Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 13

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 13
A 'eiSinni til Stokkhólms bauS flugstjórinn, Viktor ASalsteinsson, þeim Ósk og Rögnvaldi fram í stjórnklefa þotunnar. ÚR RIGNINGU —í SÓLSKIN perðafélagarnirxÓsk og Rögnvaldur hittust í flug- af9reiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli klukkan 6 að morgni. Þau höfðu bæði reynt að sofna snemma, en Það gekk erfiðlega. Ferðahugurinn hélt fyrir þeim v°ku, og svo dálítill kvíði fyrir því hvort þau myndu V£*kna nógu tímanlega. Á Keflavíkurflugvelli var mikið Urn að vera þennan morgun. Eftir bMferðina frá ^eykjavík, sem var dálítið svæfandi, fannst þeim ^'kið til um allan gauraganginn í Flugstöðinni. Tvær Þ°tur Loftleiða voru að koma vestan um haf og héldu afram til Luxemborgar og tvær þotur Flugfélags ís- larids voru á förum, önnur til London, en þotan þeirra, Gullfaxi, til Oslóar og Stokkhólms. Eftir að hafa af- nent farseðla og töskur hittu þau Ásdísi Alexanders °9 Grétar Haraldsson og slaug bauð þeim inn í kaffi- teríuna þar sem veitingar voru á boðstólum. Lítið Jiafði verið borðað um morguninn en nú fengu þau ystina og það var gott að fá heita samloku og mjólk. au keyptu sér eitt og annað í fríhöfninni en fljótlega v°ru farþegar kallaðir um borð. Það var grenjandi ^ning þegar þau hlupu út að þotunni en Viktor ^Öalsteinsson flugstjóri sagði að í Osló væri 16 stl9a hiti og sólskin og svipað veður í Stokkhólmi. Þau Ósk og Rögnvaldur hugðu gott til að komast í sumarveður. Rögnvaldur sagði að í Boluhgarvík hefði ekki sést sól í margar vikur, en Ósk taldi veðrið í Vestmannaeyjum hafa verið öllu betra. Að minnsta kosti sólskin alla síðustu viku. Samferðamennirnir sögðu þeim frá ýmsu, sem fyrirhugað var að gera í ferðinni og meðal annars, að Dagens Nyheter, stór- blaðið í Stokkhólmi, myndi taka á móti þeim. Einnig að stansað yrði í Osló, þar yrði stutt viðdvöl. Meðal farþeganna var norskur blaðamaður, sem þau kynnt- ust, hann hafði verið á íslandi í boði Flugleiða en var nú á heimleið. Eftir flugtak og þegar þotan var komin í fulla hæð fengu þau Rögnvaldur og Ósk að koma fram í flugstjómarklefa. Viktor Aðalsteinsson flugstjóri sem sat vinstra megin sýndi þeim ýmis mælitæki o. fl. Það kom í Ijós að Kristján Egilsson flugmaður og Ósk voru mikið skyld. Bragi Jónsson flugvélstjóri sat við mælaborðið og hann sýndi böm- unum hvernig ýmsir mælar verkuðu og til hvers þeir voru. Frammi í var sólskin eins og ævinlega þegár flogið er yfir skýjum að degi til og Ósk fannst mikið til um alla takkana og mælana. Hún var spurð hvort hún myndi treysta sér til að læra flug og hún hélt að það gæti vel verið svona þegar hún væri búin að átta sig á hlutunum. Þau fóru afturí þar sem Ingibjörg Nordal flugfreyja sá um þjónustuna ásamt Vigd.si ÆSKAN - Htingiö eða skrifið strax! Utanáskrift: Box 14.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.