Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 28

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 28
mánaðarlegum fjárstyrk. Hann fékk fæði og húsnæði hjá konu nokkurri, sem bjó viö eina allra fátæklegustu götu borgarinnar. Herbergið var stór gluggalaus borðstofa. Konan hirti af honum hvern eyri, sem hann fékk, en samt var hann ánægður yfir að hafa nú loks eignast „heimili". Um þetta leyti fór Hans að koma í boð hjá prófessor Rahbek og konu hans á heimili þeirra. Þar söfnuðust flest helstu skáld og listamenn borg- arinnar saman. Áhrifin frá þeim menningarstraumum sem Hans varð þarna fyrir, urðu þau, að hann ákvað að gerast skáld. Fyrst hann gat hvorki orðið leikari, söngvari eða ballett- dansari, gæti hann kannski skrifaó leikrit. Þessi löngun greip hann svo sterkum tökum, að hann grét af gleði. Hans hófst strax handa við leikrita- gerðina. Fjaðrapenninn þaut yfir þapþírinn og að hálfum mánuði liðn- um skilaði hann handriti sínu til kon- unglega leikhússins. Leikritið hafnaði í bréfakörfunni, en hann lagði ó- trauður út í að skrifa nýtt. Hans var nú 17 ára og mjög fátækur. Fermingar- fötin hans voru útslitin og sóiarnir komnir að því að detta undan skón- um. Samt fannst honum það verst af öllu, að hann var ekkert nær markinu nú en í upphafi. Til allrar hamingju tók nú áhrifamaður, sem hét Jónas Coll- in, að styðja hann og styrkja. Collin, sem var hátt settur við hirð- ina og auk þess forstjóri konunglega leikhússins, gekk á konungsfund og fékk því framgengt, að Hans hlaut ár- legan styrk, svo að hann gæti komist í menntaskóla og orðið stúdent. í menntaskólanum fékk hann góðan mat og ný föt. Hann hafði tvö ágæt herbergi með öðrum námssveini, en ekki var honum að öðru leyti skóla- vistin auðveld. Sérstaklega reyndist honum erfitt að læra grísku og latínu og honum var mikið strítt — ekki að- eins af nemendum, heldur jafnvel af kennurunum og rektor sjálfum. Collin hafði nú komist að því hvernig and- rúmsloftið var í skólanum og fékk skjólstæðing sinn fluttan í annan skóla. Þar lauk hann stúdentsprófi tuttugu og þriggja ára gamall. Hans var nú svo heppinn að fá út- gefna eftir sig litla bók. Fyrir höfund- arlaunin ferðaðist hann um alla Dan- mörku ög fékk alls staöar góðar við- tökur. Á einum herragarðinum kynnt- ist hann ungri stúlku og til hennar felldi hann sína fyrstu, óhamingju- sömu ást. Hún elskaði annan mann, en sendi honum bréf, sem hann geymdi allt til dauðadags og bar jafn- an í skinnpoka á brjóstinu. Smám saman voru fleiri verk hans gefin út: Ljóð, leikrit og sögur. En gagnrýnendur fóru hörðum orðum um ritverk hans, og Collin ráðlagði honum að ferðast til útlanda og kynnast nýju umhverfi. Vorið 1831 fór Hans í fyrsta sinn til annarra landa. Hann átti seinna eftir að fara margar slíkar ferðir og í hvert sinn skrifaði hann sér til minnis um allt, sem vakti athygli hans. Stundum gaf hann út slíka ferðaþætti. Við aðra utanför sína naut hann ferðastyrks, sem sjálfur konungurinn, Friðrik sjötti, veitti honum. Á ferðum sínum komst Hans í kynni við marga fræga menn, og þegar hann dvaldi i Róma- borg, tengdist hann myndhöggvar- anum Bertel Thorvaldsen traustum vináttuböndum. Thorvaldsen hafði líka átt við fátækt að stríóa, áður en hann varð frægur, svo að þeir skildu hvorn annan. Á ferðum sínum hélt Hans stöðugt áfram að skrifa, en flestum bókum hans var illa tekið. Loks hlaut samt ein þeirra góða dóma og það gaf honum hugrekki til að halda áfram. Loks tók að rofa til. Árið 1835 komu fyrstu aev- intýri hans út án þess að þau vektu nokkra verulega athygli. Það lá við að menn væru hneykslaðir yfir að skáld skyldi leggja sig niður við að skrifa ævintýri fyrir börn. Þótt vinir hans réðu honum frá því, hélt Hans áfram að skrifa ævintýri og tveimur árum seinna var þeim safnað saman í bók sem bar heitið: „Ævintýri til að segja börnum." Hans vissi ekki einu sinni sjálfur, að hann hafði nú rutt sér braut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.