Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 11

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 11
SAGA Upphaflega reist sem virki af Filip- pusi-Augusti konungi um 1190. Lagt í rúst eftir bardagann við Agincourt 1415. Endurreist sem höll á 16. öld. Stækkað af Lúóvíki 14., sem notaði virkið sem höll, áður en hann flutti til Versailles. Notað sem safn á tímum frönsku byltingarinnar, stækkað og endurbyggt undir stjórn Napóleons III. NOTKUN Nú er heimsins stærsta safn í hinum konunglegu sölum hallarinnar, en þar eru geymd um 400 þúsund listaverk, en þau markverðustu eru til sýnis í 225 sölum þar. Hér sést nær því allt, sem listnæmt telst í 8 þúsund ára sögu mannkynsins. Safninu er skipt í sex LOUVRE í STUTTU MÁLI í miðborg Parísar, við Signubakka Stærst. L J deildir, s.s. gríska og rómverska forn- munadeild, egypska deild, austur- lenska list, húsgögn, listasmíði og skrautmuni ýmiss konar, teikningar, vatnslitamyndir og málverk. MERKIR SAFNGRIPIR Á safninu eru ýmsir merkustu safngripir veraldar, s.s. Venus frá Milo og Móna Lísa eftir Leonardo da Vinci. AÐGANGUR Daglega, nema á þriðjudögum, að- gangseyrir 3 frankar. Ókeypis aðgang- ur á sunnudögum. Rúmlega 3 milljónir borgandi gesta ár hvert. mMi að var fyrst og fremst tvennt, sem mig langaði til að sjá, þegar ég fór árla morguns inn á Louvre-safnið — stærsta safn í heimi. Venus frá Milo og Mónu Lísu, sem ef til vill eru mestu meistaraverk, sem sköpuð hafa verið. Ég sá hina undurfögru marmaragyðju innst inni í löngum sal. Hún var umkringd aðdáendum. Hún er tákn fegurðar og tignar, sem allir þrá, en fáir öðlast. Enginn veit, hvenær hún var mótuð né í hvaða skyni. Listfræð- ingar segja, að styttan hafi orðið til í Grikklandi á annarri öld fyrir Krist. VENUS ER HANDLEGGJALAUS Fyrst fréttist af Venus frá Milo árið 1820, þegar grískur bóndi, Yorgos, þurfti að fjarlægja stóran klett af akri sínum á eyjunni Melos í gríska Eyjahafinu. Undir klettin- um var gengt niður í neðanjarðarhelli, sem í voru brotnar styttur. Yorgos vissi, að lögum samkvæmt bar honum að afhenda alla fornmuni stjórnvöldum í Grikklandi, en hann varð svo hrifinn af boglínum einnar styttunnar, að hann afhenti hana ekki — fyrr en Tyrkir komust að því, sem gerst hafði og tóku marmarabrotin og fluttu á brott. Um þetta leyti hafði öllum frönskum embættismönnum og fulltrúum í Grikklandi og Egyptalandi verið skipað að fylgjast með fornmunum. Franskt herskip kom til Melos áður en Tyrkir sluppu á brott. Venus hin fagra var flutt yfir á franska herskipið. Það veit enginn, hvers vegna né hvernig — með ofbeldi, mútum eða venjulegri sölu eins Frægasta málverk heims — Móna Lísa eftir Leonardo da Vinci — mynd af aðalskonu frá Flórenz. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.