Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1984, Side 16

Æskan - 01.05.1984, Side 16
forseta skiptist í þrennt; skrifborösvinnu gestgjafa og við- vistarvinnu." - Þú hefur veriö dugleg aö ferðast. Eru þessi feröalög mikil vinna fyrir þig? „Þau eru nú sannast best að segja langt frá því að teljast skemmtiferðalög eins og sumir kannske halda. Það er feikileg vinna að baki þeirra. Dagskrá er skipulögð frá morgni til kvölds og endalaust verið að. En það er gaman þegar vel gengur. Ferðir til útlanda eru farnar til að svara heimboðum og eru gagngert til að kynna ísland á meðal þjóða. Ef fólk fer aldrei neitt, þiggur engin boð og gerir aldrei neitt, þá veit enginn að það er til. Það er rétt stefna hjá okkur eins og á söguöld að ferðast til útlanda til að sýna okkur og sjá aðra, eins og aðrir koma til okkar til að sýna sig og sjá aðra.“ Vigdís tekur á móti íslendingum í heimsókn sinni til Noregs. Börnin Það var farið að síga á seinni hluta samtalsins. Við gátum þó ekki slitið því fyrr en við höfðum spurt Vigdísi um samskipti hennar við börnin. „Það er gott samband milli mín og barnanna," sagði hún. Ég á vini um allt land, t. d. í Skógræktarfélögum æskunnar sem hafa umsjón með þeim trjám sem ég hef gróðursett. Ég vona að börnin haldi áfram að gróðursetja. Skemmtileg- ustu stundirnar sem ég hef átt með þeim er þegar þau hafa verið að hjálpa mér við að gróðursetja. Mér verður oft Forsetinn kannar lífvörð Margrétar Danadrottningar. .. M| I Ujp'ÍMS í 1 . n ■F|| ItJhH j > 1 1 I' m 1 -■ WM hugsað til þess að ef ég hefði gróðursett tré þegar lýðveld' var stofnað þá ætti ég örugglega skóg í dag.“ : Ástríður, dóttir Vigdísar, er 11 ára. Ætli hún kvarti aldi'e undan löngum vinnutíma móðurinnar? „Hún er komin yfir það,“ sagði Vigdís. „Við Ástríð eigum margar skemmtilegar samverustundir enda eigur við mörg sameiginleg áhugamál. Við förum oft í leikhús eða ferðalög. Ástríður er alveg ágæt. Hún er miklu betri en ég í fimleikum!" - Fylgir hún þér þegar þú ert að sinna embæ11 erindum? . „Nei, enda ekkert skemmtilegt að fylgja mömmu þe9 hún er að gegna skyldustörfum." - Að lokum, ertu bjartsýn á komandi kynslóðir? . „Já, það er ég svo sannarlega. Unga fólkið er skynsa ^ og svo vel af guði gert. Það þarf þó alltaf að vera varðbergi gegn þeim sem öllu getur stolið af okkur: t'rnaP0g inum í þjóðfélagi á fleygiferð. Ef unga fólkið staldrar við hugsar þá er okkur borgið. Það er margt í nútíma Iifn3ö háttum sem er tímaþjófur, t. d. mörg af þessum tölvul ^ tækjum og myndböndum sem bjóða upp á aumt efni; 9 okkur ekki neitt; krefja okkur ekki um neina hugsun. Tín1 liggur dauður eftir. Fátt er ömurlegra en að drepa tíma gera eitthvað bara til að gera eitthvað. Já það er vel þess virði að hugleiða tímaþjófinn. svo margt spennandi og skemmtilegt sem lífið býður paðer oKKúF ;ð njót^ geskLJ' Nú á dögum hefur unga fólkið ótal möguleika lífsins í enn ríkara mæli en áður var. Ég er hrifin af * fólkinu okkar og treysti því. Þess vegna er ég bjartsV ^ komandi kynslóðir,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, f°r íslands. Með þetta kvöddum við forseta þótt samverustu ^ hefði mátt vera eilítið lengri. En fleiri biðu þess að ná t3^ þessum glæsilega fulltrúa sem borið hefur hróður ísleu þjóðarinnar um víða veröld. Texti: Eövarð Ingólfsson 16

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.