Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 17

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 17
Af hverju er Andrés Ond svo bölsýnn Allir vita, að myndasögur eru mik- 'o stórveldi í heiminum. Þessi sér- kennilega bandaríska framleiðsla nefur náð svo sterkum tökum á ó- "klegustu lesendahópum, að það blað er varla til, á Vesturlöndum að minnsta kosti, sem dirfist að bJóða sjálft sig fram án þess að 'áta fylgja með dálítinn skammt af Tarzan eða Andrési Önd, Stjána b|áa eða Dreka, Súperman eða Mkka mús. Bandaríkjamenn hafa sjálfir sett jalsvert af sálfræðingum og félags- |r3eðingum til að rannsaka þetta jVn'rbæri, og þá eru það einkum "^mleiðendur sjálfir er til slíkra at- hu9ana stofna, því þá skiptir það auðvitað miklu máli að þekkja sem best sinn neytendahóp og vita á hvaða strengi þarf helst að slá til að stækka hann. Og nú hafa þau 'ðindi gerst, að fyrir skömmu var ha,dið alþjóðlegt þing í Bordighera, olskum smábæ, um myndasöguf. ^ar voru mættir sálfræðingar, fé- a9sfræðingar og myndasöguhöf- Jidar frá mörgum löndum, en til Þln9sins var stofnað af ýmsum Vlrðulegum ítölskum stofnunum. Þarna komu fram ýmsar merki- legar staðreyndir úr hinni sjötíu ára gömlu sögu myndasagnanna. Tarz- an, sem fæddist árið 1912 og hef- ur síðan hryggbrotið Ijón og krókó- díla og djöfullega blámenn af miklu tilbreytingarleysi hefur fengið borg í Texas nefnda eftir sér. Önnur borg í þessu stóra ríki hefur reist Popeye (Stjána biáa) virðulegt minnismerki. Mikki mús í sérstökum heftum nær 460 þúsund eintaka upplagi í Frakk- landi, en 350 þús. á ítalíu. Börn í Norður-Þýskalandi á aldrinum 9— 14 ára lesa að meðaltali 3 mynda- söguhefti á ári. Lee Falk, höfund- ur „Dreka" og „Mandrake höfuðs- manns" sagði: „Á hverjum degi lesa hundrað milljónir mahns um allan heim verk mín — þetta er alveg óskiljanlegt." Vísindamennirnir héldu sem sagt þing og ætlast er til þess, að það verði ekki það síðasta. Menn geta því búist við þykkum vísindalegum ritgjörðum um djúpsálarfræði myndasagna hvað úr hverju. Hitt er vitað að mörg sérkenniieg vanda- mál voru rædd af mikilli alvöru á þinginu. Fluttar voru framsöguræð- ur um hina djúpstæðu bölsýni Andrésar Andar og spurt: hví er hann orðinn að bölsýnispersónu? Annar spUrði, hvort það benti ekki til siðferðilegrar hnignunar á Vest- urlöndum, að Mikki mús hefur glutrað niður góðvild sinni. [ öðr- um myndasögum fundu menn end- urspeglun nýlendustefnu og kyn- þáttafordóma. Skoðanir manna á þessu þingi voru mjög skiptar. Margir höfðu áhyggjur af siðferðilegri hnignun og lágum smekk sem myndasögunum væri samfara. Aðrir voru bjartsýnni, eins og t. d. prófessor Fausto Bongiovanni sém sagði: „Mynda- sögumar búa barnið undir lífið. Og við verðum að játa, að lífið er mönn- um ekki Ijúft og auðvelt." Svo mik- ið er víst, að áðurnefndur höfund- ur „Dreka", Lee Falk, kom gjörsam- lega ruglaður af þessari ráðstefnu eftir að hann hafði heyrt svo marg- ar ræður: „Ég veit ekki," sagði hann, „hvort ég get nokkurn tíma búið til myndasögur framar. Þetta er allt svo miklu flóknara en ég hélt." Á hitt var ekki minnst, hvort radd- ir hefðu komið fram um hvernig Evrópumenn gætu teflt nokkru því fram á þessu sviði sem gæti leitt huga myndasagnalesenda frá hin- um flatneskjulegu æsingum hinnar amertsku framleiðslu. En þær til- raunir hafa þó verið gerðar. Ýmsir róttækir listamenn hafa gert mynda- sögur byggðar á klassískum skáld- verkum eða ævintýrum þjóðsagna- persóna. Og hefur margt verið ágætlega gert. ÆSKAN - Sendið borgun með pöntun á blaginu strax í dag! 15

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.