Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 69

Æskan - 01.11.1980, Side 69
Það er líf og fjör á götuhorninu í Litluvík. — Nú er eftir að vita, hve margar persónur — sýnilegar og ósýnilegar — þið getið fundið á myndinni. Athugið hana vel, það er nefnilega talsvert erfitt að sjá suma, sem þarna eru. Stundum sér maður ekki nema skugga, stundum aðeins byssuhlaup. — Teljið nú vel og athugið, hve marga þið finnið! J ólaleikir hjörturinn og veiðimaðurinn Tveir þátttakendur stilla sér upp viö sinn hvorn borðsendann. Þeir eru með bundið fyrir augun. Annar er hjörturinn, hinn er veiðimaðurinn. Þegar merki er gefið hefst eltinga- leikur veiðimannsins við hjörtinn. Báðir mega fara allt í kringum borð- ið, undir það og yfir það, en verða þó alltaf að hafa aðra höndina á borðinu. Hlutverkaskipti eiga sér stað, þegar veiðimaðurinn hefur náð hirtinum. Takið tímann, sem þetta tekur. Áhorf- I I I I I I I I I I I I I endur verða að vera algjörlega hljóðir á meðan á leiknum stendur, annars trufla þeir þátttakendurna. Sá sem verður fljótastur að veiða hjörtinn vinnur. PAKKIÐ INN BÓKINNI Það getur verið nógu erfitt að pakka inn bók með annarri hendinni. En taki tveir sig til og hjálpist að við það, en noti aðeins aðra höndina hvor, getur þetta orðið býsna “ skemmtilegt. Skiptið gestunum í lið, • og takið svo tímann hjá hverjum 1 tveimur, og sjáið hvaða par vinnur. I Bókinni á að pakka inn í pappír og | binda utan um hana band og slaufu á. “ PARAHLAUP MEÐ BLÖÐRU Stillið upp tveim til þremur pörum á | gólfinu. Pörin eiga að haldast í hend- ■ ur, en lausu höndina getur fólkið not- „ að til þess að halda svífandi blöðru, sem því er fengin. Ef blaðran lendir á i gólfinu, verður að taka hana upp en 1 ekki má sleppa handabandinu á | meðan. Þeir, sem fljótastir eru að | komast yfir þveran sal eða herbergi, g sigra, en munið aó blaðran verður að a svífa með þeim alla leiðina.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.