Æskan

Årgang

Æskan - 02.02.1967, Side 1

Æskan - 02.02.1967, Side 1
Sérstök kostakjör ÆSKAN hefur, vegna eindreginna til- mæla lesenda sinna, ákveðið að gefa áskrifendum sínum kost á að kaupa all- ar útgáfubækur Æskunnar með sérstök- um kostakjörum. Alls mun Æskan hafa gefið út til þessa yfir 140 bækur, en því miður getum við ekki í þetta sinn boðið fleiri en 33 bækur, því aðrar eru upp- seldar. Hverjum áskrifanda er heimilt að kaupa eins margar bækur og hann ósk- ar, og strax og pöntun hefur borizt verð- ur hún afgreidd og send í póstkröfu, ef borgun hefur ekki komið með pöntun- inni. Með þessum kostakjörum til áskrif- enda Æskunnar, getur nú hvert barna- heimili landsins komið sér upp sínu eig- in safni barna- og unglingabóka, en það er mikilsvert, að börn og unglingar fái að njóta samfélags við þær úrvalsbækur, sem Æskan hefur upp á að bjóða — en Æskan gefur ekki út annað en úrvals- bækur. Hvert slíkt barna- og unglinga- bókasafn á barnaheimilum landsins get- ur orðið mikilvægur þáttur í uppeldi þjóðarinnar. Hér á eftir birtist skrá yfir allar þær bækur, eldri og yngri, sem áskrifendur Æskunnar eiga kost á að panta við miklu lægra verði en öllum almenningi býðst nú í dag. Þeir, sem búsettir eru í Reykjavík eða nágrenni, og vilja notfæra sér þessi góðu kostakjör, geta snúið sér til skrifstofu Æskunnar, Lækjargötu 10, sími 17336. Annars staðar í þessu aukablaði er handhægur pöntunarseðill fyrir þá, sem hafa hug á að notfæra sér þessa ein- stæðu þjónustu. ÆSKAN GEFUR EKKI ÚT ANNAÐ EN ÚRVALSBÆKUR 1

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.