Alþýðublaðið - 09.04.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1923, Blaðsíða 4
4 ALPYÐUBLAÐIÐ Agætar kartöflur fást hjá K au pfélagin u. að gf'ru jiað fyrir cigpndurna. Gizka ýmsir á, áð hún muni vera sefing frá Steini Emilssyni, sem eigendur >Morgunblaðsins< sumir ku vilja gera að ritstjóra þess i stað Þorsteins Gíslasonar, sem þeir vilja bola frá því, at því að þeim þyki hann ekki nógu ósvífinu. Annars sýnist hafa !egið nær fyrir >Morgunblaðið<, ef það vildi endilega draga upp myud af slæmu fjárhagsástandi, að hlaupa ekki svona langt yfir skamt. Þar virðist hafa verið hægurinn hjá og ekki einu sinni þurft að fara út fyrir landssteinana. En það hefir ekki mátt vegna þess, að hár hafa það ekki verið verka- menn og forvígismenn þeirra, sem ráðið hafa meðferð fjármál- anna, heldur skjólstæðingar >Morgunblaðsins<. Víst hefði það dæmi þó ekki orðið áhritaminna, því áð þótt fjárhagsástandið hér sé enn ef til vill dálitlu betra en nú ev í Rússlandi, þá er þó hnignunin áreiðanlega miklu minni, þegar þess er gætt, að við höfum ekki átt í neinni styrjöld, heldur haft frið ög færi til að raka saman stórkostlegum auðæfum, þótt þau séu nú öll farin út í veður og vind. En hér hefir líka auðvalds- stjórn verið við stýrið. Þess vegna eru »Morgunblaðs<-menn- irnir svona óvönjulega fjarskygn- ir. Það þurfti að beDda á eitt- hvað nógu langt í burtu til þess að draga athyglina frá þvf, sem næst lá, og þá mátti ekki heldur fara skemra en til Rúss- lands, þó að fjöldi ríkja sé nær, þar sem fjárhagsástandið er engu betra en í Rússlandi, en þar sitja lfka auðvaldsstjórnir eins og hér, og því varð að hlaupa yfir þau. Erlend símskeyti. Khöfn, 8. april. Stérkostlegt vcrkhann í Euglandi. Frá Lundúnum er símað: Vinnuveitendur hafa lagt verk- bann á hálfa milljón byggingar- verkamanna. Trotzki veibur. Rússnesk fréttastofa hermir, að Trotzki sé orðinn veikur af krabbameini í maganum. Hugarþel Bretn til Erakka. Frá París er símað: Loucheur; fyrr viðreisDarráðherra Frakka, hefir farið til Englands sem trúnaðarmaður Poiucarés til þtess að grenslast eftir hugarþeli Breta til Frakka áhrærandi ýmis skaða- bótamál. Álftur hann, ab Eng- Iendingar séu að níu tiundu hlutum fylgisinnaðir Frökkum í málum þeirra nú. Um dagian og veginn. Trúlofua sína opinberuðu í gær unglrú Steinunn Auðunsdóftir og Elías -Högnason verkstjóri Baldurs- götu 31. Fiskiskipin. Kári kom af veið- um í gær með um 80 föt lifrar. Færeysk fiskisldp mörg hafa komið hingað síðustu daga. Selja nokkur þeirra aflann hór. • Búnaðarfálagið heldur aðal- fund á morgun í lðnó.kl. 4 e. h. Landsbankaliúsin. Landsbank- inn auglýsir, að þeir, sem óski að koma til greina sem kaup- endur að húsum hans hinum nýju við Framnesveg, skuli gefa sig fram í afgreiðslu bankans fyrir 20. þ. m. i Verkakonur! Munið eftir fund- inum aunað kvöld. Kauptð matarepli hjá Kaupfélaginn. Brýnsia. Hefill & Sög Njáls- götu 3 brýnir öll skerandi verkfæri. Kvenreiðhjól 1 ágætu 'standl til sýnis og sölu á afgreiðslunni. Kanpendur Alþýöublaðsins eru ámintir um að gera afgreiðslunui aðvart, ef vanskil verða á útburði blaðsins. — Afgreiðslumaður. Fulltrúaráðsfnndur verður ékki í kvöld. Steingr. Matthíasson læknir hélt fyrirlestur í gær í Nýja BíÓ, og var húsfyllir. Kom ræðumaður víða við. Vítti hann meðal annars hóglífi og iðjuleysi efnuðu stétt- anna, sem að eins leiddi til úr- kynjunar, Jafnaðaimanuafélagsfnndurí hpsi U. M. F. R. á miðvikudagion kl. 8. Til umræðu: Skylduvinna félagsmanna o. fl. „Réttur“. Ýmsir hafa spurt þess, síðán tímaritsins »Réttur< var getið hér í blaðiuu, hvar það fengist. Blaðið getur nú frætt menn um það. Hér í Reykjavík hefir Sigurgeir Friðriksson áf- greiðslumaður útsólu á því, en í Hafnarfirði Davið Kristjánsson. Ritstjóri og ábyrjjfðarmaður: Hailbjörn Halldórsson. Prentsmiðja Haligrims Benediktssonaiy Bergstaðastræti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.