bann- lögunum veglegan minnisvarða. Það á að verja ágóðanum af drykkjuskí>p komandi ára til að útbreiða bindindi. Þeir eru trygg- lyndir, bannmennirnir á Alþingi. Fastheldnin við hugsjónina nær út yfir gröf og dauða. Nærgætnin er óþrjótandí. Þjóðin harmar missi bannlag- anna. Nú verður henni bættur skaðinn. Fátækur maður kemur heim að áliðnu kvöldi. Hanu.var að sækja vinnulaunin sin. Konan vonast eftir að fá nokkrar krón- ur milli handa, og krakkarnir hlakka til að fá brauðbita. En maðurinn er drukkinn. Hann hefir drnkkið upp kaupið sitt, — lemur konuna og krakkana og veltur svo út af. Konan verður að afklæða hann og koma honum í rúmið, og krakk- arni.r fá ekkert brauð. En skað- inn er að fullu I^ættur; — ágóð- inn gengur til bindindisstarfsemi. Afdurhnignir foreldrar bíða sonar síns heim af sjónum. Hann er góður sonur og þeirra stob og stytta í ellinni. Þau bíða og bíða, en sonurinn kemur ekki. Daginn eftir fréttist, áð hann hefði druknað ölvaður. Þökk og heiður sé þingmönn- unum fyrir þeirra góða vilja í garð bindindisins, en nú er það nauðsynlegt, að menn viti, hve gott verk þeir gera með því að drekka. Það er góður siður að auglýsa, að ágóðanum skuli verja vel. Því meira verður drukkið og því uieiri ágóðinn — til bind- indisstarfsemi. Ætti því að skrá með gullnu letri á allar vínflösk- ur ríkisins: „Styrkið gott málefni! Ágóðinn rennúr til bindindisstarf- semi eftir tillögum bannmanna á Alþingi.< Hún er þjóðráð, þessi tillaga um ágóðann. Svona mætti taká einn löstinn af öðrum og verja ágóðanum til að bæta nokkurn hluta þeirra, sem löstinn stundá. Væri líklega réttast að taka lauslætið næst. í húsnæðisvandræðunum mætti bjaigast við Alþingishúsið — utan þingtímans. En þá þyrfti að aug- lýsa vel, og gæti siðferðið í landinu eflaust batnað, þegar faiið verður að auglýsa: Pútna- verzlun ríJcisins. Ágóðinn gengur ,til útbreiðslii góðs siðferðis. Styrkið gott málefni! Þingmenn ættu að taka þetta tii athugunar ásamt tiilögunum um arðinn af vínveizluninni. Vitar. • Gerðardómar í kaupgjaídsþrætum. Bjarni frá Vogi er látinn flytja frumvarp I þinginu um gerðar- dóm í kaupgjaidsþrætum, sem auðsjáanlegt er að kornið er frá Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 988. Auglýsingum só skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir úfkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskiiftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Ústölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. atvinnurekendum hér í Reykja- vík. Þó á það að koma þannig út, að það komi frá eigin brjósti Bjarna, til þess að vilía okkur vérkamönnum sýn. Eru þá þeirra menn á þingi vitanlega tilbúnir að styðja ósómann, eins og vant er, þegar eitthvert mál pr á dagskrá, sem snertir okkur verkamenn. En það má Bjarni vita, að við verkamenn sjáum vel, að þarna er Bjarni ekki að vinna fyrir sitt kjÖrdæmi, því að lítið myndi þurfa að nota í Dalasýslu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.