Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 78

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 78
HEILL ÞÉR ÆSKA 80 ÁRA Ennþá vara hin heillavænlegu áhrif sem barnablaðið Æskan færði mér á uppvaxtarárum mínum. Sérstaklega voru það hinar ágætu upplýsingar um skaðsemi áfengra drykkja, sem ég tel að hafi átt stóran þátt í því að ég hef aldrei ánetjast áfengi. Líka voru for- eldrar mínir og systkini mikið reglu- fólk. Mikil ánægja og tilhlökkun var hjá unglingum, þegar þeir fengu fyrst að fara í réttirnar. Ég var 12 ára þegar mér var lofað réttaferð. Systir mín miklu eldri ætlaði líka og fólk af næsta bæ. Alltaf var farið í réttirnar daginn áður úr Flóanum, þar sem ég ólst upp. Daginn sem fara átti í réttirnar var ausandi rigning og systir mín hætti við að fara af þeim sökum, og ekki þótti ráðlegt að ég færi án hennar. Þetta urðu mér mikil og þungbær vonbrigði og ég hljóp í felur meðan mestu sár- indin brutust út með táraflóði. Móðir mfn hefur áreiðanlega verið sálfræð- ingur af Guðs náð, og hún hefur ef- Ingjaldur Tómasson. laust vorkennt mér. Á réttadaginn lét hún söðla tvo hesta og bauð mér að koma með sér til vinkonu er hún átti á bænum Sléttabóli (nú í eyði). Ég hafði ánægju af ferðinni, og hún deyfði mesta vonbrigðasviðann. Svo gleymdist þetta furðu fljótt og næsta haust fór ég í réttirnar. Um leið og ég óska Æskunni til hamingju með stórafmælið vil ég þakka ritstjóra hennar og öllum öðr- um sem hafa gert blaðið að lýsandi Ijósi í þeim myrkviði spillingarafla, sem reyna að draga æskulýðinn inn í álfahöll ofdrykkju, með tilheyrandi andlegri spillingu sem alls staðar blasir við. Ég veit að Æskan verður í fararbroddi þeirra endurreisnarafla sem þurfa óhjákvæmilega að stór- auka áhrif sín gegn trúleysis- og of- neysluspillingaröflunum. Vona að með Guðs hjálp og góðra manna megi lífsnauðsynleg endurreisn eiga sér stað svo spillingaröflin verði ör- ugglega flæmd ,,út á sextugt djúp" fyrir næstu aldamót, og sönn andleg og efnahagsleg viðreisn gangi í garð, líkt og gerðist um síðustu aldamót. Þá munu bætast harmasár þess horfna. Hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna. H. HAFSTEIN. Ingjaldur Tómasson. Elnar Hannesson. Barna- og unglingablaðið Æskan er framúrskarandi gott blað. Uppistaða þess er heilbrigt og þroskandi efni en ívafið skemmtiefni og fróð- leikur í máli og myndum. Hvert nýtt tölublað kemur manni ávallt ánægjulega á óvart, hve glæsilegt það er, enda hafa gæði blaðsins vax- ið stöðugt með hverju ári. Það hefur svo sannarlega fylgt vel kröfum tímans, hvað snertir efnisval og ytri frágang á slíku blaði, sem hefur meðal ann- ars það hlutverk að innræta æskunni framtíðarstefnu inn á brautir heilla og hamingju, en þar er bindindissemi, bæði gagnvart tóbaki og áfengi, öruggt vegarnesti. Það er því mikil gersemi, sem Góðtemplarareglan á þar sem Æskan er, og ómet- anlegt tæki til að vinna hug- sjónum reglunnar fylgi. Sú er ósk mín, að Æskan mætti komast inn á öll barna- heimili landsins, en það er sem kunnugt er stefna for- ráðamanna hennar, og gerast fjölskylduvinur, svo sem hún er nú á þúsundum heimila um allt land. Einar Hannesson, fulltrúi. Mynd efst til vinstri: „Coyotes" heitir tegund sléttu-úlfa í Ameríku og sofa þeir þannig að trýni þeirra snýr að greninu. Mynd lengst til vinstri: Elsti páfagauk- ur, sem vitað er um, varð 54 ára. Mynd í miðju: Meðal- aldur fíla er 45 ár. Mynd til hægri: f Miao Feng Shan-pílagrímsförinni í Kína eru brennd blöð með áletruðum bænum, tii þess að bænirnar geta stigið til himins með loganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.