Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 36

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 36
¦ ¦ ¦ ¦ eimih AÐ TAKA Á MÓTI SLÁTRINU Þegar sláturs er von eru allir pottar, balar, fötur og brúsar þveg- ið sem best og skolað úr heitum vötnum. Hn far, nálar, saumgarn og gisið léreft, þvegið og soðið, er haft tilbúið í eldhúsinu. Rúgmjöl, hveiti, haframjöl, salt, pipar og laukur er einnig haft við höndina, svo allt geti gengið sem best. Þegar slátrið kemur heim er hið fyrsta verk, sem gera þarf, að salta blóðið. Lokaður hnefi af salti í hvert kindarblóð. BLÓÐMÖR Blóðið er mælt og því hellt gegn- um sigti í balanum, sem hræra á í. Einn kaffibolli af vatni er látinn móti 11/3 I af blóði. % rúgmjöl og Va haframjöl er hrært út í blóðið og jafnað vel þangað til sleifin stendur ein, þó maður sleppi henni snöggvast. Mörinn, sem er brytjað- ur og kirtlar teknir frá, er látinn út í eftir vild, einnig rúsínur í suma keppina. Ráðlegast er að láta ekki rúaínur í þá keppi, sem á að súrsa. Keppirnir eru fylltir að % og saum- að fyrir þá, látnir ofan í sjóðandi saltvatn og látnir sjóða í 3—31/4 tíma. Bæta þarf vatni við og við í pottinn (heitu). Stinga þarf á keppina svo vömbin springi ekki. Keppunum er raðað á fjöl eða borð til að kólna. Venjulega gengur af blóðinu þegar búið er að fylla upp í keppina og eru þá saumaðir léreftspokar. Þá má næstum fylla og binda vel fyrir þá, en mjöli er betra að bæta ( blóðið, sem í þá er látið. Pokarnir eru soðnir í 4 tíma, dálítið kalt vatn og þeim flett af blóðmömum strax. Keppirnir eru geymdir í vatni með örlitlu af ediki út í. Sláturtíðin Nógur góður og hollur matur. LIFRARPYLSA Lifrin og nýrun eru þvegin vél og himnur teknar af, skorin í bita og hökkuð 2—3 í vél. Vz I mjólk og ögn af vatni er blandað með Vz litlum bolla af salti móti hverri lifur. Þessu er hrært út í lifrina og zh rúgmjöl og Va hveiti jafnað vel saman við. Mörinn látinn í eftir geð- þótta. Þetta er falið upp í vinstrarn- ar og langana, og poka ef þörf gerist, og soðið í 2%—3 tíma. Langarnir ekki svo lengi. Sumum þykir gott að láta ögn af kúmeni í lifrarpylsuna. Bragðið á hrárri lifrarpylsu til þess að vita hvort hún er mátulega sölt. Hún þarf að hrærast nokkuð þykk. . ÆSKAN - Munið hina stóru bókaskrá blaösins fyrir árið 1976 34

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.