Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 8
ÍSLENDINGALJÓÐ 17. JÚNI 1944 Verðlaunaljóð Jóhannesar úr Kötlum Land míns föður, landið mitt, laugað bláum straumi: eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, - ævi vor á jörðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. Jóhannes úr Kötlum. Þegar svalt við Sökkvabekk sveitin dauðahljóða, kvað í myrkri um kross og hlekk kraftaskáldið móða. Bak við sára bænarskrá bylti sér hin forna þrá, þar til eldinn sóttu um sjá synir vorsins góða. Nú skal söngur hjartahlýr hljóma af þúsund munnum, þegar frelsisþeyrinn dýr þýtur í fjalli og runnum. Nú skal fögur friðartíð fánann hefja ár og síð, varpa nýjum Ijóma á lýð landsins, sem vér unnum. Hvíslað var um hulduland hinst í vesturblænum: hvítan jökul, svartan sand, söng í hlíðum grænum. Ýttu þá á unnarslóð Austmenn, vermdir frelsisglóð, fundu ey og urðu þjóð úti í gullnum sænum. Síðan hafa hetjur átt heima í þessu landi, ýmist borið arfinn hátt eða varist grandi. Hér að þreyja hjartað kaus, hvort sem jörðin brann eða fraus, - flaug þá stundum fjaðralaus feðra vorra andi. Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar Ijóð, hennar iíf vér kjósum. Ein á hörpu íss og báls aldarslag síns guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum. Indíánahöfðinginn Stóra Naut fór á veiðar og nú ratar hann ekki aftur heim. Kannski getið þið hjálpað honum. Þið eigið að byrja við örina neðst til hægri og enda í indíánatjaldbúðunum efst til hægri. Þetta er dálítið erfitt og þið ættuð að taka eftir því hvað þið eruð fljót. Það má ekki fara yfir þar sem vegurinn er lokaður og ekki nota sömu leiðina oftar en einu sinni. Við hvern heldur þú, að Jens sé að leika sér? Það sérðu fljólega, ef þú dregur strik frá nr. 1-28. A eftir skaltu lita myndina. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.