Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 16

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 16
JÓI.I\ í SVAIIFAÐAKDAI ^Jráia^a c^tir ie'ra ’Uri&ril ^Jri&rili iiun vergi man ég betur eftir jólunum en í Svarf- aðardalnum. Þá mótuðust jólin inn í með- vitund mína. Ég var á fimma árinu. Ég man eftir dögunum- á undan. Þá var allt í undirbúningi. Eitt kvöld var allt fólkið að skera út laufabrauð. Allt var fullt af útflöttu laufabrauði í trogum. Allir piltarnir voru að skera út jólabrauðið, og dáðist ég mest að kökum pabba míns. Þær voru svo fallegar. Ég fékk að vaka fram eftir, og það var gaman. Ég var ýmist inni í baðstofu eða frammi í eldhúsi, þar sem verið var að steikja laufabrauðið í stórum potti. Feitin bullaði og sauð í pottinum. Það snarkaði og hvæsti í, svo að mér fannst það merkilegt. Ég var þó hálf hræddur við þennan óhemju ógang og læti, en ilminn lagði inn öll göngin. HLAKKAÐI TIL JÓLANNA Ég hlakkaði ákaft til jólanna og var að hugsa um, hvernig þau myndu líta út. Mér fannst þau vera ein- hver vera, sem kæmi gangandi inn göngin, en ég vissi, að þau voru ákaflega góð. Ég var að hugsa um, að ég þyrfti að gefa þeim eitthvað. Ég átti grænan kindarlegg, sem mér þótti vænt um. Það var reiðhesturinn minn. Ég spurði mömmu, hvort, ég ætti ekki að gefa jólunum legginn minn, er þau kæmu. Mamma sagði nei, því að þau hefðu ekkert gaman af leggjum. Ég varð hissa á þessu. Mamma sagði, að jólin væru dagar líkt og sunnu- dagur. En á jólunum kæmi Jesús, því að það væri afmælisdagur hans. Ég spurði, hvort Jesús vildi eiga legginn minn græna, en því neitaði hún og sagði, að það væri ekki hægt að sjá hann. Á því varð ég líka undrandi. Aðfangadagur rann nú upp, og ég var alltaf að spyrja, hvenær jólin kæmu. Loks var mér sagt, að þau kæmu um miðaftan, og þá yrði að vera búið að þvo mér og færa mig í fallegu fötin, og allt yrði að vera svo hreint. GRENJANDI HRÍÐ En veðrið var vont þá um daginn, með grenjandi snjóhríð og miklu hvassviðri. Ég varð hræddur um, að Jesús mundi ekki koma í svona vondu veðri. Ég stóð frammi í skála hjá mömmu og pabba. Þaú höfðu Ijóstýru. Bylurinn lamdi utan bæinn. Allt í einu heyrðust þung fótatök á hlaðinu og svo hristist bæj- arhurðin eins og einhver vildi komast inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.