Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Síða 23

Æskan - 01.04.1984, Síða 23
m <C> ^ Petrína við göngugrindina. 'ö. Um það undirrituðu þau samninga 30. desember 1975. Samtökin réðu sér vitanlega bankastjóra, sem raunar er svo lítillátur að starfsheiti hans er einungis 1°rstöðumaður. Hann hefur síðan stjórnað þessu sarneiginlega fyrirtæki Rauða krossins og Sjálfs- ^jargar. Hann heitir Björgúlfur Andrésson. Hjálpar- taskjabankinn var formlega opnaður hinn 15. október 1976 af þáverandi heilbrigðisráðherra. Fyrstu mánuðina var forstöðumaðurinn eini fast- rsöni starfsmaður bankans. En honum til aðstoðar v°ru þrír sjálfboðaliðar, konur sem voru félagar í ^ennadeild Rauða krossins í Reykjavík. Ein þeirra Varð fastráðinn starfsmaður frá 1. janúar 1978. Hún Þar enn í hálfs dags starfi. Síðast á árinu 1980 var ojúkrunarfræðingur ráðinn í hlutastarf. Þessi starfs- maður veitir einkum leiðbeiningar þeim sem nefndir eru stomasjúklingar. Það er sérstök tegund fötlunar. ^oð 1982 bættist í hópinn kona sem er iðjuþjálfi. Hún er í næstum fullu starfi og veitir bæði leiðbeiningar í °ankanum og í heimahúsum. Auk þessa þarf stofn- Unin vitanlega á bifreið að halda til flutninga á varn- 'n9i að og frá bankanum. Starfsemi Hjálpartækjabankans hefur farið sívax- Petrína í vinnustól við skrifborð. andi allt frá því er hann var stofnaður. Þess vegna er auðsætt að brýn þörf er á tilvist hans og í rauninni furðulegt að hann skyldi ekki hafa verið stofnaður löngu fyrr en fyrir 8 árum. Bankinn hefur margvísleg tæki á boðstólum. Þar má t. d. nefna ýmsar tegundir hjólastóla, göngu- grindur, hækjur og hækjustafi, ýmis tæki til aðstoðar við að komast í bað eða á salerni og vörur sem eingöngu eru notaðar í eitt skipti. Þá leigir bankinn til skammtímanota hækjustafi, hjólastóla, göngugrindur, æfingahjól og sjúkrarúm. Starfsfólk bankans reynir að fylgjast með öllum nýjungum í gerð hjálpartækja. Þess vegna má treysta því að þar séu alltaf á boðstólum þau hjálpar- tæki sem ætla má að komi hverju sinni að sem mestum notum. Eins og fyrr segir er bankinn sameiginlegt fyrirtæki Rauða krossins og Sjálfsbjargar. Þess vegna eiga félögin tvo fulltrúa í stjórn bankans. Stjórnarformað- urinn er Torfi Tómásson stórkaupmaður. Með honum eru í stjórn Björn Tryggvason og Óttar Kjartansson frá Rauða krossinum og Guðmundur Magnússon og Vikar Davíðsson frá Sjálfsbjörgu. Eins og við sögðum í upphafi þarf fólk á öllum aldri 23

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.