Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Síða 4

Æskan - 01.02.1980, Síða 4
■■■■ ■■■ Ræktaðu garðinn þinn 99 99 Nýkomiö er í bókaverslanir frá bókaútgáfunni Iðunni rit, er ber heitið „Ræktaðu garðinn þinn", og er höf- undur þessa rits Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri. Þetta er fræðslu- og leiðbeiningarit um ræktun trjáa og runna í 25 stuttum köflum auk formála, og í bókarlok eru skýringar á trjánöfnum og bókaskrá. Þá er í bókinni fjöldi mynda til skýr- ingar, er Atli Már hefur teiknað. Þetta er ekki fyrsta rit af þessu tagi, sem Hákon Bjarnason lætur frá sér fara. Fyrir 10 árum gaf hann út fræðslu- og leiðbeiningarit um rækt- un trjáa. Var það fjölritað og upphaf- lega ætlað til kennslu í Garðyrkju- skóla ríkisins, og upplag mjög tak- markað. í formála að riti því sem nú birtist er bent á, að eldri bækur um þetta efni séu löngu úreltar. Á allmörgum und- anförnum árum hefur verið flutt inn töluvert af trjá- og runnategundum, sem smám saman er að koma reynsla á, og í þessari nýju bók er skilmerki- lega skýrt frá þeirri reynslu, og líkum fyrir þrifum hinna ýmsu tegunda. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að leitað sé trjá- og runnaplantna úr heimkynnum er svipar til íslands, að því er varðar hitastig og veðurfar, og bent á að með áframhaldandi slíkri leit megi að líkindum enn auka fjöl- breytni veðurþolinna trjá- og runna- tegunda. Bókin ,,Ræktaðu garðinn þinn" er rituð á lipru og auðskildu máli, og ætti Hákon Bjarnason. að vera kærkomin handbók öllum sem fást við ræktun trjáa og runna, ekki síst byrjendum. Bókin er í hent- ugu broti, prentuð í Odda, lesmál 124 blaðsíður. Guðmundur Marteinsson. stöðugt í vöxt að fjölskyldur, hópar og einstaklingar utan af landi komi í Hlíðarfjall til að vera á skíðum. Og sumir koma aftur og aftur, ár eftir ár. í hótelinu eru 11 2ja manna her- bergi og svefnpokapláss fyrir um 70—80 manns. Þarna geta menn fengið leigð skíði og annað sem til þarf. Útbúnaður er til leigu fyrir 20— 30 manns, og skíðakennsla er á hverjum degi. ísafjörður — Seljalandsdalur Á Isafiröi hefur lengi verið tölu- verður áhugi á skíðaíþróttinni enda skíðaland ísfirðinga, Seljalandsdalur- inn, oft nefnt ..Paradís skíðamanna". Þar eru brekkur og gönguland við allra hæfi í fögru umhverfi. Árið 1968 var byggð skíðalyfta á Dalnum, eins og (sfirðingar kalla Seljalandsdalinn dags daglega, og upp frá því hefur áhugi almennings á skíðaiðkun farið ört vaxandi á ísafiröi og í nágrenni hans. Þar eru nú tvær skíöalyftur sem geta flutt þá sem það vilja svo gott sem upp á topp. Ekki hefur verið um neinar skipu- lagðar skíðaferðir til Isafjarðar að ræða þar sem aðstaðan til að taka á móti dvalargestum er ekki nógu góð ennþá. Reykjavík og nágrenni: Bláfjallafólkvangur Eitt vinsælasta skíðasvæðið í ná- grenni Reykjavíkur nú er Bláfjalla- svæðið, en þar er bæði fyrirtaks skíðaland og skemmtilegt umhverfi. Það var um páskana 1973 sem veg- urinn upp í Bláfjöll var fyrst opnaður. Þá var búið að koma þar upp ein- hverjum skíðalyftum og var strax mikill straumur af fólki þangað. Árið eftir var svo lagt rafmagn á staðinn og þá voru settar upp fastar lyftur. Þaö eru Reykjavík og sveitarfélögin í kringum Reykjavík ásamt Keflavík og Selvogi sem hafa sameiningu um að mynda þarna svonefndan Bláfjalla- fólkvang. Þessir aðilar sjá um rekst- urinn þar auk þess sem skíðadeildir íþróttafélaganna Fram, Ármanns og Breiðabliks hafa aðstöðu á svæðinu. Skálafell, Hamragil, Hveradalir En það eru fleiri skíðasvæði í ná- grenni Reykjavíkur en Bláfjöll. Til dæmis er mjög vinsælt að fara í Skálafell, en þar er Skíðadeild KR með aðstöðu. Svo eru ÍR-ingar búnir að koma upp ágætri aðstöðu í Hamragili, sem er neðan við Hengil- inn. Þar eru komnar lyftur upp á hæstu toppa, en snjórinn er þar held- ur óstöðugur, og svo er líka hægt að fara í Hveradali. ■■■■■ 2

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.