Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 59

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 59
Hver á hvað? Horfið vel á þessa mynd og reynið síðan að segja til um, hvaða bókstafur á við einhvern tiltekinn tölustaf. eitthvert fyrirbæri á borð við Aljosha, eitthvað mjög ó- venjulegt. Þá gleymum við að öll börn eru kraftaverk. Kraftaverk sem allir sálfræðingar og málfræðingar reyna að fá útskýringu á. Hvernig stendur á því að þriggja ára snáði getur náð valdi á því gífurlega flókna kerfi sem gerir honum kleift að byggja upp setningar og orðasam- bönd á auðveldan og óþvingaðan hátt? Þarna lýkur mótsögninni: Sérhver krakki á aldrinum tveggja til fimm ára hefur jafnmikið vald á móðurmáli sínu og Aljosha á máli tónlistarinnar. Og þetta telst ekki til kraftaverka. — Já, en sérhvert barn heyrir talað mál allt frá fæð- ingu, lifandi mál sem það venst og sem verður seinna að lífsnauðsynlegu verkfæri til að ná sambandi við móður- ina, föðurinn og alla sem umkringja barnið. Talað mál dynur í eyrum okkar allan tímann. — Þarna hittuð þér einmitt naglann á höfuðið held ég. Leyndardómurinn er fólginn í því að mál tónlistarinnar varð að því máli sem Aljosha fannst eðlilegast í sam- skiptum við fólk — allt frá því hann lá í vöggu. Málin standa þannig, að faðir hans er mjög hrifinn af tónlist. Hann er ekki atvinnutónlistarmaður, hans sérgrein er rafvirkjun. En áhugi hans á tónlist er með eindæmum. Afleiðingin af því varð sú að Aljosha var umvafinn fögrum tónum allt frá fæðingu. Þegar pabbi hans kom heim úr vinnunni settist hann við píanóið og lék kafla úr sígildum tónsmíðum eða setti plötu á fóninn. Þegar Aljosha var u. þ. b. ársgamall setti faðir hans leikgrindina hans við hliðina á píanóinu. Ekki leið á löngu þar til sonurinn fór að herma eftir föður sínum og ýta á nóturnar hverja af annarri. Fyrst fannst honum sniðugt að heyra muninn á nótunum: Sumar voru blíðar og inni- legar, aðrar æpandi reiðar. En þar kom að Aljosha upp- götvaði að hann gat sjálfur látið píanóið segja það sem honum þóknaðist. Síðan uþpgötvaði hann að pabbi lét ekki tilviljunina ráða þegar hann ýtti á nóturnar. Ef maður ýtir á nóturnar á ákveðinn hátt má fá fram lagið sem hún amma var að raula í gær. Þegar Aljosha varð þriggja ára hafði hann náð valdi á nótnaborðinu, það var honum álíka kært leikfang og kubbar eða dúkkur öðrum börn- um. Þannig varð mál tónlistarinnar eðlilegt í eyrum Al- josha. Þess vegna horfir hann ekki einu sinni á fingurna á sér þegar hann spilar. Þeir leika um borðið nákvæmlega eftir hans vilja. — Með öðrum orðum, nú þegar er hægt að setja upp veggspjald fyrir árið 1990 með áletruninni ,,Flýtið ykkur! Hinn frábæri Alexei Panof kemur fram á tónleikum?" — Til hvers ættum við að flýta okkur svo mjög? Við erum ekkert að flýta okkur að auglýsa útkomu Ijóðabókar þótt ungum syni okkar verði það á að tala rímað? Eða þótt hann byrji að semja sögur. Börn eru dugleg að finna upp sögur, það er hægt að hlusta á þau tímunum saman. Aljosha verður að velja sjálfur starf við sitt hæfi þegar þar að kemur. Að vísu myndi mér persónulega þykja það mikill skaði ef hann yrði ekki tónlistarmaður. — Eitt orð að lokum. Þetta hljómar kannski fulldjarf- lega, en er þá útkoman sú, að hægt sé að ala upp snill- inga? Panta þá, ef svo mætti segja, eftir þar til gerðri áætlun? — Ég endurtek það sem ég áður hef sagt, að á undrabarninu Aljosha var óafvitandi gerð kennslufræði- leg tilraun af gáfuðum og næmum manni, Pjotr Panof, föður Aljosha. Árangurinn blasir nú við okkur. Hvað snertir uppeldi undrabarna af fúsum vilja og í fullri alvöru er að sjálfsögðu enn fullsnemmt að tala um slíkt. En ég er sannfærður um að bæði vísindamenn og starfandi kennarar hljóta að sýna undrabarninu Aljosha (Alex Panof) áhuga. APN UNDRABARNIÐ ALJOSHA 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.