Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 90

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 90
|hVAÐ viltu VERÐA? BÓNDI - NÁM í LANDBÚNAÐI í bréfi frá dreng í 9. bekk grunn- skólans er spurt um hvernig námi sé háttað við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Einnig spyr hann um fram- haldsnám í búnaðarfræðum. Bændaskólinn á Hólum var stofn- aður 15. maí 1892 af Skagfirðingum, en fáum árum síðar tóku Húnvetning- ar og síðar Eyfirðingar þátt í rekstri skólans. Árið 1907 tók ríkið við rekstri bændaskólans. Tilgangur Bændaskólinn á Hólum býr nem- endur sína undir búfræðipróf og veitir hagnýta þekkingu á öllu því, sem lýtur að búrekstri. Mikil áhersla er lögð á hesta- mennsku og tamningu unghrossa. Nemendum er heimilt að koma með eigin hross til tamningar gegn greiðslu sanngjarns fóðurkostnaðar. Reynt er að efla tengsl við bændur og stuðla að endurmenntun. Kennsla Námið ereinsvetrar nám, erskiptist í haustönn og vorönn. Er námið bæði bóklegt og verklegt. Hefst námið í byrjun október og lýkur um miðjan maí. Nám er stundað á þessum náms- sviðum: Líffræði, búfjárrækt, bú- stjórn, bútækni og jarðrækt. Kennt er sex daga vikunnar, fimm stundir á dag, en 5— 6 verknámstímar eru haldnir á viku. Próf eru skrifleg og verkleg. Inntökuskilyrði Inntökuskilyrði í skólann eru, að umsækjandi hafi lokið grunnskóla- prófi. Auk þess skal hann að jafnaði hafa starfað við landbúnað um eins árs skeið, bæði sumar og vetur. Fjármál Nemendur eru vistaðir í tveggja manna herbergjum í heimavist skól- ans og fá fæði og þjónustu við kostn- aðarverði. Ferðastyrkir eru veittir eftir fjarlægð frá heimilum nemenda. Framhaldsnám Framhaldsnám er hægt að stunda við búvísindadeild Bændaskólans að Hvanneyri og erlendis. Námstími er 3—5 ár. Búvísindadeild hefur verið starf- rækt við Bændaskólann á Hvanneyri frá hausti 1947. Aðsókn að deildinni hefur ekki verið meiri en svo að oftast eru teknir inn nýir nemendur annað hvert haust. Alls hafa útskrifast frá deildinni 117 búfræðikandidatar, sem flokkast þannig eftir starfi: Við leiðbeiningar, rannsóknir, % kennslu á sviði landbúnaðar ...........58 eða 50 Bændur og bústjórar ...................33 eða 28 Hjá verslunar- og vinnslustöðvum landbúnaðarins ......................... 4 eða 3 Við framhaldsnám í búfræði ............. 2 eða 2 Samtals við landbúnað .......97 eða 83 Við önnur störf ......................17 eða 14 Dánir .................................. 3 eða 3 Alls .........................117 eða 100 Atvinnumöguleikar að námi loknu hafa verið góðir eins og sést af nú- verandi starfsskiptingu. ÆSKAN — Vertu ætíð glaður og góðviljaður Félagslíf Bændaskólinn á Hólum er heima- vistarskóli. Er þar góð aðstaða til fé- lagslegrar þjálfunar. Þar sem tilgang- ur skólans er m. a. sá að gera nem- endur hæfari til að taka þátt í því samfélagi sem þeir lifa í, eru nem- endur hvattir til þess að halda uppi öflugri félagsstarfsemi. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.