Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 15

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 15
in í þotunni en Ósk hægra megin. Síðan sögðu þau hvort öðru hvað markverðast væri að sjá. Enn voru bornar fram veitingar. Þau fengu snittur og gos- drykki. Börnunum fannst fullmikið í þetta lagt, þar sem flugleiðin milli Oslóar og Stokkhólms tók aðeins 4n mín. Ósk hafði orð á því að þegar Rögnvaldur f'ygi frá ísafirði til Reykjavíkur tæki flugferðin svip- aðan tíma. Hins vegar væri enginn matur fram bor- inn á þeirri flugleið. Sveinn upplýsti þá að á innan- 'andsflugleiðum væru ekki veitingar; fólk kæmi pakk- satt að heiman og færi venjulega í heimsókn til vina °g kunningja! CH . STOKKHÓLMUR Eftir lendingu á Arlanda-flugvelli ók þotan á stæðið °9 dyrnar voru opnaðar. Hitabylgjan gaus á móti börnunum þegar þau gengu út og stigu í fyrsta sinn a sænska jörð. Þarna var Ólafur Friðfinnsson fulltrúi ^lugleiða f Stokkhólmi mættur ásamt konu sinni, Uini Aðalsteinsdóttur, og þau heilsuðu þeim Rögn- Valdi og Ósk með virktum. Þarna var líka mættur 'iósmyndari og blaðamaður frá Dagens Nyheter. |ftir að þau höfðu farið í gegnum vegabréfaskoðun, sem ekki reyndist sérlega erfið því ekki þurfti annað en segja orðið „ísland", var þeim vísað „inn í land- ¦8" og svo í tollskoðun. Tollvörðurinn var mjög vin- 9jarnlegur. Hann benti þeim brosandi að taka föggur s'nar í gegnum tollhliðið, þar hittu þau starfsmenn ^agens Nyheter. Blaðakonan hét Eivör Seriquist en tarlmaðurinn hét Bertil Filobelli. Þau Eivör og Bertil °uðu börnin hjartanlega velkomin til Svíþjóðar °9 brátt voru þau komin á fleygiferð inn i borgina. ^ertil ók stórum Volvo og það var ekki að sökum að sPyrja að hann var brátt kominn á 140 km hraða. Svo nratt höfðu þau aldrei farið í bíl. Leiðin lá um fallega Sve't, þar sem skiptust á tún, akrar og bændabýli. °erti| sagði börnunum ýmislegt um Svíþjóð og um pað sem fyrir augun bar sem jafnóðum var þýtt fyrir pau. Annars fannst þeim sænskan furðu-skiljanleg W hægt var talað, og þau voru full eftirvæntingar 6ftir framhaldi ferðarinnar. „Hvar er Stokkhólmur?" Sa9ði ósk. „Eftir 10 mínútur" var svarið. Og eftir 10 ^'nútur nákvæmlega voru þau í útjaðri stórborgar- lnnar. Nú blöstu við gamlar og nýjar byggingar. Turn- ar> virkisgarðar og síkin frægu, vötn og skógar. Eins °9 allir vita er borgin Stokkhólmur byggð á mörgum hójmum og Riddarafjörðurinn, sem gengur inn úr stöðuvatninu Málaren liggur í gegnum borgina. Bertil sagði þeim frá höllinni í Haga þar sem Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bjó um þessar ^undir. „Þarna hefur forsetinn ykkar, Kristján Eld- Þeim Ósk og Rögnvaldi þótti gott aö' geta gengið léttklædd um borgina. Hér bíða þau eftir „grænu'* til þess að kom- ast yfir mikla umferðargötu. járn, Kka búið", sagði Bertil. Talið barst að kóngin- um og þau Rögnvaldur og Ósk voru full eftirvænt- ingar að sjá konungshöllina. Þess var heldur ekki langt að bíöa að sú mikla, fallega bygging kæmi í Ijós. Bertil ók ekki beint til gistihússins, heldur fór hring um borgina. Sagði þeim margt og sýndi og sagði sögu húsanna. Þau sáu Óperuna, Þjóðleikhús- ið, Ríkisbókasafnið og að lokum stönsuðu þau við glæsilega byggingu, þau voru komin að Hotel Birger Jarl. Þau fengu klukkutíma hvíld á hótelinu, sem var vel búið og mjög nýtískulegt. Allt hreint og fágað svo sem best gerist og svo sem vera ber. Síðan fóru þau niður í anddyrið þar sem þau hittu Bertil að nýju og nú var haldið út í borgina. Enn sýndi hann þeim ýmislegt skémmtilegt en brátt var stansað við 25 hæða hús, aðalskrifstofu og prentsmiðju Dagens Nyheter. ---------------------------------------- I HEIMSÓKN HJA DAGENS NYHETER . _____í__________________:_________________________ Þau fóru að hitta Hans-lngvar Johnson, aðalrit- stjóra blaðsins. Þarna hittu þau líka aftur Eivöru, sem tekið hafði á móti þeim á flugvellinum. Hans-lngvar Johnson tók við aðalritstjórn Dagens Nyheter fyrir ÆSKAN - Símanúmer afgreíðslu blaðsins er 17336. 13

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.