Alþýðublaðið - 06.04.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.04.1923, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ öllu virðist skamroota aftur, og ekkert þyki'r gott uema það, sem óbreytt er síðan fyrir árið 1914. Dýraverndarinn, 9. árg., 1. og 2. blað. — >Dýraverndarinn< er gott blað og verðskuldar hylli manna, því að hann hefir tekið að sér gott máleíni, að halda uppi vörn fyrir vesalings skepn- urnar, sem oftlega hafa orðið lyrir hörðum búsifjum af hendi skilningslausra manna, sem tekið hafa að sér yfirráð yfir þeim. í þessum blöðum eru margar góðar greinar. Meðal annars er þar deilt alvarlega á ríkisstjórn- ina fyrir undanþágu, er hún hefir veitt, frá lögum um útflutning hrossa. Hata þingmenn vonandi lesið þær greinar, en ef svo er ekki, ættu þeir þó að gera það áður en þeir afgreiða til fulls breytingu þá á þessum lögum, er nú liggur fyrir þinginu. Verzlunartíðindi, 6. ár., nr. 1.— 2. — í þessu heíti er auk annars grein um >prentaraverk- fallið<, sém þar er kallað, þótt rangt sé, því að miklu fremur var um verkbann að ræða, en greinarhöfund . munar. sýnilega ekki um það, því að greinin er í tám orðum sagt ekkert annað en vitleysa, skrifuð af illmann- legu hæglæti þó. Sem dæmi má nefna, að hann kallar átta-tíma- vinnu'a >þriðjungsvinnu<; eftir því ætti full vinna að vera 24- stunda-vinna. Gera má ráð fyrir, að hinir >iðjusömu og duglegu< kaupmenn og atvinnurekendur, sem að ritinu standa, vinni þessa fullu vinnu, því að annars myndi greinarhöfundur varla haldaþessu fram, og er þá ekki að undra, þótt ekki sé sem bezt lag á starfsemi þeirra, en skiljanlegra, hvað þeim er gjarnt að >fara á haustnu<, því að mannatetrin hljóta að vera nær dauða en lífi af svefnleysi. Dansk-Islandsk Kirkesag, — Sm^rit þetta er miklu skemti- legra en ætla mætti eftir nafninu. Þar er meðal annars sagt frá því, að kónginum hafi verið færð kirkjusaga dr. Jóns Helga- sonar hin dánska að gjöf. Má nærri geta, að þeirri gjöf hafi verið vel fagnað! Aigiýftsjibrayðgerðin framleiðir að allra dómi beztu b2»auðin í bænum. Notar ab eins bezta mjöl og hveiti fra þektum erlendum mylnum, og aðrar' vörur frá helztu flrmuru í ¦ Ameríku, Englandi, Danmörku ,og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku- gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. , • Framhald frá 1. síðu. son og Þórður Sveinsson. Með voru Alþýðuflokksfulltrúarnir 5 og Pétur Magnusson. Borgar- stjóri,, Jón Ólafsson og Sigurður Jónsson greiddu ekki atkvæði. Er þar með lokið þessu máli að sinni, og má að vísu við það una, því að húsaleigulögin standa óhögguð. En eigi að síður má segja, að þótt oft hafi tekist óhöndulega meðferð mála í bæjarstjórn, þá hafi það nú náð hámarki,- Af því, sem að framan er sagt, má sjá, hverjum það er að kenna. nmdagmnogveginn. Fisldskíphi. Draupnir kom af veiðum í gær með 70 f'öt lifrar og Austri með 40 föt. Slys. Franskur togari kom í fyna dag tíl Vestmannaeyja með 11 menn, er höfðu brenst til skaðá við það, að ollía hafði helst á< eldavél og runnið logandi út um hásetaklefann, þar sem þessir menn voru. Brendust níu þéirra mikið, og eru tveir af þeim fcaldir í lífshæ'ttu, en tveir kvað vera lítt biendir.' Baglæti heitir bók, sögur og æfintýri, eftir Hallgrím Jónsson kennara, sem komin er út, Verður hennar nánara getið síðar. T'arznn. triðja hefti. sögunnar af honum, >Dýr Tarzans,< byrjar að koma hér í blaðinu á morgun. Niösterkt fataefni til sölu mjög ódýtt. Upplýsingar Laugaveg 76. Steinolia (sólarljós) 32 aura pr. Jítiinn. — G. Guðjónsson, Skóla- vörðustíg 22. — Sími 689. 1. flokks spaðsaltað sauðakjöt 80 aura x\% kgr. — G. Guðjónsfon. Skólavörðtistíg 22. — Sími 689. Kaffi brent og malað 2 kr. pr. x/a kgr., óbrent bezta teg. 1,50 pr. Va kgr., Cacaó 2 kr. pr. ^j^ kgr., te í pökkum frá 1,20 — 1,50. G. Guðjónsson, Skólavörðustíg 22. Sími 689. Á verkstæðinu á Skólavörðustíg 3 kjallatanum (steinhúsið) er meðal annars gerfc við regnhlífar, grammó- fóna, blikk- og emaill. íláfc og prím- usa. Mjög fljót afgreiðsla. Sí. Stjaldbrelð. Pundur í kvöld. 1. flokkur skemtir í síðasta sinn. Sbemtiatriði fiölbreytt og góð. HljÓmleÍkar verða haldnir í Nýja Bíó kl. 4 á sunnudaginn til ágóða fyrir starfsemi Hjálpræðis- hersins. Syngur þar Karlakór K. F.' U. M. undir stjórn Jóns Hall- dóvssonar, Bernburg leikur á fiðlu, og Póraiinn Guðmundsson, Theó- dór Árnaeon og Otto Böttcher leika >Trio< eftir Beethoven. Próf. Sv. Sveinbjöinsson leikur >Ó guð vors lands,< en kór háskóla- stúdenfa aðstoðar. Ritstjóri ogábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiðja Hállgríms Benediktssonar, Bergstaðastræti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.