Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 19

Æskan - 01.11.1980, Side 19
þau yrðu rík, sagði Stína, því að húsálfurinn dró að þeim peninga, og satt var það, rík urðu þau, en hvort það var álfurinn, sem hjálpaði þeim, skal ég ekkert segja um", bætti frú Skau við, hún hóstaði og ræskti sig, því þetta var óvenju löng saga að heyra frá henni. Þegar hún hafði fengið sér í nefið, hresstist hún aftur og byrjaði á nýrri sögu: ,,Móðir mín, sem var sannorð kona, hún sagði mér sögu, sem gerðist hér í bænum og það á jólanótt, og hún veit ég að er sönn, því aldrei talaði hún ósatt orð hún móöir mín." ..Lofið okkur að heyra þá sögu, frú Skau," sagði ég, og börnin tóku undir af miklum fögnuði. Maddaman hóstaði svolítið, fékk sér aftur í nefið og byrjaði: ,,Þegar móðir mín var ung stúlka, kom hún stundum til ekkju nokkurrar, sem hún þekkti, og sem hét — ja, hvað hét hún nú aftur? — Jú, frú Evensen hét hún, en hvort hún bjó uppi í Malargötu eða inni við Litla kirkjugarðinn, það veit ég ekki fyrir víst. Svo var það eina jólanótt, eins og núna, að hún hugsaði með sjálfri sér, að hún skyldi fara í morgunmessu morguninn eftir snemma, því hún fór oft í kirkju, og svo setti hún kaffikönnuna á ofninn, svo að það gæti verið volgt, þegar hún vaknaði, og hún gæti fengið sér sopa áður en hún legði af stað. Þegar hún svo vaknaði, skein tunglið inn um gluggann, en þegar hún fór á fætur og leit á klukkuna, hafði hún stansað og sýndu vísarnir að hún var hálf tólf. Ekki vissi hún þessvegna hvað tímanum leið, en gekk út að 1! HVER VERÐUR FLJÓTASTURí MARK? Hann skellihlær strákurinn, sem átti að benda á höfuðborgir í Evrópu. Hvenig stendur á því? Andrés Önd er helmingi fljótari að hjóla en ung- arnir. Hann hjólar á hálfri mínútu milli þverstrik- anna en ungarnir eru heila mínútu á milli strika. Hver verður fyrstur og á hvaða tíma? glugganum og leit á kirkjuna og sá að hún var uppljóm- uð. Hún fékk sér svo kaffisopa, tók sálmabókina sína og lagði af stað til kirkju. Á götunni var svo hljótt og rólegt, og engan einasta mann sá hún á leiðinni til kirkjunnar. Þegar hún kom í kirkju settist hún, þar sem hún var vön, en þegar hún litaðist um, fannst henni allt kirkjufólkið vera eitthvað svo fölt og undarlegt, alveg eins og það væri allt dautt. Engan þekkti hún, en það var margt af fólkinu, sem henni fannst hún hafa séð áður, en hún gat ekki munað hvenær eða hvar. Þegar presturinn steig í stólinn, þá var það enginn af prestum borgarinnar, það var hár, náfölur maður, og hann fannst konunni hún líka þekkja. Hann prédikaði mjög vel, og það var enginn hósti og snýtur, eins og venjulega heyrist í kirkjunum, það var svo hljótt, að heyra hefði mátt saumnál detta, ja, svo hljótt, að það fór að fara um hana. Þegar farið var að syngja aftur, beygði kona ein, sem sat við hlið hennar, sig að henni og hvíslaði í eyra henn- LSKRÍTIÐ LANDAKORT! ÆSKAN Lánið flýr þann, sem ekki rækir dyggðugt líferni 17

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.