Æskan

Árgangur

Æskan - 02.02.1967, Síða 3

Æskan - 02.02.1967, Síða 3
°ftir Cliarles Dickens er sígill listavcrk heimsbókmenntanna. Þýðingu gerði Hann- °s J. Magnússon, skólastjóri. Árið 1043 kom l'essi saga fyrst út hjá Æskunni, en seldist UPP á skömmum tíma. Þetta sigilda verlt, sem er 367 blaðsíður að stœrð, er með 42 ■tiyndum. Bók jiessi er kærkomin tækifær- isgjöf handa unglingum á öllum aldri. f lausasölu kr. 161.25. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 107.00. j DAVÍD I COPPKRFIELD Öavíð Copperfield I5etta sígilda listaverk heimsbókmennt- oiina er nú komið út í iieild hjá Æskunni. Höfundur sögunnar Davíð Copperfield, enska skáldið Charles Dickens, fæddist i Hortsmouth 7. febrúar 1812. Foreldrar |lans fluttusl til Lundúna, er hann var •> bernskuskeiði. Efnabagur þeirra varð Slðar mjög bágur, og kynntist Dickens ]>ví nnlílu fátæktarbasli á æskuárum sínum. 'n hann kynntist einnig merkilegum bók- nienntum, því að faðir hans átti dálítið s‘dn úrvalsbóka, og í ]>eim las Dickens oft, Pegar jafnaldrar hans voru að leikum. Hegar Dickens komst til fullorðinsára, Serðist hann blaðamaður, en tók jafn- famt nð rita skáldsögur, er brátt vöktu ndæma athygli og vinsældir um gervallt ■etland og síðar víða um lönd. Hafa skáldsögur bans verið þýddar á um 70 tungumál. Dickens var skáld af guðs náð. Skyggni hans á mannlegt ]íf var frábært, enda eru lýsingar hans bráðlifandi. lfann var meinfyndinn og bitur í senn, enda auðnaðist honum að skapa sögulietjur, sem seint munu gleymast. Dickens and- aðist 9. júní 1870. Var lík bans, samkvæmt ósk ensku þjóðarinnar, flutt til West- minster Abbey í Lundúnum, þar sem jarðneskar leifar ýmissa frægustu sona Bretlands hvíla. Sagan Davíð Copperfield er talin vera ævisaga Dickens sjálfs, ldædd i skáldleg- an búning. Margt í henni styðst við raun- verulega atburði úr lífi skáldsins, og fyr- irmndir ýmissa söguheljanna eru vel kunnar. Sagan er að vissu leyti mcrkilegri fyrir bragðið. Þar er lýst örðugri lífsbar- áttu ungs manns, og er sagan víða áhrifa- mikil og vel til þess fallin að vekja við- bjóð á liarðýðgi og ruddaskap, en jafn- framt trú á sigur hins góða. Þýðingu bók- arinnar gerði Sigurður Skúlason. Bókin er 325 blaðsíður að stærð og prýdd mörg- um myndum. f iausasölu kr. 161.25. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 107.00. Móðir og barn í tilefni af 65 ára afmæli barnablaðsins Æskunnar árið 1964 gaf blaðið út sina fyrstu hvitu bók, sem var eitt af verkum indverska spekingsins Tagore. Tagore er eina Nóbelsverðlaunaskáld Austurlanda og lilotnaðist sá mikli lieiður árið 1913. Bók þessi, sem er 91 blaðsíða að stærð og gefin út í sérstakri hátiðarútgáfu, er þýdd af Gunnari Dal, rithöfundi. Þessi bók er ein af perlum heimsbókmenntanna. Ta- gore fæddist árið 1861 og lézt 1941. Eftir liann lágu um 100 verk. Bókin Móðir og barn skiptist i eftirtalda kafla: Húsið, Á ströndinni, Hvaðan komstu?, Litla barn- ið, Hátiðasýning, Svalan, Uppliafið, Ver- öld barnsins, Hvers vegna?, Rógur, Dóm- arinn, Barnagull, Stjörnufræðingurinn, Ský og öldur, Champa-blómið, Álfheim- ar, Land útlagans, Regn, Bréfabátar, Sæ- farinn, Handan fljótsins, Blómaskólinn, Iíaupmaðurinn, Samúð, Iíöllun, Stóri bróð- ir, Litli stóri maðurinn, Klukkan tólf, Rithöfundarlíf, Svikull póstur, Hetjan, Endalokin, Minning, Fyrstu jasminurnar, Banyan-tréð, Blessun, Gjöfin, Ljóð mitt, Englabarnið, Síðustu kaupin. í lausasölu kr. 172.00. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 118.00.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.