Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 38
BBBHHHHBHSHBHHHHBBHHHHHHHHEBHBHBHHHBHHHHHHHBHBflHBHHBBHBflBBBHEHBHBSHBBHHHHHBHHHBB Bernskuminniiigar Ragnheiður Jónsdóttir: FYRIR OPNU HAFI WMHWMMMMMHMaMfMMWNaH egar ég minnist bernskuáranna, verður mér alltaf fyrst að hugsa um hafið. Niður þess ómar í huga mínum, ýmist hugljúfur og vaggandi eða þungur og voldugur. Ég minnist hafsins á lognheitum sumardögum, þegar það lá spegilslétt í sólblikandi fegurð og seiddi hugann út fyrir ysta sjónarhring. — Þá undum við börnin daglangt í fjörunni. Við lékum okkur í klettunum, tíndum skeljar og kuðunga og köstuðum smásteinum út í lónin. Við lágum í sandinum, hvítum og hlýjum, og byggðum okkur hús með óþrjótandi tilbreytni, þar sem svo auðvelt var að rífa niður og byggja upp aftur. Þetta voru sólskinsstundirnar. En sjórinn átti það líka til að vera úfinn og grettur dögum og jafnvel vikum sam- an. Og stundum færðist hann í svo tröllslegan ham, að ógn var á að horfa. Þá risu öldurnar fjallháar og gengu óbrotnar á land. Þær sópuðu burtu öllu lauslegu úr flæðarmálinu, og það kom fyrir oftar en einu sinni, að þær brutu stór skörð í garð þann, sem hlaðinn var þorp- inu til varnar. Þá rann sjórinn upp á milli húsanna og gerði stundum mesta usla. Það var líka sjórinn, sem réð mestu um líðan manna og afkomu í þorpinu. Væri hann örlátur á gjafir sínar, höfðu flestir nægilegt að bíta og brenna. En brygðist aflinn, varð fljótt þröngt í búi. Ég var aldrei laus við ónotabeyg, þegar pabbi minn stundaði sjóinn, og ég gætti þess vandlega kvölds og morgna að lesa bænirnar mínar í réttri röð, eins og ég áleit, að guði líkaði best. Ég bætti alltaf við nokkrum orðum frá eigin brjósti til þess að minna hann sérstak- lega á mig. En þrátt fyrir það var ég aldrei vel örugg og átti erfitt með að festa hugann við nám eða leiki, á meðan pabbi var í róðri. Það var eitt sinn á aflíðandi vertíð, að ég hafði fengið leyfi til þess að fylgja pabba til sjávar. Ég vaknaði eld- snemma og kepptist við hann að klæða mig. Ég kepptist líka við hann að borða bitann, sem mamma hafði tekið til handa honum kvöldinu áður. ,,Guð fylgi þér," sagði mamma, þegar pabbi kvaddi hana, og ég tók undir það með sjálfri mér. Pabbi fór í skinnbrók og stakk, lét á sig sjóskó og sjóhatt. Svo var hann tilbúinn að leggja af stað. Égtrítlaði við hlið hans, ánægð yfir þessari tilbreytingu. Á leiðinni kom hann við í beitningarkofanum og tók þar beittan lóðarlaupinn sinn og sióst í för með skipsfélögum sínum, sem þar voru komnir í sömu erindum. Veðrið var kyrrt, snjór yfir öllu og dálítið frost. Sjó- mennirnir gengu fylktu liði til sjávar, hver skipshöfnin út af fyrir sig, og gekk formaður fremst. Það brakaði í frosnum skinnklæðunum og marraði í snjónum undan fótum þeirra. Sjórinn var sléttur, svo að varla örlaði á brimbólu. Menn settu fram skip sín, sem stóðu nokkuð upp á sandinn, og eggjuðu þá hver annan. BnBHn » t Eiríkur Sigurðsson, fv. skólastjóri, skrifar: ,,Æskan hefur alltaf verið stolt Reglunnar. Þetta myndarlega barna- og unglingablað á ekki sinn líka á Norðurlöndum. — Á þessum tímamót- um flyt ég Æskunni og ritstjóra hennar bestu heillaóskir með þökk fyrir það efni sem hún hefur flutt æskulýð landsins frá upphafi — í áttatíu ár.“ * VERÐLAUNAGETRAUN ÚTVEGSBANKANS Athugið: Nöfn vinningshafa verða birt í janúarblaðinu. Útvegsbanki íslands. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.