Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 4
Alls eru 20 starfandi kirkjur hér í Húnavatnssýslu. Kirkjan sem ég sæki heitir BreiSabólsstaðarkirkja og er hún í Vesturhópi. Þessi kirkja var byggð árið 1894, en árið 1964 var hún tekin vel í gegn og máluð hvít og rauð og hún er ósköp vina- leg að sjá. Breiðabólsstaður er sögufrægur staður, m. a. var þar fyrsta prentsmiðjan og svo voru skrifuð þarna fyrstu lögin af Hafliða Mássyni. Ég var skírð í þessari kirkju, en ég minnist þess ekki, því þá var ég svo lítil. En núna f sumar var ég fermd og þeirri stundu gleymi ág varla. Blíðuveður var þennan dag. Ég klæddist mínum skrúða og hélt til kirkjunnar. Bjöllurnar hljómuðu fallega, þegar ég og hinir krakk' arnir ásamt prestinum gengum til kirkjunnar. Þetta var mjög hátíðleg stund fyrir mig. Svo horfði ég á altaristöfluna og þar er mjög falleg mynd af Kristi og konum, er fsere börn til hans. Allt er hátíðlegt og fallegt í kirkjunni. Eitt er slæmt, að messur eru mjög sjaldan, en núna lifir nútíminn og grefur það gamlð’ Messur voru nefnilega einu skemmtanirnar hér áður fyrr, en nu eru það böllin, sem taka völdin sínar hendur. Svanhildur Jónsdóttir (14 ára)- arsveit skáta í Reykjavík eru starf- andi um 60 félagar og hefur starf- semi sveitarinnar verið mikil. Hefur sveitin m. a. sjúkraþjónustu í Blá- fjöllum yfir helgar. Sveitin hélt fjölda námskeiða, bæði fyrir félaga sína og almenning. Þá komu spor- hundar Hjálparsveitar skáta í Hafn- arfirði og í Reykjavík að góðu gagni á undanförnu ári sem oft áður. Voru útköll á liðnu ári urfi átján, en átta sinnum var leitað til sveitarinnar á árinu í sambandi við leit. Starfshópur radioskáta vinnur að því verki að koma verkefnum í radiotækni inn ( skátastarfið. Hafa þeir útvegað ósamsett tæki sem skátafélögin geta fengið og sett saman. Þá hafa þeir haldið sérstaka keppni sem kölluð er Refaveiðar. Er refurinn í þessu tilfelli sendir sem skátar eiga að finna með þeim tækjum sem þeir hafa. Erlendis eru víða nokkuð öflug- ar deildir skáta sem nefnast Skáta- starf fatlaðra. Felst það [ aðstoð við fatlað fólk og á að auðvelda því að taka þátt í félagsstörfum skáta og annarra. Slík starfsemi hefst hér á landi innan skamms. Skátar halda mörg námskeið til þjálfunar, fróðleiks og undirbúnings fyrir hin ýmsu störf skátahreyfing- arinnar. Sem dæmi má nefna nám- skeið í hjálp í viðlögum, funda- tækni, flokksforingjanámskeið, sveitarforingjanámskeið, leiklistar- námskeið og kennslu í notkun átta- vita. Fjölgunin innan skátahreyfingar- innar hefur verið lítil undanfarin ár ef tillit er tekið til fjölgunar í Reykja- vík. Þar liggja eflaust margar orsak- irað baki en sennilega eru húsnæð- ismálin þyngst á metunum. Segja má að öll félög séu yfirfull og hef- ur komið fram sá vilji félagsforingja að fækka heldur í félögunum til að skapa betri starfsaðstöðu fyrir þá sem eftir sitja. Samkvæmt lögum Skátasam- bands Reykjavíkur eru verkefnin að vinna að eflingu skátastarfs Reykjavík, að skipta borgarlandinu í starfssvæði milli skátafélagann® og annarra starfseininga skáta Reykjavík, að annast sameiginle9 skátamálefni þ. á m. fjármál, annast samstarf við borgarstjórn aðra opinbera aðila og að vera Ttiál- svari félaganna í sameiginlegun1 málum þeirra gagnvart stjórn Bandalags íslenskra skáta. Skátasamband Reykjavíkur fjóra skála, tvo á Hellisheiði, einn f Lækjarbotnum og einn við Hafi"3' vatn. Allir þessir skálar eru f urT1' sjá félaganna sem sjá um rekstur þeirra og viðhald. Samkvæmt ársskýrslum skátafé' laganna í Reykjavík fyrir síðastliði starfsár unnu skátar 453.810 starfs stundir á árinu. Er það að nokkru leyti áætlaður fjöldi starfsstunda an þó varlega. Alla vega er Ijóst a skátastarfið er bæði fjölbreytt 09 mjög mikið. Á.H. ÆSKAN - Unglingar, minnist þess, að ÆSKAN er ykkar blað

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.