Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 8

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 8
þurfti að bæta þau og þvo. Venjulega fékk Ari ekki að vera úti á kvöldin, en í þetta sinn skipti braut mamma regluna. Hún skildi drenginn sinn vel. Hún gat ekki skip- að honumn að vera inni, þegar skólasystkin hans voru að skemmtasér. Mamma varalltaf góð, best af öllum. Þó átti hún engin falleg föt. Ari rölti út að skóla. Skólinn var allur uppljómaður. Ómar söngs og hljóðfæra bárust til hans út á götuna. Hann starði upp í bjarta gluggana, og tár blikuðu í augum hans. Hann fann sárt til. Það var einhver þungi í brjóst- inu, gremja og tregi. — Átti hann að kasta snjókúlum í gluggann, bara til að gera eitthvað? Nei, það var ekki rétt. En ósjálfrátt leitaði hugurinn að einhverju, sem hann gæti látið raunir sínar bitna á. Hon- um var vel við kennara sínaog skólasystkin. Hann óskaði þeim alls góðs. En hvers vegna áttu þau falleg föt, en hann ekki? Hvers vegna gátu þau hlegið og skemmt sér án hans? Hann hugsaði málið. Nei, þau áttu enga sök. Hann var alveg varnarlaus. Ari var kominn upp í tröppurnar við inngöngudyr skól- ans. Léttar raddir bárust að eyrum hans, raddir sem hann þekkti vel. Hann lagði vangann að hurðinni til þess að heyra betur. Börnin á skólaganginum hlógu og mösuðu hvert í kapp við annað, kát á svip. Frá skólasalnum heyrðist hljóðfærasláttur. Þar var sungið og dansað. Ari sá í gegnum rúðu á hurðinni hvar Benni jafnaldri hans gekk hröðum og léttum skrefum um ganginn, prúðbúinn og vel greiddur. Hann Ijómaði af gleði og virtist leika við hvern sinn fingur. Undur hlaut að vera gaman að eiga falleg föt. Ari lokaði augunum og hlustaði. Þá sá hann alls konar myndir. Það var eins og hann væri að dreyma. Hann gekk niður skólatröppurnar. Hann var niðurlút- urog barsig eins og gamall maður. Hann lagði höndina á brjóstið vinstra megin, eins og hann fyndi til. Það var engin þrjóska í svipnum lengur, ekkert stolt, aðeins sárindi og vonleysi. Og þó. Einhver þykkja leyndist með honum hið innra. Hann hafði alltaf hlakkað til jólanna. Þá voru allir góðir. Hvers vegna voru menn ekki alltaf góðir, alltaf í jóla- skapi? Hann stóð um stund utan við skólann einn og yfirgefinn. Stjörnurnar blikuðu eins og forðum á Betle- hemsvöllum. Hvers vegna voru menn að berjast úti í heimi? Ari litli ráfaði um göturnar. Hann gat ekki farið heim strax. Hann vildi ekki láta mömmu sjá sig. Hún átti nógu bágt samt. Hann vissi vel, að hún óskaði þess heitt og innilega að geta gefið drengnum sínum ný og falleg föt, svo að hann gæti glaðst eins og önnur börn. Mamma var öllum góð. Gat hann annars nokkuð glatt pabba og mömmu á jólunum? Þaðbirti yfirsvip hans. Hlýirstraumarfóru um hugann. Það var svo margt sem hann gat gert fyrir pabba og mömmu. — Bráðum komu jólin. Skúli Þorsteinsson. Úr bókinni Móðir og barn eftir Tagore -J Gunnar Dal þýddi BLESSUN Blessaðu þetta litla hjarta, þessa hvítu sál, sem hefur fengið himininn til að kyssa jörðina. Hann elskar Ijós sólarinnar, hann elskar auglit móður sinnar. Hann hefur ekki lært að lítilsvirða moldina og sækjast eftir gulli. Þrýstu honum að hjarta þínu og blessaðu hann. Hann er kominn inn í þetta land hinna mörgu vegamóta. Ég veit ekki hvernig hann valdi þig úr hópnum, kom að dyrum þínum, tók í hönd þína til að spyrja þig til vegar. Hann mun fylgja þér hlæjandi, án nokkurs efa í hjarta. Varð- veittu traust hans, leiddu hann rétta leið og blessaðu hann. Leggðu hönd á höfuð hans og bið þess, þótt öld- urnar rísi hátt hið neðra, að andblær komi að ofan og fylli segl hans og flytji hann inn í höfn friðarins. Gieymdu honum ekki í önn dagsins, láttu hann koma til hjarta þíns og blessaðu hann. Englabarnið Þeir hrópa og berjast, þelr efast og örvænta, og deilur þeirra taka aldrei enda. Láttu líf þitt veröa meðal þeirra eins og lítið Ijós, barn mitt, stöðugt og hreint, og gleddu þá þar til þeir þagna. Þeir eru grimmir vegna ágirndar sinnar og öfundar, oró þeirra eins og falinn hnífur, sem þyrstir í blóð. Far þú og gakktu til móts við hin reiðu hjörtu þeirra, barn mitt, og láttu mild augu þín hvíla á þeim, eins og fyrirgefning og friður kvöldsins falli yfir stríð dagsins. Láttu þá sjá andlit þitt, barnið mitt, og þannig skilja þeir tilgang allra hluta, láttu þá elska þig og elska þannig hver annan. Komdu og tak þér sæti í brjósti óendanleikans, barnið mitt. Lyftu sál þinni við sólris og lát hana opnast eins og ný- útsprungið blóm. Og beygðu höfuð þitt við sólarlag og endaðu bæn dagsins í þögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.