Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 53

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 53
ballett og stepp. Þegar kennarinn er spurður hvenær hægt sé að sjá, hvort nemandi búi yfir hæfileikum eða ekki, svarar hann: — Það er stundum erfitt að sjá, oft sýna nemendur skyndilega mikinn dugnað og framfarir. Og um Bryndísi segir kennarinn: — Hún er mjög tónvís og greind og á ákaflega auðvelt með að ein- beita sér, sem er frumskilyrði. inga Lísa Erikson brosir svo og segir: — Hún trúði mér fyrir því, að sig langaði til að feta í fótspor Sveinbjargar frænku sinnar. — Hver veit! Enn er hún óskrifað blað. Fyrst vinur Æskunnar var á annað borð búinn að koma auga á Bryndísi, fékk hann að fylgjast með. henni í kennslustund í píanóleik og spjalla við kenn- ara hennar, sem heitir Inga Sandberg og er þekkt tónlistarkona í Sundsvall. — Ég hef helgað tóníist- inni allt mitt líf, segir inga Sandberg. — Síðan ég var ung stúlka hef ég kennt á selló og píanó, eða um það bil í 25 ár. Núna hef ég fjörutíu nemendur. Vinnudagur minn er langur, þvi að auk þess leik ég í sinfóníuhljómsveit borgarinnar. Hún fékk heiðurspening úr gulli fyrir þrjátíu ára starf með hljómsveitinni. Þegar hún er spurð um Bryndísi, seglr hún: — Bryndís er mjög dugleg og áhugasöm, en ekki er nóg að hafa hjarta og eyra fyrir tónlist, greindin verður að fylgjast með. Og þessi unga, íslenska stúlka virðist hafa það sem með þarf. Vinur Æskunnar kveður svo þennan alúðlega kenn- ara og óskar Bryndísi velfarnaðar á listabrautinni. Bryndís til hægri í ballett. fi gamli plantaði næpu út í garðinn sinn og svo leið að hausti og hann ætlaði að taka næpuna upp. Hann greip í næpuna og tog- aði og togaði en gat ekki kippt henni upp. Afi gamli kallaði á ömmu gömlu og amma gamla togaði í afa gamla, en afi gamli togaði í næpuna, en ekki losnaði hún. Þau toguðu og toguðu, en ekki losnaði næpan. Þá kom tengdadóttir þeirra. Hún tog- aði í ömmu gömlu, amma gamla togaði í næpuna, og þau toguðu og toguðu, en ekki losnaði næpan. Svo kom litli hvolpurinn og hann togaði í tengdadótturina, tengdadóttirin togaði í ömmu gömlu, amma gamla togaði í afa gamla og afi gamli togaði f næpuna, og þau toguðu og toguðu öll, en ekki losnaði næpan. Þá kom jötunuxi og hann togaði í litla hvolpinn, litli hvolpurinn tog- aði í tengdadótturina, tengdadóttir- in togaði í ömmu gömlu, amma gamla togaði í afa gamla og afi gamli togaði í næpuna, og þau tog- NÆPAN RÚSSNESKT ÆVINTÝRI uðu og toguðu öll en ekki losnaði næpan. Svo kom annar jötunuxi og annar jötunuxi togaði í fyrsta jötunuxa og fyrsti jötunuxi togaði í litla hvolp- inn litli hvolpurinn togaði f tengda- dótturina, tengdadóttirin togaði í ömmu gömlu, amma gamla togaði í afa gamla og afi gamli togaði f næpuna, og þau toguðu og toguðu, en ekki losnaði næpan. Svo kom þriðji jötunuxi og þriðji jötunuxi togaði í annan jötunuxa og annar jötunuxi togaði í fyrsta jötunuxa, fyrsti jötunuxi togaði í litla hvolpinn, litli hvolpurinn tog- aði í tengdadótturina, tengdadóttir- in togaði í ömmu gömlu, amma gamla togaði f afa gamla og afi gamli togaði í næpuna, og þau tog- uðu og toguðu öll, en ekki losnaði næpan. Svo kom fjórði jötunuxi og fjórði jötunuxi togaði í þriðja jötunuxa og þriðji jötunuxi togaði í annan jötunuxa og annar jötunuxi togaði í fyrsta jötunuxa, fyrsti jötunuxi tog- aði í litla hvolpinn, litli hvolpurinn togaði í tengdadótturina og tengda- dóttirin togaði í ömmu gömlu, amma gamla togaði í afa gamla og afi gamli togaði í næpuna, og þau toguðu og toguðu öll, en ekki losn- aði næpan. Svo kom fimmti jötunuxi og fimmti jötunuxi togaði í fjórða jöt- unuxa og fjórði jötunuxi togaði í þriðja jötunuxa og þriðji jötunuxi togaði í annan jötunuxa og annar jötunuxi togaði f fyrsta jötunuxa, fyrsti jötunuxi togaði f litla hvolp- inn litli hvolpurinn togaði í tengda- dótturina, tengdadóttirin togaði í ömmu gömlu, amma gamla togaði í afa gamla og afi gamli togaði í næpuna.og þau toguðu og toguðu öll og þá losnaði næpan. ÞorvarSur Magnússon þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.