Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 58

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 58
Undrabarnið Aljosha Þetta gerðist í Tónlistarskólanum í Moskvu fyrir nokkrum árum. Aljosha Panof settist (eða réttara sagt, var settur) við nótnaborðið á risastóru orgeli. Brátt fyllt- ust hvelfingar salarins af Bach-tónum. Þetta hélt áfram í þrjár klukkustundir og engin leið var að fá tónlistar- manninn til að hætta, þar til einhverjum datt í hug það snjallræði að taka hljóðfærið úr sambandi og segja Al- josha að það væri orðið þreytt. Tónlistarmaðurinn var þá nýorðinn fjögurra ára. Nú er hann bráðum sjö, og um hann er óhætt að segja, að hann sé frábær tónlistarmaður. Margir vísindamenn á sviði sálfræði, kennslufræði og tónlistar hafa sýnt undrabarninu Aljosha Panof mikinn áhuga. Fréttamaður APN fór á fund E. Iljenkof doktors í heimspeki og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Þér hafið þekkt Aljosha Panof lengi. Þér hafið oft heyrt hann leika á píanó margþætt tónverk eftir Beet- hoven, Rachmaninof og marga fleiri . . . Það leikur víst enginn vafi á því, að hér er um afar óvenjulegt og sjald- gæft fyrirbæri að ræða? — Já, ég hef þekkt Aljosha og fjölskyldu hans í u. þ. b. 3 ár og hef mikið hugsað um hann. Vissulega höfðu Aljosha Panof. fyrstu kynni mín af honum ámóta áhrif á mig og krafta- verk hefði haft. ímyndið yður smástrák sem getur end- urtekið hvaða tónverk sem er á píanó eftir að hafa heyrt það einu sinni eða í mesta lagi tvisvar! Sama hvort það er jass, sinfonía, píanóverk eða kórlag. Fjögurra ára að aldri getur hann gert margt sem ekki er á færi allra at- vinnutónlistarmanna. Einu sinni voru þeir feðgarnir í heimsókn hjá mér. Ég setti þá á plötuspilarann „Valkyrj- una“ eftir Wagner. Aljosha hlustaði af mikilli athygli. U. þ. b. hálfu ári síðar bað ég hann, meira ígamni en alvöru, að endurtaka þessa tónlist fyrir mig. Og hann gerði það! Að sjálfsögðu gat hann ekki náð öllum smáatriðum þessa afar flókna tónverks — það getur aðeins heil Wagner- hljómsveit — en hann endurvakti allar helstu laglínurnar á mjög nákvæman hátt, dró fram aðalatriðin og jafnvel smáatriði, þar sem litlu puttarnir dugðu til. Og svo var að sjá að þetta væri honum alls ekkert erfitt. Hann gefur sér tíma til að lagfæra gleraugun á nefinu (Aljosha hefur frá fæðingu haft mjög slæma sjón) og jafnvel líta í kringum sig til að athuga hvort einhver sé að hlusta. Það var skemmtilegt að fylgjast með því, hvernig hann færði sig af öðrum enda nótnaborðsins yfir á hinn. Hendurnar voru of stuttar, og hann náði ekki út á endana, stundum gat hann notað olnbogann, í önnur skipti klappaði hann saman lófunum. Tæknin kom af sjálfu sér! Ósjálfrátt verður manni hugsað til Mozarts, eða Rachmaninofs. — Þetta er því algjört kraftaverk. En nú skilst mér, að þér trúið ekki á kraftaverk? — Það er rétt. En hér er vissulega um að ræða sjald- gæft, einstakt og óútskýranlegt fyrirbæri, ef miðað er við venjulegar hugmyndir um eðli og listræna hæfileika. Hafið þér aldrei furðað yður á þeirri staðreynd, að svo til hvaða krakki sem er hefur mun betra vald á móðurmáli sínu en meirihluti erlendra stúdenta, sem eru að bisa við að læra þetta mál með aðstoð kennara? Við skulum minnast þess, að f tónlistinni eru aðeins sjö hljóð, sem eru uppistaðan í sérhverju tónverki, hvort sem það er fúga eða hljómsveitarverk. Talað mál er miklu flóknara að uppbyggingu. í því eru miklu fleiri reglur. Þess vegna er sérhver krakki á aldrinum tveggja til fimm ára krafta- verk, ekkert síður en Aljosha. — Þetta hljómar undarlega: Ýmist er hann kraftaverk eða hann er ósköp venjulegur . . . Svo virðist sem Al- josha sé þá minni ráðgáta en hvaða krakki sem vera skal, bara ef hann kann að tala? — Þetta er mótsagnakennt, ég viðurkenni það. En aðeins vegna þess að við byrjum ekki að hugsa um ,,kraftaverk“ mannssálarinnar fyrr en til sögunnar kemur 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.