Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 7

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 7
Það glitraði á englahár hér og hvar ' 9r®nu barrinu og efst á toppinum Var stjarna, glitrandi Betlehems- stiama, sem benti til himins. Já, hvíifk dýrð! Nú fóru allir að ganga í kring um tréð. Fröken Ragnheiður Guðjóns- dóttir og Margrét Magnúsar, eins °9 hún var kölluð, þær stjórnuðu s°n9. dansi og leikjum. Börnin sun9u fullum hálsi „Eitt sinn við 9engum í einiberjarunn" og „Þyrni- rös var besta barn“. En hvað þeir áttu gott, krakkarnir, sem fengu að leika Þyrnirósu og konungssoninn. Margt fleira var sungið. Fröken ^agnheiður söng háum, mjóum rómi, sem skar sig úr barnarödd- Unum, hún hossaði sér í spori eftir hljóðfailinu og Margrét hossaði sér einnig og dillaði, hringurinn gekk ymist til hægri eða vinstri, með drosandi andlit, glampandi augu og fjönjga fætur. Er við höfðum dansað nokkra stijnd var boðið til drykkjar. Á leik- sviSinu hafði verið slegið upp lang- ^orði og bornar á veitingar. Til drykkjar var borið heitt, sætt mjólk- Urbland, en þar sem ég hafði aldrei vanist slíkum drykk, fannst mér hann ákaflega ólystugur og minnist 7ess sem mikillar þrautar að Ijúka bollanum. Ekki kom til mála að skilja eftir, það var ókurteisi hin mesta. Á bekkjum úti við vegginn sátu fyrirkonur staðarins og horfðu ^ hvernig börnin fóru að því að ^ekka. Að lokinni máltíð gengu örnin fyrir konurnar og þökkuðu ÍÍÍLherjólfur Sunnudaginn 4. Júlí sl. kom nýl Herjólfur j^irra Veslmannaeyinga Ul heimahafnar frá 0re9l- MeS þessu ný|a skipi gjörbreytast ^nnflutnlngar milli lands og Eyja. Nýl Herjóll- Ur getur ffutt 20 bfla f hverri ferö, sasti eru Jj'rir 90 farþega í tveim sðlum og klefar fyrtr menn. Siglingin milli Eyja og Þoriikshafn- ar mun taka um 3 tfma. ÆSKAN - Útvegið nýja kaupendur. Góð ómakslaun. Gatan er hljóð og hvílir sig um nætur, hún þekkir allra göngulag og fætur. Mikið er hvíldin yndisleg um óttu, andvarinn kyssir götuna á nóttu. Sjómaður einn og einn er nú á ferli, áður en dagur hefst með sínum erli bergmálar gatan göngulagið þunga, grunntóninn fyrir stefi dagsins unga. Gatan er hljóð og gleður sig um nætur, við gamlar minningar um horfna fætur. [ eftirvænting eftir næsta degi, með ævintýrum, sem hún þekkir eigi. Gatan er hljóð og ný á hverrl nóttu njóta þess menn, sem vaka marga óttu. Sofandi húsin dreymir dagsins mötu dögunar - þráin strýkur auða götu. E. H. Frá Sauðárkróki. fyrir sig með handabandi. Mér varð starsýnt á nokkrar telpur, sem skáru sig úr í klæðaburði. Þær voru í Ijósum, léttum kjólum með stuttum ermum og pilsum fyrir ofan hné. Sokkar þeirra voru hvítir hálf- sokkar og skómir svartir lakkskór. Nú rann það upp fyrir mér, að ég var ekki fín. Minn kjóll var dökkur, þunglamalegur, of stór og fóta- búnaður ekki nógu fínlegur. Þetta voru mér mikil vonbrigði, en ekki þorði ég að nefna þetta við móður mína. Hún hlustaði ekki á óþarfa kvartanir. Þrátt fyrir allt var dagurinn ógleymanlega skemmtilegur og söngur hans ómaði í eyrum mér í langan t.’ma. 7. desember 1975. Emma Hansen.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.