Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 26

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 26
Ævi H. C. Andersens efnað bændafólk, urðu vegna veik- inda að hrekjast burt af jörð sinni og áttu nú heima í litlu, fátæklegu húsi í Óðinsvéum. Það höfðu þau keypt fyrir sína síðustu peninga. Þau höfðu ekki efni á að kosta menntun sonarins og létu hann þess vegna læra skósmíði enda þótt hann hefði lítinn áhuga fyrir því starfi. Hann lét allt eftir litla syni sínum, Hans, smíðaði handa honum leik- föng, las fyrir hann og sagði honum sögur og ævintýri. Á sunnudögum fór hann með honum í langar göngu- ferðir um nágrenni bæjarins. Einu sinni á ári fór móðirin með þeim. Það var snemma á vorin, þegar beykiskógurinn var aö springa út. Hún var þá alltaf í brúnrósótta bóm- ullarkjólnum sínum. Það var eini fíni kjóllinn, sem Hans sá móður sína nokkru sinni klæðast. Faðirinn var ekki margmáll, þegar þau voru í skógarferðum, en sat oftast kyrr og hugsaði. Hans lék sér skammt frá þeim. Alltaf tóku þau grænar greinar og blóm með sér heim, sem þau stungu í rifurnar milli loftbjálkanna og yfir dyrunum í litla húsinu. Foreldrar Hans lifðu mjög kyrrlátu lífi. Einu sinni tóku þau hann samt með sér í veislu, sem haldin var í fangelsinu í borginni. Þeirri veislu gleymdi hann aldrei. Löngu áður en þau komu til fangelsisins, var hann farinn að skjálfa af hræðslu. Hann gat ekki komiö niður nokkrum bita af öll- um þeim kræsingum, sem fram voru bornar, vegna ótta um, að fram- reiðslumennirnir væru hættulegir fangar. Honum fannst allt í einu, að allar þær óhugnanlegu sögur, sem faðir hans hafði sagt honum, yrðu Ijóslifandi á ný. Á bernskuárum Hans var til margt fáfrótt og hjátrúarfullt fólk. Þannig minnist hann þess, að kvöld nokkurt stóð hann ásamt móður sinni og nokkrum nábúakonum á kirkjuhlaö- inu og beið þess, að halastjarna kæmi í Ijós á himninum. Konurnar töluðu um þá hræðilegu ógæfu, sem yfir myndi ganga, ef halastjarnan rækist á jörðina. Að vísu kom halastjarnan í Ijós eins og stjörnufræðingarnir höfðu sagt fyrir, en að öðru leyti gerðistauðvitað ekki neitt. Faðir Hans kom og útskýrði þetta fyrirbæri á skynsamlegan hátt, en konurnar þóttust vita jafnlangt nefi sínu og lögðu engan trúnað á orð hans. Skammt frá heimili Hans var spunastofa þar sem gamlar, fátækar konur gátu unnið sér ofurlítið inn til lífsviðurværis. Hans þótti mjög skemmtilegt að fara þangað, hann skemmti gömlu konunum með því að segja þeim sögur og syngja fyrir þær. Hann varð uppáhald þeirra og þær sögðu sín á milli: „Svona gáfað og elskulegt barn getur varla átt langt líf fyrir höndum.“ Ekki fannst drengnum neitt miður aó heyra það, þvert á móti gekkst hann upp við hólið og hlakkaði næstum til hinnar ævintýralegu heimferðar. Því miður sögðu gömlu konurnar honum margt, sem var fremur óhugnanlegt, svo að hann varð uppfullur af hjátrú. Þegar dimmt var orðið, þorói hann varla um þvert hús að ganga. Hans lék sér ekki við aðra drengi, en sökkti sér niður í leiki að þeim leikföngum, sem faðir hans bjó til handa honum. Mesta ánægja hans var samt að sauma brúðuföt á allar þær mörgu brúður, sem hann átti. I litla garðinum við húsið hafði hann búið sér til svolítið skýli úr kústsköft- um og gömlum svuntum af mömmu sinni. Þar sat hann oft tímunum sam- an, hvernig sem viðraði, og saumaði eða horfði á stikilsberjarunnann, sem óx þar. Hann fylgdist með honum allt frá því að fyrstu brumin sprungu út á vorin og þartil síðustu gulnuðu blöðin féllu að haustinu. Fyrsta skólaganga Hans hófst með því að hann var settur í stöfun til gamallar konu, sem kenndi honum að þekkja bókstafina. Hún hafði stóran hrísvönd viö höndina og notaði hann óspart á smáfólkið í bekknum. Þótt mamma Hans hefði sagt gömlu kon- unni, að ekki mætti hýðadrenginn, lét hún hann dag nokkurn kenna á vendinum. Hans vildi ekki sætta sig við þessa meðferð, hann tók bæk- urnar sínar, fór heim og bað um að verða settur á annan skóla. Það fékk hann, en ekki tókst honum heldur að ÆSKAN — Munið að vínið er eitur á leið gegnum hjartað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.