Æskan

Årgang

Æskan - 02.02.1967, Side 2

Æskan - 02.02.1967, Side 2
Vormenn íslands Sagan „Vormenn íslands" eftir Óskar Aíialstein er fyrst og fremst saga þriggja 12—13 ára drengja í kauptúni við sjó, og gerist liún á tveimur vetrum og sumrinu milli jíeirra. í jjessum drengjum, Braga í Skúrnum, Páli garp og Þórði Pálmasyni, er mikill töggur, og þeir taka sér margt fyrir hendur, bæði til gagns og skemmt- unar. Bragi segir söguna og lýsir viðburð- um mjög skilmerkilega og hressilega, enda er hann efni i rithöfund. Ýmsir fieiri koma við sögu, t. d. Þorlákur kaupmaður og Dóra dóttir hans, Lási smiður og Jói langi fóstursonur hans, séra Jóhannes skóla- stjóri, Heiga systir Páls garps, Sigga vinnukona, Arni bróðir Braga og foreldrar jjeirra bræðra, svo nokkrar iielztu pcrsón- urnar séu nefndar. í lausasölu kr. 32.25. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 21.00. Dagur frækni Þessi vinsæla saga er eftir hinn jjekkta norska barnabókahöfund, Bernhard Stokke. Sagan gerist í Noregi á brons- aldartímanum. Langt uppi í landi býr Dagur ásamt foreldrum sínum og bróður. Faðir lians heldur til sjávar í saltleit, en er tekinn til fanga ásamt öðru fólki og fluttur suður á bóginn, j)ar sem j)rældóm- ur bíður allra fanganna. Dagur leggur af stað til að leita, bittir unga vini, sem líkt cr ástatt fyrir, og siðan er farið allt að l)ví dagfari og náttfari. Frá öllu ])essu er sagt með fjöri og hraða. Það verður sannarlega aldrei blé á ævintýrunum, sem söguhetjurnar lenda í. Þetta er tilvalin bók lianda 10—14 ára unglingum. í lausasölu kr. 26.90. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 16.00. Föndurbækur ÆSKUNNAR Pappamunir I. — Pappír I. Með útgáfu l>essa bókaflokks hyggst Bókaútgáfa Æsk- unnar leggja inn á l>á braut að koma upp safni bæklinga um hin ýmsu tóinstunda- störf, sem liandhægir gætu orðið hverjum þeim, sem áhuga hefur á föndri. Tvær föndurbækur eru nú þegar komnar lit, Pappamunir I og Pappír I. Ætiunin er að lialda útgáfunni áfram árlega, svo lengi sem eitthvert föndur er óafgreitt. Þetta verður hókaflokkur, sem mun eiga eftir að verða mjög vinsæll. Sigurður H. Þor- steinsson iiefur séð um útgáfu þessara fyrstu licfta. I lausasölu hvor bók fyrir sig kr. 58.00. Til áskrifenda ÆSKUNNAR hvor bók kr. 40.00. 2

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.