Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1980, Page 21

Æskan - 01.02.1980, Page 21
/------------------------------------- OKKAR DAGLEGA LÍF (smábrot) "N J Við erum hérna þrjú systkini, sem langar að senda þér smá sögubrot af daglegu lífi okkar, að leik og í störfum. Við erum öll á sitt hvoru árinu. En ég heiti Guðrún ^anney 5 ára, Ólafur Grétar 4 ára og Sigrún Guðný 3ja ara- O9 við eigum heima hérna í Stykkishólmi í nýju húsi sem var verið að byggja og er enn verið að byggja, því Þaö er ekki nema hálfnað að innan. Við eigum að fá sitt hvert herbergið. En við erum öll saman þrjú í einu. Það er °fsagaman því það er svo stórt. En áður áttum við heima 1 Búðardal. Ég hugsa bara að það hafi verið minnsta húsið þar í borg. hann þabbi minn er sjómaður á bát hérna, hann er kokkur, því hann eldar matinn ofan í karlana, sem eru með honum. En mamma er heima hjá °kkur og hugsar um okkur. Það er hennar vinna og svo hefur hún mikið að gera annað, því við erum svo mörg. Fimm í heimili, sex með Snúð kisu okkar. En nú eru jólin að koma og þá er margt að gera í tilefni þeirra. Það þarf að kaupa jólin eða eitthvað til að gefa okkur. En pabbi kaupir jólagjafirnar núna. Mamma gerði það í fyrra, en Þau hafa alltaf skipst á með það ár hvert. En okkur langar 1 svo margt og mikið að mamma og pabbi eru alveg orðin 1 vandraeðum að ráða fram úr því öllu. En nú er stuttur timinn til að hugsa það út svo þau verða að fara að slá úotninn í það og við bíðum bara öll spennt eftir þessari langþráðu stund. Margir eru pakkarnir orðnir er safnast saman. Mamma er að sauma á okkur öll eitthvað fallegt. En ég er elst og ég er í skólanum hérna hjá systrunum í Hólminum (leikskóla). Það gerir að ég verð í alvöru skóla naesta vetur þá er betra að vera búinn að læra aðeins að vera hjá öðrum áður. Ég er frá kl 1—5 á daginn, hef brauð og mjólk með mér í tösku. Það eru ofsa margir krakkar með mér þar. En Ólafur og Sigrún eru soldið leið yfir Því þegar að ég fer á stað. Þá segist ég bara ætla að skreppa soldið og kem bráðum aftur, þá eru þau góð. En a9 leik alltaf við þau fyrir hádegi. Við förum alltaf út um leiö °9 birtir og erum úti framá matartíma. En þau fara i'ka alltaf bara tvö út Ólafur og Sigrún og eru stundum úti allan þann tíma sem ég er að leika mér niðrí skóla. Þau eru alveg ferleg þegar þau eru saman. Þeim dettur svo margt í hug að ég er alveg gáttuð yfir því. Renna sér í mestu brekkunum hérna, hjóla, bílaleik í sandinum, bú- húsinu eða snjóleik. Þetta er það helsta utandyra. Ólafur datt í sumar og fótbrotnaði. Hann var lengi lengi brotinn í 9'fsi allur fóturinn hans. Þetta skeði í sveitinni, svo kom hann heim. Þá urðum við að vera ofsa góðar og leika við Þann því hann gat ekkert labbað eins og við. En svo einu S|nni þá vorum við systurnar í eltingarleik hérna inni og Þá datt sú yngri og hún meiddi sig svo agalega mikið og kom líka mikið blóð úr munninum á henni. Svo þegar mamma fór að skoða hvað hefði komið fyrir, þá var bara soldið stórt gat á tungunni á henni. Þá þurfti að fara með hana til læknisins, og hann saumaði tvö spor ítunguna til að þetta batnaði. Og svo smám saman fór ó-ó-ið burtu. En ég hugsa að það er betra að fara soldið hægar þá fer þetta ekki svona illa. Okkur langar stundum heim í Búð- ardal, þar var maður vanur öllu og við þekktum alla þar. Mamma og pabbi fara stundum þegar hann er í fríi. Afi og amma eiga heima þar í sveit og þá er gaman að skreppa í bíltúr þangað inn í dali, eins og sagt er héðan. Þetta er svo stutt á milli og hingað til Stykkishólms. Þetta finnst hinum svo langt á milli. En nú dugar ekki að gleyma sér alveg því nú fer sagan senn að enda og árið er líka á enda komið. Og margar glaðar stundir þökkum við systkinin þrjú hér á þessu ári. Með bestu kveðju til allra. ÁRTRESmS 19

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.