Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1979, Side 60

Æskan - 01.11.1979, Side 60
aðfangadagskvöld mátti sjá gamlan mann berjast við að draga á eftir sér lélegan húsvagn í nýföllnum snjónum. Stór hundur gekk við hlið hans og fölt andlit ungrar konu með sorg og sársauka í augunum sást innan við glugga vagnsins. Þau voru farin hjá. Þeir sem höfðu séð þau, hugsuðu ekki lengur um þau. Daginn eftir var jóladagur. Það var engu líkara en loftið í kring hefði frosið í tæra glerkúpu, en Ijósblár himinninn hvelfdist yfir pelsklædda jörðina. Þeir höfðu búið sig sem vitringana frá Austurlöndum, hann Suskewiet, gamli hálflamaði smalinn, sköllótti álaveiðimaðurinn hann Pitjvogel og Schrobberbeck betlari, sem alltaf var með þetta sífellda augnrennsli. Þeir örkuðu af stað á bæina í nágrenninu. Þeir höfðu útbúið sér pappastjörnu á skafti, sem snerist eins og rella í golu. í gamlan bættan sokk ætluðu þeir að safna peningum, sem þeim yróu gefnir, og í pokaskjatta skyldi láta matinn. Þeir sneru síðan út röng- unni á fátæklegum úlpunum sínum, hún var aðeins hreinni. Smalinn var með topphatt. Schrobberbeck setti á sig blómakórónu sem hann hafði rænt í síðustu skrúðgöngunni um vorið. Pitjvogel, sem sneri stjörnunni, haföi makað skósvertu framan í sig, svo hann var eins og svertingi. Þetta hafði raunar verið mjög gott ár. Heyskapur og uppskera gengið eindæma vel. Því áttu allir bændur aligrís í tunnu. Nú sátu þeir í hlýjum stofunum sínum, tottuðu pípustert- ana sína og biðu vorsins. Suskewiet smali kunni marga fal- lega söngva frá æskuárum. Pitjvogel kunni að snúa stjörnunni svo snilld- arlega að það var enginn vandi að sjá hana úr öllum áttum. Betlarinn með augnrennslið gat líka framkallað al- vörutár, svo að þeim var ekkert að vanbúnaði. Um kvöldið, þegar ,,mán- inn hátt á himni skein" var sokkurinn þeirra líka troðfullur af peningum. Pokaskjattinn var líka troðinn af mat: brauði, skinku, eplum og hvers konar góðgæti. Þeir voru líka allir í Ijómandi skapi og könkuðust á hver við annan. Þeir voru virkilega farnir að hlakka til að njóta þessa alls. Á veitingastaðnum Haffrúnni ætl- uðu þeir að fá sér hressingu. Síðan ætluðu þeir að borða sig svo sadda af góðgætinu, að drepa mætti lús á mögum þeirra. Þeir hættu samt ekki heimsóknun- um fyrr en búið var að slökkva á öllum bæjum. Þá fyrst töldu þeir peningana. — Ja, hérna. Þetta er bara nóg fyrir öli í heila viku, jafnvel líka nýju kjöti og tóbaki. Með stjörnuna um öxl stikaði Pitj- vogel á undan og hinir fylgdu ífótspor hans. Munnvatnið flóði af tilhlökkun. Samt var sál þeirra ekki alls kostar róleg. Eitthvað gat enn farið úrskeið- is. Þeir þögðu. Enginn þeirra vissi af hverju. Það heyrðist hvorki í uglu né hundi. Þeir sem höfðu séð svo margt um ævina, sáu nú bara ekki neitt né heyrðu. Betlarinn sagði: — Ég er ekki hræddur. — Ekki ég heldur, sögðu hinir skjálfandi röddu. — Þaðerujól ídag, sagði Pitjvogel hughreystandi. — Þá fæddist Guð . . . aftur, sagði smalinn í barnslegu sakleysi. — Er það satt, að kindurnar snúi höfðinu í austur á jólum? spurði Schrobberbeck. — Já og að býflugurnar fljúgi um og syngi? var næsta spurning. — Og allt vatn verður silfurtært, staðfesti Pitjvogel, — en ég hef nú aldrei séð það. Aftur varð þögn, öðruvísi en venjulega. Það var eins og nakin sál stæði skjálfandi úti í tungls- Ijósinu. — Haldið þið, að Guð komi aftur í heiminn? spurði betlarinn sem ósjálf- rátt varð hugsað til synda sinna. — Já, sagði smalinn, — en hvar veit enginn. Hann kemur á nætur- þeli. Nú eltu þeir skugga sína og jók það enn á ótta þeirra. Allt í einu uppgötvuðu þeir, að þeir voru orðnir villtir. Þetta var allt snjó- breiðunni að kenna. Hún huldi alla frosnu lækina og önnur kennileiti. 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.