Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 33

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 33
Það var 14. febrúar árið 1876, sem Bandaríkjamaðurinn Alexander Graham Bell fékk einkaleyfi á upp- finningu sinni, símanum, sem síðan hefur breiðst eins og eldur í sinu gjörvalla veröld. Það eru því 100 ár frá því að þetta þarfaþing, sírninn, fór að hafa áhrif á og gjör- breyta lifnaðarháttum okkar. Það var hinn 25. ágúst árið 1906, sem símastrengur var lagður yfir hafið til Seyðisfjarðar og 29. sept- ember, rúmum mánuði síðar, var búið að leggja símann alla leið til ^eykjavlkur. Reyndar hafði sima- staurum og öðru efni til lagningar símans verið komið fyrir áður, þann- '9 að lögnin sjálf tók styttri tíma en ella hefði orðið. Sá, sem stjórn- aði verkinu var norskur maður, .Olav Forberg að nafni, sá hinn sami, er varð fyrsti landssímastjóri ^ íslandi. Eftir að sæsíminn hafði verið la9ður til Seyðisfjarðar var þegar hafist handa um að leggja símann aleiðis til Reykjavíkur. Þetta var al|s 614 kdómetra leið og tveir S'mavfrar. , Síminn var fyrst lagður frá Seyð- 'sfirði um Egilsstaði og yfir Smjör- Vatnsheiði til Vopnafjarðar. Á næsta ^r' var síminn reyndar fluttur af ^mjörvatnsheiðinni, vegna ísingar. ^°kkrar slíkar breytingar voru gerð- ar á næstu árum. Frá Vopnafirði var síminn síðan a9ður yfir Hauksöræfin, um Mý- Vatn, ReykjahKð, Breiðumýri og yf- lr Pljótsheiði og Vaðlaheiði til Ak- areyrar. Þaðan var hann síðan a9ður til Dalvíkur, um Heljardals- ^Jð' til Sauðárkróks, svo um ■>9uskörð og áfram vestur, um ^rdal, til Blönduóss og svo sem Alexander Graham Bell. Talsíminn er 100 ára Hátalarasíminn er aSeins tll sýnls enn- þá, en hver veit nema hann elgi eftir að koma inn á hvert heimill. leið liggur vestur að Hrútafirði. Þar var sæsími lagður yfir fjörðinn til Borðeyrar. Þaðan lá síminn suður um Holtavörðuheiði og alla leið að Hvalfirði, en þar var einnig lagður strengur yfir fjörðinn og síðan sem leið liggur til Reykjavíkur. En þó að síminn hafi í raun hafist með stofnun Landssímgns í septem- ber 1906, þá má geta þess, að nokkrir símar höfðu verið teknir f notkun hér á landi fyrir þann t(ma. T. d. var talsímafélag í Reykjavík, sem hélt uppi símaþjónustu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Einn- ig munu hafa verið símar á Eyrar- bakka, í Eyjafirði og á ísafirði. Þetta voru þó aðallega símar, sem versl- unarmenn notuðu, aðallega frá heimilum sínum I verslunarhús, vörugeymslur og afgreiðslur. Eftir að búið var að leggja streng- inn til Reykjavíkur var síminn lagð- ur út um allar byggðir landsins á næstu árum. ( dag er sfmi I öllum kauptúnum og þorpum og á öllum sveitarbæjum, þar sem menn vilja á annað borð hafa síma. Fjöldi notenda ( dag er rúmlega 70.000 en talfæri í notkun nálægt 90 000 talsins. Af þessum talfærum eru'93,3% sjálfvirk tæki. Þá má bæta því við, að slmnotendum fjölg- ar mjög mikið á hverju ári og fjölg- aði þeim t. d. um 5000 á s.l. ári. Á þessu aldarafmæli slmans munu vera rúmlega 350 milljón s(m- ar, sem tengja saman einstaklinga, borgir, þorp og sveitir um alla ver- öld. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um þau stórkostlegu áhrif, sem síminn hefur haft á lifnaðarhætti okkar íslendinga, en það var ein- rriitt árið 1906 sem síminn kom til landsins. Kjörorðið er: ÆSKAIM FYRIR ÆSKUIMA ÆSKAN - Bókaskrá blaðsins er gefin út í 20.000 eintökum. 31

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.