Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 54

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 54
Hættulegt ferflalag GÖMUL JÓLASAGA EFTIR AXEL BRÆMER að voru erfiðir tímar fyrir Kaupmannahafnar- búa um jólaleytið 1658, því að sænski konung- urinn Karl Gústaf hafði ásamt her sínum setið um borgina í fjóra mánuði. En Friðrik Danakonungur hafði svarið að falla heldur en að gefast upp. Jafnvel sjálf jólakvöldið gerðu Svlar sýndarárás yfir ísilagðar virkisgrafirnar, sem olli þvf, að menn urðu að vera undir vopnum sjálfa jólanóttina, og margir neyttu jólamatarins í virkisgröfunum. Nokkru áður en sýndarárás Svíanna byrjaði, lét drengur nokkur sig renna til jarðar frá útvirki því á víggirðingunní, sem kallaðist Rósenborgarvígið. Hann læddist með varfæmi í áttina til sænsku fram- línunnar. Drengurinn hét Daníel, og var í vinnu hjá Níelsen ferjumanni við Ulfeldtstorg. Hann hafði fengið boð um það frá dönskum njósnara, Seidelin að nafni, að móðir hans lægi hættulega veik heima i Mörk- höj, og nú ætlaði hann að reyna að sleppa í gegnum fylkingar óvinaliðsins og ná heim, til þess að sjá móður sína einu sinni enn. Nóttin var dimm, og það var nístingskalt. Daníel læddist út fyrir varðelda Svíanna og slapp heilu og höldnu gegnum fremstu framvarðalínuna. í stórum krókum hélt hann áfram í norðaustur, og hann komst óséður yfir Brönshæð, þar sem sænski konungurinn hafði aðalstöðvarnar, og beindi þá ferð sinni í áttina til Mörkhöj. Að lokum hélt hann, að hann væri kom- inn yfir það versta. Þá var líka komið miðnætti, og hann var dauðþreyttur. Hann gekk þó hughraustur áfram. Það komst aðeins ein hugsun að hjá honum, og það var að komast heim til veikrar móður sinnar. Skyndilega gekk sænskur hermaður fram undan tré, þar sem hann hafði staðið í felum. — Hver er þar? hrópaði hann, stans eða ég hleypi af. inn hann og hélt honum föstum. Rétt í því dró ský frá tunglinu. — Þetta er þá aðeins drengsnáði, tautaði Svfinn undrandi, — hvað ert þú að gera hér? — Ó, lofaðu mér að fara í friði, bað Daníel hrædd- ur, ég ætlaði aðeins heim til mömmu, sem er veik heima í Mörkhöj. — Það geta allir sagt, sagði hermaðurinn reiður, — hvaðan kemur þú? — Frá Kaupmannahöfn. — Frá hinni umsetnu borg? sagði Svíinn forviða, — hvernig gastu sloppið gegnum framvarðasveitir okkar? — Með guðs hjálp. Og ég er þess fullviss, að ég hefði ekki lagt út í þetta, ef það hefði ekki verið vegna mömmu. Ég fékk að vita að hún er veik og þráir að sjá mig. Hermaðurinn tautaði eitthvað fyrir munni sér og virti Daníel fyrir sér með hvössu augnaráði. — Þú ert ekki að skrökva, sagði hann hægt, — það get ég séð á augunum í þér. Ég á sjálfur lítinn strák heima í Dölunum. Hann þagnaði andartak. — Og það er jólakvöld, bætti hann við lágum rómi. En allt í einu varð rödd hans aftur hvöss. — Þekkir þú einkunnarorðið? spurði hann, — án þess sleppi ég ekki neinum fram hjá. Daníel hristi höfuðið. Hermaðurinn hóf byssuna á loft. — Krjúptu á hnén, kallaði hann reiður. — Biddu Faðir vor, þú ert áreiðanlega njósnari. — Nei, nei, grátbændi Daníel, — það er satt sem ég segi. — Á hnén og biddu fyrir þér, skipaði hermaðurinn. Daníel kraup niður, og með skjálfandi rómi byrj- aði hann: — Faðir vor, þú, sem ert á himnum. — Daníel heyrði smella f byssulás. Hann snerist á flótta, en of seint. ( sama vettvangi greip varðmaður- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.