Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 12

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 12
f Svíþjóö [ dag er sólskin í Vestmannaeyjum, og þegar Ósk kemur heim, stendur mamma í dyrunum og brosir. Hún er eitthvað undirfurðuleg á svipinn, það er sýni- lega leyndarmál á ferðinni og það skemmtilegt. Þeg- ar Ósk, sem er 11 ára, kemur nær kallar mamma og segir: „Veistu bara hvað, það var hringt til okkar áð- an og tilkynnt að þú hafir unnið 1. verðlaun í verð- launagetraun Æskunnar og Flugleiða." Ósk er mjög undrandi og jafnframt glöð. Hún spyr mömmu hvort hún megi fara og mamma segir: „Að sjálfsögðu máttu fara, Ósk, það er bara eftir að tala við hann pabba." Og síðan kyssir hún Ósk á kinnina og óskar henni til hamingju með vinninginn. Og Ósk litla 11 ára hleypur út í sólskinið til að fara í „teygjó". Vestur í Bolungarvík er líka gott veður þennan dag og þegar síminn hringir heima hjá Rögnvaldi þá ans- ar Guðrún systir hans. Þetta er langlínusamtal. Henni er tilkynnt að Rögnvaldur hafi unnið til Svíþjóðar- ferðar. Sjálfsagt hefði Guðrún sjálf viljað fara slíka ferð, en vinningur er nú einu sinni vinningur og þe9" ar Rögnvaldur, sem er 12 ára, kemur heim úr tónlist- arskólanum, þar sem hann er að læra á p'anó, segir Guðrún honum frá viðtalinu. Rögnvaldi verður bilt við og þó að hann sé venjulega matlystugur, þá hefur hann enga lyst á matnum þennan dag. S:ðan hefst undirbúningurinn. Rögnvaldur er bæði í tónlistarskóla og' barnaskóla og það eru nokkur próf eftir. Það er í mörg horn að líta. í dag á að halda tónleika, en Rögnvaldi gengur ekki sérlega vel. Hugsunin urn Stokkhólmsferðina gerir honum ómögulegt að ein- beita sér. Þau tvö hlutu fyrstu verðlaun í vorölaunagetraun Flugleiða °9 Æskunnar 1976: Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, 11 ára frá Ve»»- mannaeyjum, og Rðgnvaldur Guðmundsson, 12 ára frá Bolung- arvík. Hér eru þau komin um borð í Boeing-þotuna Gullfaxa leiS til Stokkhólms. ÆSKAN - Tilkynnið vanskil og bústaðaskipti strax! 10

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.