Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1978, Síða 38

Æskan - 01.07.1978, Síða 38
9 50— 60 börnum sem þátt tóku í keppninni verður boðið að taka þátt í keppni í Reykjavík eftir næstu áramót og verður þeirri keppni sjónvarpað. Áfengisvarnaráð hefur styrkt þá keppni svo von- andi verður hægt að greiða fargjöld þeirra sem lengst koma að. Keppt verður í 50 m hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi og boðhlaupi. Sjónvarpskeppnin fer fram undir kjörorðinu „Bindindi best“, sem á að minna þátttakendur á að bindindi á vín og tóbak er nauðsynlegt til að góður árangur náist í íþróttum. Á þessum myndum sjáið þið tvær algengustu stökk3 ferðirnar í hástökki. Til vinstri er svokallað grúfustök Með þeirri aðferð hefur risinn Vladimir Yashchenko oflí stokkið 2.35 m innanhúss og 2.33 m utanhúss og bæði afrekin heimsmet. ÞRIÞRAUT F.R.I. OGÆSKUNNAR í haust fer fram skemmtileg keppni í frjálsum íþróttum í öllum grunnskólum landsins, nánar til- tekið á tímabilinu frá 1. september — 31. október. Það er Frjálsíþróttasamband íslands og Barna- blaðið Æskan sem bjóða upp á þessa keppni, en íþróttakennarar skólanna munu stjórna henni. Það eru börn á aldrinum 11,12 og 13 ára (fædd 1965,1966 og 1967) sem rétt hafa til þátttöku. Keppt verður í 3 greinum, 60 m hlaupi, hástökki og boltakasti. Kastað verður litlum bolta nálægt 80 g að þyngd. Stig eru gefin fyrir unnin afrek og ræður saman- lagður stigafjöidi hverjir sigra í hverjum skóla. Þegar úrslit hafa borist frá skólunum verður birtur listi í Æskunni yfir bestu þátttakendurna í hverjum aldursflokki. Jóna Björk Grétarsdóttir er aðeins 12 ára gömul, en hefur samt náð mjög góðum árangri í frjálsum íþróttum. Hún hlaut verðlaun á síðustu Andrésar andar leikunum í Noregi og verður áreiðanlega meðal þátttakenda í þrí- þrautinni. Með Jónu Grétu á myndinni er þjálfari hennar, Stefán Jóhannsson.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.