Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 37

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 37
lundabaggi FÓTASULTA Hann er búinn til úr hálsæðum og ristlinum, lundin mun aldrei fylgja nú orðið. Ristillinn, sem legið hefur í salt- vatni, er þveginn vandlega. Háls- ®ðarnar eru lagðar í lófa sér og breiðari endi ristilsins lagður brisvar með þeim að endilöngu og svo vafðir utan um þar til ristillinn er búinn. Þá er þindin saumuð utan um og lundabagginn soðinn. Hann er búinn þegar prjónn gengur hik- laust gegnum hann. Þá er hann færður upp og látinn kólna. Geymd- Ur í sýrublöndu. VÉLINDIN Þau eru hreinsuð og himnur teknar burtu, einnig fitukeppir, sem sjaldan eru hreinir. Feitt kjöt er skorið í ræmur, lát- '3 á hlýjan stað og svo er því troð- í vélindin, þannig að þau snúist viÖ um leið. Soðin í einn tíma með iundaböggum og gollurhúsunum, Sem einnig eru troðin út með kjöti eða öðru góðgæti. Venjulega er betta borðað strax með nýju slátr- 'nu en annars má geyma það á sama hátt og lundabaggann. SVIÐIN Hausarnir eru klipptir og sviðn- lr> klofnir að endilöngu og lagðir 1 kalt saltvatn. Því næst eru þeir skafnir vel og þvegnir úr mörgum beitum vötnum og soðnir þar til kjötið losnar af beinunum. Þá eru beir teknir upp úr og beinin dreg:n varlega úr. Þeim er hvolft saman 2 °S 2 og bundið um meðan þeir 6ru að kólna. Geymdir í sýrublöndu. Eigi að borða sviðin heit eru þau aðeins s°ðin þangað til sprettur af þeim. ^jötið hrekkur upp eftir kjamman- um. Mörgum þykir skemmtilegra að borða af beinunum. Chips er lagleg, lítil læða. Hún á sér marga biðla og aSdáendur og er þess vegna oft úti langt fram á nætur. Eig- andi Chips varS fljótt leiSur á a3 þurfa alltaf aS vera aS fara upp úr rúmi sínu til aS hleypa eftirlætinu sinu inn og útbjó bjöllu meS sérstaklega stórum hnappi á dyrnar svo Chips gæti hringt meS löppunum. Næstu dagana æfSi hún sig sleitulaust og eigandi hennar hélt aS nú væri allur vandinn leystur. Þetta gekk Irka ágætlega r nokkrar vikur. Chips kom heim, hringdi bjöllunni og beiS svo þolinmóS eftir aS verSa hleypt inn. En eftir þann tíma rann upp fyrir henni, aS hægt væri að hringja bjöllunni á hvaSa tíma sem var og þá tók hún upp á því aS koma heim æ seinna á næturnar. Nú er búiS aS setja hana í eins konar útgöngubann. Ef klukkan verSur meira en tíu, er bjall- an tekin úr sambandi, þannig aS hún hringir ekki. Þá verSur Chips aS gjöra svo vel aS standa úti til morguns. En þaS sést á útihurSinni, aS hún hefur veriS klóruS fram úr hófi aS undanförnu. Fótunum er haldið yfir logandi eldi og hárið sviðið af. Klaufirnar, sem skorpna í hitanum, eru teknar glóðheitar af með hníf eða öðru járni, fóturinn strokinn með striga- klút, til að sjá hvort hann er svið- inn, og bætt um ef þarf. Þegar búið er að svíða eru fæt- urnir þvegnir og skafnir og soðn- ir vel í ekki mjög heitu vatni. Þegar kjötið losnar af beinunum eru þeir færðir upp og beinin tekin úr. Um leið og klaufarbeinin eru tekin er ,,klaufmaðkurinn“, það er kirtill með dálitlum hárskúf, sem situr á milli klaufanna, tekinn burt, en fómaðkurinn soðinn áfram í síuðu soðinu þar til allt er soðið að jöfnu mauki. Saltað mátulega, hrært vel og hellt í skál eða byttu. Hrært við og við á meðan það er að kólna. Þegar sultan er köld er hún skorin í bita og geymd í sýrublöndu. Líka má borða sultuna nýja ef vill. HJÖRTUN Hjörtun eru skorin upp og „ó- hljóðseyrun", soðin í súpu, eins og venjulegri kjötsúpu, með gul- rófum og gulrótum ef til eru. Hjörtun má einnig steikja í smjöri á pönnu og hella ofurlitlu af heitu vatni í pönnuna smátt og smátt. Jafna sósuna og borða með kál- meti. SLATURSÚPA Taki maður innan úr einni kind, og sjóði það í einu lagi, fær maður ágætt súpusoð. Þegar fært hefur verið upp úr er soðið fleytt og síað, og látið í hreinan pott. Gul- rætur, gulrófur og alls konar græn- meti má nota í súpuna. Örlitlu af hveiti kastað út í. Einnig er gott að útákastið sé hrísgrjón. Súpan má ekki vera þykk. ÆSKAN - Margir nýliðar koma fram fil að vinna fyrir blaðið.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.