Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Síða 49

Æskan - 01.11.1968, Síða 49
NJETURGM.UR heilogs morteins Þetta er drengjakórinn „Les Rossignolets de Saint-Martin“, eða Hinir litlu næturgalar heilags Marteins, frá Roubaix. Það er franskur iðnaðarbær með um 111.000 íbúa, skammt frá belgísku landamærunum. Kór- inn var stofnaður árið 1952 af ábótanum Paul Assemaine. Stjórnandi Litlu nætur- galanna nú er J. M. Braure ábóti og hefur verið tvö undanfarin ár og kennari hans og leiðbeinandi. í kórnum eru 35 drengir og ungir menn á aldrinum 9 til 21 árs en að jafnaði eru yngstu drengirnir ekki með á ferðalögum kórsins. Litlu næturgalarnir syngja jöfnum höndum sígilda franska söngva, þjóðlög frá ýmsum löndum, pólífón- ískar mótettur, negrasálma og verk gömlu meistaranna, eins og Bachs, Scarlattis, Ra- meaus, Mozarts og Palestrina. Einnig verk eftir tónskáld, sem standa nær okkar tíma, eins og Grieg og Ravel. Auk þess sem Litlu næturgalarnir hafa sungið um gjörvallt Frakkland, hefur kór- inn farið mjög víða um Evrópu, meðal ann- ars sungið á Norðurlöndum, í Belgíu, Hol- Spurningar: 1. Hvað hétu foreldrar tvíburanna? 2. Hverju svaraði Jakob, er faðir hans spurði: „Ert þú þá Esaú, sonur minn?“ landi, Austur- og Vestur-Þýzkalandi, Aust- urríki, Sviss, Luxembourg, Portúgal, Eng- landi, Skotlandi, Júgóslavíu, á ítallu og Spáni. Þá hefur kórinn farið vestur um haf og sungið í Kanada, þar ferðuðust þeir um í einn mánuð og er það lengsta utan- ferð kórsins. Kórinn hefur heimsótt meira en 100 erlendar borgir, þar á meðal allar helztu borgir og höfuðborgir Evrópu. Víða hafa borgarstjórnir haft fyrir þá opinberar móttökur og sýnt þeim ýmsan sóma, enda hafa litlu söngmennirnir hvarvetna sungið sig inn i hjörtu áheyrenda með sínum óm- þýðu röddum og einlægni. Á jólum 1961 voru þeir kjörnir til þess að koma fram í Frakklands nafni á Alþjóð- legri sönghátíð þjóðanna í Róm, borginni eilífu. Hljómplötufyrirtækið þekkta RCA lét gera hljómplötu frá þessari hátíð, þar sem Litlu næturgalarnir komu fram ásamt öðr- um beztu söngsveitum Evrópu. Eftir þessa sönghátíð buðu ítölsk stjórnarvöld Litlu næturgölunum formlega að taka þátt I hinni Alþjóðlegu helgihátíð I Loretto bæði 3. Hver var þáttur móðurinnar í svikunum? (Geymið svörin svo vel og sendið þnu öll i einu). 1962 og 1963. Þar komu þeir enn fram sem fulltrúar lands síns og sungu ásamt nafn- kunnum kórum, svo sem kór Sixtínsku-kap- ellunnar, Múnchen-kórnum og drengjakórn- um fræga Les Petits Chanteurs á la Croix de Bois. Litlu næturgalarnir hafa sungið í útvarp I mörgum löndum og sungið inn á átta hljómplötur. Kórinn hefur hlotið frábæra dóma fyrir söng sinn og grípum við niður I nokkra þeirra: La Vita Casalese: „Enginn gæti gerzt svo djarfur að halda því fram, að Næturgalar heilags Marteins hafi ekki efnt loforðin og staðfest lofgjörðirnar, sem hafa birzt um þá I dagblöðum hálfrar Evrópu. Það gerðist kraftaverk á tónleikunum. Kraftaverk, þann- ig að áheyrendur sátu og hlýddu agndofa I hinni fögru kirkju Casale, sem var troð- full. í hverju laginu á fætur öðru náði túlk- un kórsins ótrúlegri fullkomnun I stílnum.“ Venezia: „Núna þekkja Feneyjar þá líka, áheyrendur hlýddu á þá I upphafinni þögn (það segir talsvert í svo íónelskri borg) og voru innilega þakklátir hinum litlu, snjöllu „artisti di Dio“, listamönnum Guðs.“ Rems-Zeitung: „Söngskrá hinna frönsku næturgala — og þeir eiga það nafn skil- ið — bauð hið fjölbreytilegast úrval fyrst og fremst úr sígildri kirkjutónlist." Göppinger-Zeitung: „Söngur frönsku Næturgalanna var stórviðburður í tónlistar- lífinu." Action í Québec segir, að áheyrendur hafi tekið drengjakórnum frábærlega vel: „Hreinleiki raddanna samstilling kórsins og raddfimi, sem var oft með mestu ólíkindum, þetta voru helztu kostir í túlkun hinna ungu söngvara frá Roubaix. I söng þeirra var bæði örlæti og einfaldleiki ......“ Fyns Stifts tidende: „Tónleikarnir, sem stóðu í tæpa tvo tima, náðu fullkomnun, einkum voru hinir fögru einsöngsþættir hrífandi, þar nutu hinar björtu, hreinu drengjaraddir sín til fulls." Litlu næturgalarnir munu nú um jólin heimsækja island í annað sinn og halda hér nokkrar söngskemmtanir. 477
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.