Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Síða 61

Æskan - 01.11.1976, Síða 61
Þá birtist guðmóðirin. Hún var álfkona og hafði töfrastafinn meðferðis. — Fyrst þið getiö ekki komið ykkur saman um nafnið, sagði hún, — skíri ég drenginn Litlastóran. Svo getið þið skipst á að eiga hann annan hvern dag þangaö til þið ákveðið að eiga hann saman. Síðan snart hún drenginn og hvarf. . . Daginn, sem presturinn átti að skíra drenginn, varð hann votur af dropum vatns af vísifingri prestsins. — Þú fékkst hann •itla þinn, sagði maðurinn reiður. En næsta dag var drengurinn svo stór, að hann komst naumast fyrir í hjónarúminu, og hann varð ekki saddur fyrr en hann var búinn að drekka fulla fötu af mjólk. — Þú fékkst þá hann stóra þinn, sagöi móðirin reið. Og svo hyrjuðu þau aftur að þræta um barniö. Dag nokkurn var drengurinn fermdur og réði sér sjálfur. . . En nú var hann líka enn minrii, en þegar móðirin eignaðist hann. Og daginn eftir var hann svo stór og þrekinn, að faðir hans varð að hrópa til himins, til þess að drengurinn heyrði til hans. — VIÐ FÖRUM ÚT í SKÓG! öskraði faöirinn. ÚT (SKÓG! heyrðist fyrir ofan. Þegar þeir komu út í skóg, braut strákurinn trén af við rótina, sleit af þeim greinar og börk og hlóð þeim upp. Svo bar hann allan viðinn heim undir handleggnum. — Þetta var sko karl í krapinu, sagði sótarinn. — Sá fengi kaupið, ef hann stæði á götunni og fægði alla reykháfana. Svo kom maðurinn, sem fægði vindhanann á kirkjunni og sá, sem hreinsaði þakrennurnar og sá sem sá um eldingavarana . . . og a|lir vildu þeir fá drenginn sem aöstoðarmann. — Þarna sérðu, sagði maðurinn við konuna. — Stórmennin eru alltaf fremst í flokki. — Uss, sagði konan. — Þegar hann litli minn er heima getur hann lesið minnsta letrið fyrir fólkiö. Hann þræðir upp perlur og hjálpar konum að finna það, sem þær missa á gólfið . . . Dag nokkurn fór Litlistór með föður sínum til malarans meó korripoka. þegar malaradóttirin sá risann gleymdi hún sér alveg og einn ^ylluvængurinn festist í kjólnum hennar. . . Hún lyftist upp, allir kölluðu og veinuðu og svo sá Litlistór telpuna þar sem hún þaut upp í loftið. Vindmyllan snerist og niður fór hún. — Hjálp! veinaði malar- inn og reif í hár sér. þá rétti Litlistór fram höndina og greip stúlkuna um leiö og v®ngurinn kom framhjá. '— Þakka þér kærlega fyrir, sagði malarinn við strákinn. Hún hefði orðið konan þín, ef þú hefðir verið einn af okkur. Malardóttirin brosti til Litlastórs. '— Ef ég þá vil? sagöi hún og brosti. Strákurinn varð svo hrifinn, að hann gleymdi sér. — Ef mér nú þætti vænt um þig? spurði hann. '— Það gengi aldrei, sagði malarinn. — Annan daginn ertu s*ór eins og hæsta tré, en hinn lítill eins og baun! Dóttir mín 9etur ekki átt þannig mann. Eo malaradóttirin lét sig ekki. Þessi litlu brúðhjón eru dvergar og eru hvort um sig ekki nema réttur metri á hæð. Þau starfa hjá fjölleikahúsi í Bandaríkjunum og gengu í það heilaga nýlega. Hún vildi eignast drenginn, hvort sem hann væri risi eða dvergur. Hún vildi láta lýsa með þeim . . . — Jæja, jæja, sagði móðirin. — Hann á að vera brúðgumi, þegar hann er lítill. Þá spörum við brúðgumabúninginn, og hann er svo dýr. — Sleppum því að spara, sagði maðurinn. — Fólk verður að sjá hann. Hann á að vera brúðgumi, þegar hann er stór. . . Svo þrættu þau meira, en nú lét maðurinn sig ekki fyrr en hann fékk síðasta orðið. Þá hringdu kirkjuklukkurnar og malaradóttirin var svo falleg brúður, að gömlu konurnar kjökruðu og sögðu, að engin hefði verið fegurri í kirkjunni, síðan þær. . . En Litlistór sat í kirkjunni með höfuðið við kórinn og fæturnir náðu út að veggjunum. Það var gott, að það var hátt undir loft í kirkjunni, því að hann hafði næstum rekist í þakið, þegar hann rétti brúðinni hringinn Faðirinn og móðirin sátu og horfðu á, og þegar drengurinn sagði já við brúðurina, hraut út úr henni: — Já, já, þetta er þá drengurinn okkar! — Já, þetta er drengurinn okkar, sagði faðirinn og andvarp- aói. Þá kom guðmóðirin. — Loks urðuð þið sammála, sagði hún — Um að þið ættuð hannsaman! Um leið seig brúðguminn saman . . ., hann varð minni og minni og loks varð hann að venjulegum myndarmanni. Fötin höfðu líka hlaupið . . . — Hamingjan er að eiga eitthvað saman, sagði álfkonan og um leið var hún horfin . . . Þá tókust faðirinn og móöirin í hendur og allur bærinn stóð á öndinni af gleði. Brúðurin og brúðguminn Ijómuðu af gleði. ÆSKAN — Það er Ijótt að stelast út, þegar maður á að vera inni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.