Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 6
Gluggagægir fer á kreik JÓLASAGA EFTIR ÁRMANN KR. EINARSSON P ekkið þið hann Valla valtara? Nei, það er kannski ckki von, það er svo mikið af börnum í nýja hverfinu. Sum húsin eru enn í byggingu. Þar er hægt að hlaupa inn og út uni gluggana að vild. Það þarf heldur ekki að ganga stig- ána, eins og fullorðna fólkið gerir. Það er hægt að klifra upp vinnupallana utan á húsunum og komast þannig upp á efstu hæðirnar. í hverfinu eru líka alls staðar skúrar, vinnuvélar, staflar af byggingarefni og ótal margt skran, sem of langt yrði upp að telja. En hvergi er skemmti- legra að leika sér, en í hálfbyggðum húsum. Þið getið reitt ykkur á, að nýja hverfið er einskonar undraland og leikparadís krakkanna. í þessu skemmtilega umhverfi átti Valli heima. Krakk- arnir kölluðu hann valtara, vegna þess hve þungur hann var og feitur. í vaxtarlagi sínu minnti hann helst á fót- bolta. Aumingja Valli var gríðarlega matlystugur, og stóð aldrei upp frá borðinu fyrr en hann stóð á blístri. Þessi afbrigðilegi líkamsvöxtur kvaldi Valla sýknt og heilagt og gróf um sig sem einskonar meinsemd í sálinni. Hann lét ekki neinn vita að hann gekk alltaf með mál- band í vasanum. Oft brá hann því utan um mittið, þegar hann hélt að enginn sæi til. Æ, það var alltaf sama sagan, hann gildnaði stöðugt. Og nú var hann bráðum orðinn tólf ára. Hvernig ætli hann liti út, þegar hann yrði tvítugur, já, eða fimmtugur? Hann yrði hroðalegt kjot- fjall með þessu áframhaldi. Vegna vaxtarlags síns varð aumingja Valli að þola að- kast skólafélaga sinna. Þeir höfðu sérstakt yndi af að stríða honum og skaprauna. Valli neyddist til að hætta að leika sér við skólafélaga sína og jafnaldra. Hann stoð oftast einn álengdar og fylgdist með leikjum og ærslum krakkanna. Er nokkuð hræðilegra til, en að vera að ein- hverju leyti afbrigðilegur? Valli hefði getað leikið sér með litlu krökkunum, en það vildi hann ekki. Honum fannst það fyrir neðan virðingu sína. Þeir voru svoddan kjánar, greyin. En það var gaman að hrekkja þá. Valli athugaði ekki, að þar var hann að leika sama leikinn, og eldri krakkarnir gagnvart honum- Kannski var hann með þessu móti að reyna að upphetja sjálfan sig. Svo mikið var víst, að brátt komst það orð a, að Valli valtari væri mesta hrekkjasvínið í hverfinu. Það var liðið að jólum, og jólaleyfið byrjað í skólanum- Aldrei er tíminn jafnlengi að líða og þegar beðið er eftn* einhverju. Börnin töldu dagana, og fullorðna fólkið att* mjög annríkt. Krakkarnir gerðu ekki annað, en að flækj- ast fyrir, sérstaklega þeir yngri. Eina ráðið var að drita þá út og láta þá leika sér. Þið getið rétt ímyndað ykkur, að hverfið sem hann Valli valtari átti heima í, glumdi af hröðu fótataki, hlátra- sköllum og ærslum allan liðlangan daginn. En gamia sagan endurtók sig, Valli var utanveltu við gleðskapinn- Enginn kærði sig um að hafa hann með í leik. Engm tók raunar eftir honum, nema litlu krakkarnir, sem óttu ust hann. Valli valtari var þessa dagana í ákaflega leiðu skap ¦ Hann vissi ekki hvernig hann átti að drepa tímann. Joh voru svo ósköp lengi á leiðinni. Æ, hversvegna gat honu ekki dottið eitthvað verulega smellið í hug? Þessir venju- legu leikir krakkanna í hálfbyggðu húsunum voru ekke
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.