Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 51

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 51
Hún hafði svo mikinn hjartslátt, að hún hélt að hann hlyti að heyrast, og hún dró andann ótt. Fyrst ræddu þau um hunda. Hirðingu, hundamat og tamn- ingu. Kátur var fyrsti hundurinn, sem Tim átti. Kóra Kóra hafði verið óvenjulega fallegur hundur, hún hafði oft fengið verðlaun. Hún var áreiðanlega falleg- asti hundurinn, sem foreldrar hans höfðu átt, en Tassóvar gáfaðastur, þó hann væri kynblendingur. Hann hafði þrotlausar sögur að segja um listir þær, sem Tassó kunni. Er leikin var grammófónplata, reis ’ hann upp á afturlappirnar og dansaði. Þessar sögur um Tassó voru svo fu’rðulegar, að Tim hélt helst að Olson væri að gabba hana, en hún taldi hyggilegast að látast trúa öllu. Það gat verið hættulegt að and- mæla honum. Og það var ágætt, að hundaspekin ent- ist þeim svona vel. Það var bágt að segja, hvað hættu- laust var að taka til umræðu á eftir. Venjulegt fólk er alltaf hægt að spyrja um, hvað það vinnur eða hver staða þess er, og segja síðan frá sínum eigin ^ið- fangsefnum, og svo má tala um kvikmyndir. En ef til vill var hvorugt þetta heppilegt. Ef hann var veikur, vann hann auðvitað ekkert. Samtalið rak í strand, og Tim braut heilann um, hverju hún ætti næst að brydda upp á, og loks kom það. „Hvernig kunnið þér við yður hérna?“ „Þakka yður fyrir, ágætlega. Foreldrar mínir áttu býli úti í sveit, en seldu það í haust, þegar þau keyptu þetta hús. Við ætluðum að vera flutt í það fyrir löngu, en viðgerðin tók langan tíma. Ég hef sjálfur verið lengi að heiman, kom rétt fyrir jólin. Eiginlega hef ég verið að heiman í mörg ár.“ — Nú, hann hefur þá verið á einhverju sjúkrahæli, hugsaði Tim. Hann hélt áfram: „Mér finnst svo gott að vera kom- inn heim. Og þegar maður er alinn upp í sveit, er ágætt að búa í svona stað. Ég má ekki til þess hugsa, að búa innni í borginni. í svona einbýlishúsi er hægt að lifa og láta eins og maður vill, leika á hljóðfæri, syngja, meira að segja æpa, ef svo býður við að horfa, án þess að þurfa að hugsa um nábúana.“ Hm, hugsaði Tim og komst í hálfgerð vandræði. Loks komu þau að girðingarhliðinu heima hjá henni, °9 hún bauð góða nótt. Samræðurnar höfðu gengið Prýðilega síðasta spölinn. Hún gleymdi því alveg, að þetta var maður ekki með fullu viti, sem gekk við hlið hennar. Hann talaði um leiklist, og umræð- urnar snerust um leikþátt, sem farið var með í út- varpi kvöldinu áður. Honum fannst, að eitt hlutverkið hefði átt að fara með eins og hann lýsti, en ekki á þann hátt, sem gert var. Hann lýsti sínum skilningi á þessu, og talaði svo einstaklega Ijóst og skynsam- lega um það, fannst henni. „Þakka yður fyrir skemmtunina í kvöld,“ sagði hann nú, „og ef þér hafið ekki móti því, þá vildi ég gjarnan að við lofuðum hundunum okkar að hittast oftar og viðra sig saman. Þó ekki sé af öðru en því, að þeir sýnast gjarnan vilja það.“ „Hm,“ sagði Tim og hló. „Ég geri það þá aðeins fyrir Kát.“ „Einmitt það,“ sagði Anna og var dálítið áhyggju- full, þegar Tim sagði henni, með hverjum hún hafði verið. „Ja-á, Timma mín, láttu það nú vera bæði í fyrsta og síðasta sinn. Víst er hann laglegur maður og viðfeldinn að sjá, en þegar maður veit það, sem maður veit, þá er best að eiga ekkert á hættu.“ Af hverju þarf nú allt að vera svona öfugsnúið á þessu heimili, hugsaði Anna á meðan hún var að hátta. — Eins og nokkur maður geti botnað í því, drottinn minn, af hverju gerir þú lífið svona óttalega flókið og andstætt. Gastu nú ekki eins vel látið telpu- nóruna hitta pilt, sem er með öllum mjalla og getur hjálp’að henni út úr hinum ástargrillunum? Það hefði verið svo hentugt, að pilturinn ætti heima hér í grennd- inni, svo að þau gætu hist og labbað saman sér til skemmtunar. Það hefur nú einhvern veginn verið svona, að hún hefur aldrei haft neinn hérna heima, sem gæti verið henni félagi, svo að það hefði verið svo ákjósanlegt. Við höfum víst aldrei skilið þetta rétt, mamma hennar og ég. Við höfum víst áttað okk- ur á því, að telpurnar hlutu þó að verða fullþroska stúlkubörn fyrr en varði, en þú hefur gefið okkur bendingu... Hvað sem öðru leið, þá hittust þau Tim og ungi maðurinn nokkrum sinnum enn og alveg af tilviljun. Einu sinni rákust þau saman í sporvagni, og svo í nokkur skipti, þegar Tim fór út með Kát, Önnu til armæðu og kvíða. Framhald. tmmm 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.