Æskan - 01.01.1972, Page 56
Seglskip úr eik með hjálparvél. Stærð: 397 brúttórúml. Smíðuð
i Svendborg í Danmörku árið 1919. Keypt hingað til landsins
árið 1920. Svalan kom svo hingað i fyrsta sinn þann 13. maí
hlaðin vörum frá Leith og Álaborg.
Eigendur voru: Samband ísl. samvinnufélaga, Kaupfélag Borg-
nesinga og Timburverzlunin Völundur. Svalan flutti siðan hingað
nokkra timburfarma frá Svíþjóð. Auk þess var skiþið i förum til
Spánar með saltfisk og flutti þá salt frá Miðjarðarhafslöndum
hingað heim aftur.
Svöluna sleit svo upp i norðan stórviðri 24. marz 1922, þar
sem skipið lá mannlaust i vetrarlægi hér á Reykjavíkurhöfn.
Rak skipið á land við Rauðarárvík. Björgunarskipið Geir náði
Svölunni siðar út, og var skipið tekið hér upp i slippinn. Það var
þá stærsta skip, sem þar hafði verið dregið upp. Svo mikið var
Svalan skemmd, að viðgerð þótti ekki borga sig, og var skipið
síðar rifið úti í Örfirisey. Myndin er af Svölunni á strandstaðnum.
E/S GEIR
Björgunarskip danska björgunarfélagsins Z. Svitzehs Bjergn-
ingsenterprise, en það var elzta félag sinnar tegundar i heimi,
stofnað i Kaupmannahöfn árið 1833.
Geir kom hingað til lands árið 1909 og var skipið hér við björg-
unarstörf á annan tug ára, en skrásett í Kaupmannahöfn. Geir
var smiðaður í Gestemunde í Þýzkalandi árið 1909 sérstaklega
til björgunar og viðgerða við íslandsstrendur. Var það þá talið
eitt vandaðasta skip sinnar tegundar í heiminum. Skipið hafði
margar vélknúnar dælur svo og gufudælur og flytjanlegan gufu-
ketil. Þá var Geir búinn sérstaklega sterku akkerisspili og lyfti-
tækjum. Vél skipsins var mjög fullkomin, og um borð var einnig
viðgerðaverkstæði, sem hafði yfir að ráða þrýstilöftsverkfærum,
þeim fyrstu er hingað komu. Þá voru einnig kafai;ar starfandi á
skipinu. Skipherra á Geir var danskur, Wittrup að nafni, og innan
björgunarfélagsins var hann oft nefndur Atlantshafsskipstjórinn,
en félagið var með björgunarskip starfandi víða um heim. Wittrup
var ófeiminn að leggja i björgun skipa við erfiðar aðstæður, eins
og t. d. við sandana á suðurströnd landsins. Voru þá skipin oftast
dregin til Reykjavikur og gert við þau inni á Sundum eða þau
dregin á land við Gufunes. Þá má geta þess, að Geir kom á
strandstaði skipanna Lauru, Goðafoss og Sterlings, en þar varð
þetta góða björgunarskip að lúta í lægra haldi fyrir náttúruöflunum
SEGLSKIPIÐ RÓSA
i 10. tbl. ársins 1970 birtist mynd í þættinum, sem talin var
vera af seglskipi Gránufélagsins, Rósu á Eskifirði. Nú hefur komið
I Ijós að svo var ekki, heldur er hér um að ræða fisktökuskipið
Ideal, sem rak þarna á land í ofviðri, og er myndin af skipinu á
strandstaðnum. Skipin tvö munu hafa verið af svipaðri gerð. Þá er
einnig vitað nú, að Rósa var seld til Svíþjóðar árið 1913. Hér
kemur svo gömul mynd frá Seyðisfirði, sem tekin er 13. ágúst
árið 1887. Það kann að þykja undarlegt að sjá isjaka á firðinum
á þessum árstíma, en svona var þetta samt. Gufuskipið er Miaca,
eign O. Wathnes, og er það hans fólk, sem sést þarna á ísnum.
Lýsing á Miöku er i 4. tbl. s.l. árs. Seglskipið, sem sést þarna,
er eitt af verzlunarskipum Gránufélagsins, og þá liklega Grána
eða Rósa.
Seglskipiö SVALAN
GUÐM. SÆMUNDSSON:
íslenzk
8KIP
50