Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 37

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 37
Á brekkubrúninni fyrir ofan bæinn Clervaux. Kastalinn er á miSri myndinni, en klaustrið, þar sem Halldór Laxness dvaldist forð- um, gnæfir yfir bæinn. hafði mikinn áhuga fyrir merkjum, sem voru á trján- um við veginn. Ekki gátu ferðafélagar hennar útskýrt hvað merkin þýddu, en helst var stungið upp á, að hér væri leyniþjónusta að verki og kannski hefði ein- hver James Bond farið hér um og skilið eftir svona merki til að villa um fyrir óvinunum! Annars var frið- sælla en svo á þessum stað, að manni dytti leyni- þjónusta og eltingarleikur upp á líf og dauða í hug. Öðruvísi var hér um að litast í Ardennasókn Þjóð- verja veturinn 1944—1945, er þeir brutust hér fram á breiðri víglínu. Þessi stórsókn byrjaði rétt fyrir jól. Bandamenn höfðu búist um til vetursetu og sagt var, að Bandaríkjamenn hefðu hafið jólaundirbúninginn, þegar sókn Þjóðverjanna hófst. Þjóðverjar beittu nýj- um skriðdrekum í sókninni þvert yfir Luxemborg. Véla- herfylki, sem þeir höfðu geymt í dölunum handan landamæranna, notuðu tækifærið þegar lágskýjað var og Bandamenn gátu ekki beitt flugflota sínum til varn- ar. Þarna var háður mikill hildarleikur og þarna féllu margar þúsundir hermanna. Þau voru nú komin langt upp með ánni og hún var orðin býsna vatnslítil. Vegurinn var fáfarinn og þau voru öll sammála um, að skemmtilegra væri að aka um sveitirnar heldur en eftir hraðbrautunum. Þau óku í gegnum mörg þorp, lítil og stór. Fólk var við vinnu á túnum og ökrum, og börn að leik. Kýrnar vöktu sér- staka athygli. Annar vegar voru svartar og hvítar kýr, sem að sjálfsögðu voru kallaðar „KR-ingar“, en svo voru líka rauðar og hvítar kýr og hvað átti að kalla Þær? Þær gátu gjarnan verið „Valsmenn“, en annars sagði Óskar að þessir litir væru líka á búningum knattspyrnumanna á Dalvík. Ekki vildi hann þó nefna kýrnar í höfuðið á félögum sínum þar á staðnum. KLAUSTRIÐ í CLERVAUX Oft höfðu þau ekið um bugðótta vegi, en aldrei eins og nú. Vegurinn upp úr dalnum og yfir að Clervaux var með afbrigðum bugðóttur, en brátt voru þau stödd á fjallsbrúninni fyrir ofan bæinn og gátu virt fyrir sér hið forna virki og klaustrið. Þau héldu niður í bæinn og leituðu inngöngu í kastalann. En það fór fyrir þeim Óskari og Kristínu eins og ýmsum þeim hermönnum, sem leituðu inngöngu í þetta forna virki; það reyndist erfitt að finna á því dyr og um síðir urðu þau frá að hverfa. Börnunum fannst Clervaux með afbrigðum fallegur bær. Þó voru húsin ekki litrík, og flest gömul. Milli dómkirkjunnar á staðnum og gamla kastalans hefur verið byggður barnaskóli og það hús er svo sannarlega í stJ við önnur í bænum. Þau hittu að lokum staðarmann og hann vísaði þeim leið- ina inn í kastalann. Það fór þá svo að lokum, að kast- alinn í Clervaux var yfirunninn áf íslendingum. Þótt kastalinn sé mörg hundruð ára gamall, eru þarna einnig minjar frá þeim hildarleik, sem háður var í Clervaux og í nágrenni 1944 og 1945. Inni í garðin- um, sem umlykur virkið, er stór amerískur skriðdreki og þarna er einnig fallbyssa. Óskar vildi komast nið-- ur í skriðdrekann, en hann var harðlokaður. Þau fóru inn í kastalann. Þar var leikin hljómlist. Eftir að hafa greitt inngangseyri og rætt við vörðinn skoðuðu Ósk- ar og Kristín þetta forna virki. Það var Gerard af Clervaux, sem reisti kastalann á 12. öld, eða réttara sagt byrjaði á byggingu hans. Seinni tíma kynslóð- ir héldu áfram byggingunni. í desember 1944 varð kastalinn fyrir skemmdum, sem nú hefur verið gert við að mestu. Er þau höfðu skoðað sig um að vild, héldu þau Kristín og Óskar að klaustrinu, sem stend- ur á hæð við bæinn. Þetta klaustur hefur lengi verið þekkt hér á landi, því að þar dvaldist Nóbelsskáldið Halldór Laxness í æsku. Þau komu upp að hliðinu og sáu þar gamlan munk á gangi. Þau gengu inn í kirkjuna. Þar var skuggsælt og friðsælt. Gegnum steinda glugga á vesturgafli skein sólin og sendi marglita geisla á altarið. Það vakti athygli barnanna, að þarna voru mörg ölturu og mjög skrautleg. Á ein- um stað í sjálfri klausturbyggingunni er verslun, þar sem munkarnir selja ýmsa framleiðslu sína, en einn- ig er þar annar varningur til sölu, flest er það tengt hinum kaþólska sið. í kjallaranurri var sýning á lista- verkum unnum í klaustrinu. Við inngang í safnið er á ýmsum málum skrifuð 9. grein reglugerðar Vatíkans- ins um trúarlegt líf. Þar segir meðal annars, að munk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.